Umdeildi forsetinn sagður ráða því hvort Ísland fari á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2023 12:30 Örlög stelpnanna okkar virðast vera í höndum Hassan Moustafa, forseta IHF. SAMSETT/HULDA MARGRÉT/Jan Woitas Þrátt fyrir að aðeins rétt rúm vika sé í að dregið verði í riðla fyrir heimsmeistaramót kvenna í handbolta þá hefur IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ekki enn gefið út hvort að Ísland fái sæti á mótinu. Ísland er á meðal þeirra þjóða sem að sóst hafa eftir þeim tveimur boðsætum (e. Wild Card) sem enn eru laus á mótinu, sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 29. nóvember til 17. desember. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er reiknað með svari frá IHF í þessari viku, eða strax eftir helgi, enda verður dregið í riðla í Gautaborg á fimmtudaginn í næstu viku. RÚV fjallar um þetta mál á vef sínum í dag og segir að svo virðist sem að ákvörðunin um sætin tvö sé háð geðþótta Hassan Moustafa, forseta IHF. Hinn 78 ára gamli Moustafa hefur verið forseti IHF frá aldamótum og verið vægast sagt umdeildur, og skoraði sambandið ekki hátt í greiningu fyrir samtökin Play The Game, sem vinna að því að uppræta spillingu í íþróttum, varðandi gagnsæi, lýðræðislega ferla og fleira. Íslenska landsliðið tapaði í umspili um HM-sæti gegn Ungverjalandi, samtals 59-49, en aðeins Austurríki tapaði með minni mun í umspilinu. Í grein RÚV segir að engar upplýsingar hafi fengist frá IHF um það hvaða þjóðir fái boðskortin tvö og hvenær ákvörðun liggi fyrir. Sérstakt ráð innan sambandsins, IHF Council, eigi að taka ákvörðunina en að samkvæmt heimildum RÚV komi það ráð ekki saman næst fyrr en í ágúst. Moustafa muni í raun taka ákvörðunina og bera undir nefndarfólk til samþykktar, með tölvupóstsamskiptum. Þá hefur RÚV einnig heimildir fyrir því að forysta HSÍ hafi hitt Moustafa í Köln fyrr í þessum mánuði, þegar úrslitin réðust í Meistaradeild Evrópu, og ítrekað umsókn sína um að komast á HM. Íslenska kvennalandsliðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 2011 í Brasilíu, þar sem liðið hafnaði í 12. sæti. HM 2023 í handbolta Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Ísland er á meðal þeirra þjóða sem að sóst hafa eftir þeim tveimur boðsætum (e. Wild Card) sem enn eru laus á mótinu, sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð 29. nóvember til 17. desember. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ er reiknað með svari frá IHF í þessari viku, eða strax eftir helgi, enda verður dregið í riðla í Gautaborg á fimmtudaginn í næstu viku. RÚV fjallar um þetta mál á vef sínum í dag og segir að svo virðist sem að ákvörðunin um sætin tvö sé háð geðþótta Hassan Moustafa, forseta IHF. Hinn 78 ára gamli Moustafa hefur verið forseti IHF frá aldamótum og verið vægast sagt umdeildur, og skoraði sambandið ekki hátt í greiningu fyrir samtökin Play The Game, sem vinna að því að uppræta spillingu í íþróttum, varðandi gagnsæi, lýðræðislega ferla og fleira. Íslenska landsliðið tapaði í umspili um HM-sæti gegn Ungverjalandi, samtals 59-49, en aðeins Austurríki tapaði með minni mun í umspilinu. Í grein RÚV segir að engar upplýsingar hafi fengist frá IHF um það hvaða þjóðir fái boðskortin tvö og hvenær ákvörðun liggi fyrir. Sérstakt ráð innan sambandsins, IHF Council, eigi að taka ákvörðunina en að samkvæmt heimildum RÚV komi það ráð ekki saman næst fyrr en í ágúst. Moustafa muni í raun taka ákvörðunina og bera undir nefndarfólk til samþykktar, með tölvupóstsamskiptum. Þá hefur RÚV einnig heimildir fyrir því að forysta HSÍ hafi hitt Moustafa í Köln fyrr í þessum mánuði, þegar úrslitin réðust í Meistaradeild Evrópu, og ítrekað umsókn sína um að komast á HM. Íslenska kvennalandsliðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 2011 í Brasilíu, þar sem liðið hafnaði í 12. sæti.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira