Hvar hefur SFS verið? Orri Páll Jóhannsson skrifar 30. júní 2023 12:30 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“. Af lestri greinarinnar mætti helst ætla að ráðherra hafi þagað þunnu hljóði í þá heilu níu daga sem samtökin hafa beðið svara við beiðni sinni – sem sýni að engin gögn eða forsendur hafi búið henni að baki. Skoðum þetta aðeins nánar. Í ágúst í fyrra setti ráðherra reglugerð um eftirlit með velferð dýra við hvalveiðar. Á grundvelli hennar safnaði Matvælastofnun ítarlegum gögnum um veiðar á samtals 148 langreyðum, þ.m.t. myndbandsupptökum vegna veiða á 58 dýrum. Upp úr þessum gögnum var unnin ítarleg skýrsla af sérfræðingi á sviði dýralækninga. Auk þeirra gagna sem aflað var við veiðieftirlitið byggðist skýrslan á ítarlegum athugasemdum leyfishafa, þ.m.t. sérfræðilegum gögnum sem leyfishafi aflaði og lagði fram undir vinnslu málsins. Skýrslunni var skilað 8. maí sl. og hún birt opinberlega. Í henni er að finna ítarlegustu greiningu á velferð dýra við hvalveiðar sem gerð hefur verið hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar kallaði Matvælastofnun eftir áliti fagráðs um velferð dýra. Fagráðið er skipað sérfræðingum á sviði dýravelferðar og hefur það lögbundna hlutverk að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra. Fagráðið fór ítarlega yfir skýrslu Matvælastofnunar og ráðfærði sig við bæði innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði dýravelferðar og hvalveiða. Álit fagráðsins er dagsett 16. júní sl. og var birt opinberlega 19. júní. Niðurstaða þess er fortakslaus: sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Til að draga þetta saman: Matvælastofnun framkvæmdi umfangsmikið eftirlit með velferð dýra við veiðar á 148 langreyðum haustið 2022. Upp úr niðurstöðum þess var unnin ítarleg sérfræðiskýrsla í samráði við leyfishafa. Á grundvelli þeirrar skýrslu og eftir að hafa að auki ráðfært sig við helstu sérfræðinga hér á landi og erlendis skilaði lögbundið sérfræðingaráð áliti sínu. Nú gæti einhver spurt: Er það ekki bara tilviljun ein að ráðherra ákveður að breyta reglugerð og stöðva veiðar á langreyðum tímabundið skömmu eftir að fagráð um dýravelferð kemst að þeirri niðurstöðu að þær samrýmist ekki lögum eftir að hafa farið yfir ítarlegustu eftirlitsskýrslu sem unnin hefur verið um það efni og rætt við helstu sérfræðinga á þessu sviði hér á landi og erlendis? Hvernig vitum við að ráðherra var að byggja á þessum ítarlegu gögnum og mati sérfræðinga en ekki bara á geðþótta sínum? Jú kannski af því að ráðherra upplýsti um það opinberlega strax við setningu reglugerðarinnar. Og reyndar aftur á opnum fundi tveimur dögum síðar sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Og reyndar enn einu sinni á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis næsta dag sem einnig var sjónvarpað frá beint. Í kjölfar síðastnefnda fundarins – sem fram fór fyrir heilum sjö dögum – óskaði atvinnuveganefnd Alþingis eftir minnisblaði og gögnum frá ráðherra um einmitt sömu atriði og SFS segist hafa óskað eftir. Og þar er málið statt eins og framkvæmdastjóri SFS veit að líkindum fullvel og þá það að ráðuneytið getur ekki afhent samtökunum vinnuskjöl sem hafa að geyma upplýsingar sem Alþingi hefur kallað eftir áður en þingið fær þær í hendur. Þótt SFS sé ekki óvant því að fá sínu framgengt á Alþingi – og því vel skiljanlegt að samtökin líti á þingið sem óþarfan millilið í þessu máli – er kannski rétt að gefa ráðherra þann frest sem kveðið er á um þingskapalögum til að svara Alþingi áður en kemur að samtökunum. Vanti samtökin lesefni í millitíðinni er hægt að kynna sér bæði eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og álit fagráðs um velferð dýra auk þess sem hægt er að horfa á ráðherra svara spurningum um málið hér og hér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Hvalveiðar Vinstri græn Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi birti grein hér á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Hvar eru gögnin?“ Þar er reynt að gera reglugerð matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða tortryggilega með vísan til þess að samtökin hafi enn sem komið er ekki fengið svar frá ráðuneytinu við beiðni um „afrit af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra“. Af lestri greinarinnar mætti helst ætla að ráðherra hafi þagað þunnu hljóði í þá heilu níu daga sem samtökin hafa beðið svara við beiðni sinni – sem sýni að engin gögn eða forsendur hafi búið henni að baki. Skoðum þetta aðeins nánar. Í ágúst í fyrra setti ráðherra reglugerð um eftirlit með velferð dýra við hvalveiðar. Á grundvelli hennar safnaði Matvælastofnun ítarlegum gögnum um veiðar á samtals 148 langreyðum, þ.m.t. myndbandsupptökum vegna veiða á 58 dýrum. Upp úr þessum gögnum var unnin ítarleg skýrsla af sérfræðingi á sviði dýralækninga. Auk þeirra gagna sem aflað var við veiðieftirlitið byggðist skýrslan á ítarlegum athugasemdum leyfishafa, þ.m.t. sérfræðilegum gögnum sem leyfishafi aflaði og lagði fram undir vinnslu málsins. Skýrslunni var skilað 8. maí sl. og hún birt opinberlega. Í henni er að finna ítarlegustu greiningu á velferð dýra við hvalveiðar sem gerð hefur verið hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar kallaði Matvælastofnun eftir áliti fagráðs um velferð dýra. Fagráðið er skipað sérfræðingum á sviði dýravelferðar og hefur það lögbundna hlutverk að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra. Fagráðið fór ítarlega yfir skýrslu Matvælastofnunar og ráðfærði sig við bæði innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði dýravelferðar og hvalveiða. Álit fagráðsins er dagsett 16. júní sl. og var birt opinberlega 19. júní. Niðurstaða þess er fortakslaus: sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Til að draga þetta saman: Matvælastofnun framkvæmdi umfangsmikið eftirlit með velferð dýra við veiðar á 148 langreyðum haustið 2022. Upp úr niðurstöðum þess var unnin ítarleg sérfræðiskýrsla í samráði við leyfishafa. Á grundvelli þeirrar skýrslu og eftir að hafa að auki ráðfært sig við helstu sérfræðinga hér á landi og erlendis skilaði lögbundið sérfræðingaráð áliti sínu. Nú gæti einhver spurt: Er það ekki bara tilviljun ein að ráðherra ákveður að breyta reglugerð og stöðva veiðar á langreyðum tímabundið skömmu eftir að fagráð um dýravelferð kemst að þeirri niðurstöðu að þær samrýmist ekki lögum eftir að hafa farið yfir ítarlegustu eftirlitsskýrslu sem unnin hefur verið um það efni og rætt við helstu sérfræðinga á þessu sviði hér á landi og erlendis? Hvernig vitum við að ráðherra var að byggja á þessum ítarlegu gögnum og mati sérfræðinga en ekki bara á geðþótta sínum? Jú kannski af því að ráðherra upplýsti um það opinberlega strax við setningu reglugerðarinnar. Og reyndar aftur á opnum fundi tveimur dögum síðar sem sjónvarpað var í beinni útsendingu. Og reyndar enn einu sinni á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis næsta dag sem einnig var sjónvarpað frá beint. Í kjölfar síðastnefnda fundarins – sem fram fór fyrir heilum sjö dögum – óskaði atvinnuveganefnd Alþingis eftir minnisblaði og gögnum frá ráðherra um einmitt sömu atriði og SFS segist hafa óskað eftir. Og þar er málið statt eins og framkvæmdastjóri SFS veit að líkindum fullvel og þá það að ráðuneytið getur ekki afhent samtökunum vinnuskjöl sem hafa að geyma upplýsingar sem Alþingi hefur kallað eftir áður en þingið fær þær í hendur. Þótt SFS sé ekki óvant því að fá sínu framgengt á Alþingi – og því vel skiljanlegt að samtökin líti á þingið sem óþarfan millilið í þessu máli – er kannski rétt að gefa ráðherra þann frest sem kveðið er á um þingskapalögum til að svara Alþingi áður en kemur að samtökunum. Vanti samtökin lesefni í millitíðinni er hægt að kynna sér bæði eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og álit fagráðs um velferð dýra auk þess sem hægt er að horfa á ráðherra svara spurningum um málið hér og hér. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun