Viðskipti innlent

Mar­dís, Tracey og Elísa­bet ráðnar til atNorth

Atli Ísleifsson skrifar
Tracey Pewtner, Mardís Heimisdóttir og Elísabet Árnadóttir.
Tracey Pewtner, Mardís Heimisdóttir og Elísabet Árnadóttir. atNorth

Mardís Heimisdóttir, Tracey Pewtner og Elísabet Árnadóttir hafa allar verið ráðnar til starfa hjá gagnavers- og ofurtölvufyrirtækinu atNorth.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Mardís taki við starfi forstöðumanns stefnumótunar. 

„Hún kemur til atNorth frá hugbúnaðarfyrirtækinu SS&C Advent í New York. Mardís býr að 9 ára reynslu af stefnumótun, stefnuinnleiðingu og verkefna- og breytingastjórnun. Hjá atNorth mun hún leiða innleiðingu stefnu og þróa og stýra umbótaverkefnum sem miða að því að efla rekstur félagsins. 

Tracey Pewtner, er nýr forstöðumaður markaðsmála atNorth. Hennar hlutverk er að auka vörumerkjavitund á markaðnum og styðja við vöxt félagins með grípandi markaðsstarfi. Sérstök áhersla verður lögð á sjálfbærni í rekstri atNorth og tækifæri viðskiptavina til að minnka umhverfisspor sitt með kaupum á þjónustu atNorth. Tracey er reynslubolti úr greininni, eftir 13 ára starf í gagnaversiðnaðinum. Hún var m.a. vörumerkjastjóri STACK EMEA Nordics þar sem hún hlaut fjölda verðlauna fyrir markaðsstarfið. 

Elísabet Árnadóttir er nýr forstöðumaður öryggismála og regluvörður atNorth. Hún var áður öryggisstjóri Rapyd og Advania og sjálfstætt starfandi sem öryggisráðgjafi fyrir atNorth. Hún mun fylgja eftir einarði stefnu félagsins í öryggis- og hlítingarmálum, þar sem fylgni við ströngustu öryggis-, gæða- og sjálfbærnistaðla er lykilatriði í rekstrinum. Elísabet hefur 10 ára reynslu af upplýsinga- og netöryggi og gæðastjórnun, þar á meðal ISO 27001,og mun hafa yfirumsjón með þeim málaflokkum hjá atNorth,“ segir í tilkynningunni.

atNorth rekur sex gagnaver á Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi og hyggur á frekari uppbyggingu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×