Viðskipti erlent

Húsleit gerð hjá dönsku dótturfélagi Eimskips

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dönsk samkeppnisyfirvöld eru að rannsaka háttsemi í landflutningum í Danmörku.
Dönsk samkeppnisyfirvöld eru að rannsaka háttsemi í landflutningum í Danmörku. Vísir/Vilhelm

Danska samkeppniseftirlitið framkvæmdi í dag húsleit hjá Atlantic Trucking, dönsku dótturfélagi í eigu Eimskipafélags Íslands, í Álaborg í Danmörku.

Þetta kemur fram í tilkynningu Eimskips til kauphallar í kvöld.

Þar kemur fram að húsleitin snúi að starfsemi Atlantic Trucking. Félagið er dótturfélag Eimskip Holding, sem er í eigu Eimskipafélags Íslands. Húsleitin var framkvæmd á grundvelli dómsúrskurðar.

Í tilkynningunni segir að húsleitin sé hluti af rannsókn í háttsemi í landflutningum í Danmörku. Rannsóknin hafi tekið til fleiri félaga á þeim markaði.

Tilgangur húsleitarinnar hafi verið að rannsaka hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum danskra samkeppnislaga. Unnið sé að því að veita dönskum samkeppnisyfirvöldum aðgang að umbeðnum upplýsingum.

Í tilkynningunni kemur fram að Eimskipafélagið hafi ekki ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn dönskum samkeppnislögum í starfsemi Atlantic Trucking, sem hafi um fimm prósent markaðshlutdeild í gámaflutningum á þessum markaði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×