Viðskipti innlent

Grétar, Haf­dís og Jón til liðs við LSR

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hafdís Mist Bergsteinsdóttir, Grétar Már Axelsson og Jón Böðvarsson.
Hafdís Mist Bergsteinsdóttir, Grétar Már Axelsson og Jón Böðvarsson. Vísir

Líf­eyris­sjóður starfs­manna ríkisins (LSR) hefur ráðið þrjá nýja starfs­menn, tvö á svið staf­rænnar þróunar og reksturs og einn á eigna­stýringar­svið. Þetta kemur fram í til­kynningu frá líf­eyris­sjóðnum.

Þar kemur fram að Grétar Már Axels­son hafi verið ráðinn sjóð­stjóri á eigna­stýringa­sviði. Grétar kemur inn í teymi eigna­stýringar fyrir er­lendar fjár­festingar með á­herslu á skráð verð­bréf og mun styðja við stefnu sjóðsins um að veita er­lendum fjár­festingum meira vægi í ört vaxandi eigna­safni LSR.

Segir í til­kynningunni að Grétar hafi víð­tæka reynslu af greiningum og fjár­festingum og starfaði áður meðal annars hjá Al­menna líf­eyris­sjóðnum, Ís­lands­sjóðum, Glitni og Voda­fone. Hann er með BS-gráðu í við­skipta­fræði frá Há­skóla Ís­lands og MS-gráðu í fjár­málum frá Aarhus School of Business. Grétar hefur lokið prófi í verð­bréfa­við­skiptum.

Þá hefur sjóðurinn ráðið þau Haf­dísi Mist Berg­steins­dóttur og Jón Böðvars­son á sviðið staf­ræn þróun og rekstur. Ráðning þeirra er liður í aukinni á­herslu sjóðsins á nýtingu staf­rænna lausna í starf­semi sinni, bæði í þjónustu við sjóð­fé­laga og upp­byggingu innri kerfa, að því er segir í til­kynningunni.

Haf­dís er ráðin í stöðu sér­fræðings í hag­nýtingu gagna og kemur hún frá fyrir­tækinu Expectus, þar sem hún hafði starfað í tvö ár við gagna­vinnslu og þróun eftir að hafa lokið námi. Haf­dís er með MSc. gráðu í iðnaðar­verk­fræði og stjórnun frá DTU í Dan­mörku og BSc. gráðu í verk­fræði frá HÍ.

Jón er ráðinn í starf leiðandi for­ritara hjá sjóðnum. Jón hefur starfað við for­ritun síðustu fimm ár hjá Nanitor og Sam­skipum, en þar áður hafði hann m.a. unnið í tækni­veri Voda­fone. Jón er með BSc. gráðu í tölvunar­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×