Hvalveiðibann byggt á misskilningi? Kristófer Már Maronsson skrifar 28. júní 2023 07:30 Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna. Hægt er að skrifa margar blaðsíður um hina ýmsu vankanta ákvörðunarinnar út frá mörgum sjónarhornum. Það er fyrst og fremst mögulegur misskilningur um réttindi starfsfólks sem áhersla verður lögð á í þessum pistli, enda þykir mér afdrif starfsfólksins það mikilvægasta í þessu máli - þó fleiri atriði skipti auðvitað máli. Ákvörðun byggð á misskilningi? Á fundi Verkalýðsfélags Akraness um hvalveiðibann lét matvælaráðherra eftirfarandi orð falla: „Eins og í öllum tilvikum þegar starfsemi er stöðvuð, vegna opinberra reglna sem um hana gilda, eða eins og í þessu tilviki þegar það liggur ekki fyrir að veiðar geti uppfyllt lagaskilyrði, þá veitir það ekki fyrirtækjum sjálfkrafa skjól til að hlaupast undan á öðrum sviðum og hýrudraga starfsmenn sína. Reglum vinnumarkaðarins þarf að fylgja, rétt eins og öðrum reglum, þar með talið reglum um dýravelferð. Réttindi á vinnumarkaði gufa ekki upp þó í ljós komi að ekki sé hægt að hefja starfsemi á ákveðnum tíma.” Af orðum ráðherra má álykta að hún telji Hval hf. eiga að greiða þeim starfsmönnum sem missa vinnuna laun þrátt fyrir að ekkert verði úr vertíðinni. Það hefur að mínu viti ekki komið skýrt fram hvort það sé staðreyndin, en ef svo er þá er um misskilning að ræða. Reglur vinnumarkaðarins eru almennt þannig að á fyrstu þremur mánuðum ótímabundins ráðningarsamnings er 7 daga uppsagnarfrestur. Í þessu tilfelli er þó ólíklegt að um ótímabundinn samning sé að ræða. Þar sem vertíð var ekki hafin er í raun nær útilokað að fólk hafi verið búið að undirrita ráðningarsamning yfir höfuð. Það eru því engin réttindi áunnin og engar skyldur sem Hvalur hf. hefur gagnvart vertíðarstarfsfólki. Fólk sem sagði upp starfi sínu fyrir vertíð eða tók sér leyfi getur ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Sumir keppast reyndar um að segja að atvinnuleysi sé svo lítið og fólk finni auðveldlega aðra vinnu. Vertíðarvinna hjá Hval er þó engin venjuleg vinna og útilokað er að finna aðra sambærilega í sumar. Það er búið að ráða í flest sumarstörf og í mörgum tilfellum er um að ræða námsmenn eða fólk sem tók sér leyfi frá annarri vinnu. Fólk stendur nú frammi fyrir því að reyna að finna sér sumarvinnu sem skilar kannski 20-40% af þeim tekjum sem fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá í sumar. Sumir höfðu einnig leigt út húsnæðið sitt yfir sumarið og eru samhliða tekjumissinum í húsnæðisvandræðum. Ákvörðunin snertir fleiri en starfsmenn Það eru ekki bara starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem munu finna fyrir ákvörðun ráðherra, þó að þeim blæði mest. Áætlað er að útsvarstap Akraneskaupstaðar, þar sem ég ól manninn, nemi nærri tvöföldum rekstrarhalla síðasta árs hjá sveitarfélaginu. Ákvörðun ráðherra kemur því ört vaxandi sveitarfélagi, og mögulega nágrönnunum í Hvalfjarðarsveit, í fjárhagsvandræði. Í þessum sveitarfélögum búa um tæplega 9.000 íbúar sem finna munu fyrir ákvörðuninni á næstu misserum. Ef ákvörðunin er m.a. byggð á ofangreindum misskilningi ráðherra, þá hlýtur að liggja beinast við að draga hana til baka strax. Matvælaráðherra verður að vinna fyrir alla landsmenn, þrátt fyrir að sækja umboð sitt til Reykjavíkur. Ég trúi því ekki að vægasta úrræðið feli í sér að koma tæplega 200 fjölskyldum og stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni í fjárhagsvandræði. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Hvalveiðar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna. Hægt er að skrifa margar blaðsíður um hina ýmsu vankanta ákvörðunarinnar út frá mörgum sjónarhornum. Það er fyrst og fremst mögulegur misskilningur um réttindi starfsfólks sem áhersla verður lögð á í þessum pistli, enda þykir mér afdrif starfsfólksins það mikilvægasta í þessu máli - þó fleiri atriði skipti auðvitað máli. Ákvörðun byggð á misskilningi? Á fundi Verkalýðsfélags Akraness um hvalveiðibann lét matvælaráðherra eftirfarandi orð falla: „Eins og í öllum tilvikum þegar starfsemi er stöðvuð, vegna opinberra reglna sem um hana gilda, eða eins og í þessu tilviki þegar það liggur ekki fyrir að veiðar geti uppfyllt lagaskilyrði, þá veitir það ekki fyrirtækjum sjálfkrafa skjól til að hlaupast undan á öðrum sviðum og hýrudraga starfsmenn sína. Reglum vinnumarkaðarins þarf að fylgja, rétt eins og öðrum reglum, þar með talið reglum um dýravelferð. Réttindi á vinnumarkaði gufa ekki upp þó í ljós komi að ekki sé hægt að hefja starfsemi á ákveðnum tíma.” Af orðum ráðherra má álykta að hún telji Hval hf. eiga að greiða þeim starfsmönnum sem missa vinnuna laun þrátt fyrir að ekkert verði úr vertíðinni. Það hefur að mínu viti ekki komið skýrt fram hvort það sé staðreyndin, en ef svo er þá er um misskilning að ræða. Reglur vinnumarkaðarins eru almennt þannig að á fyrstu þremur mánuðum ótímabundins ráðningarsamnings er 7 daga uppsagnarfrestur. Í þessu tilfelli er þó ólíklegt að um ótímabundinn samning sé að ræða. Þar sem vertíð var ekki hafin er í raun nær útilokað að fólk hafi verið búið að undirrita ráðningarsamning yfir höfuð. Það eru því engin réttindi áunnin og engar skyldur sem Hvalur hf. hefur gagnvart vertíðarstarfsfólki. Fólk sem sagði upp starfi sínu fyrir vertíð eða tók sér leyfi getur ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Sumir keppast reyndar um að segja að atvinnuleysi sé svo lítið og fólk finni auðveldlega aðra vinnu. Vertíðarvinna hjá Hval er þó engin venjuleg vinna og útilokað er að finna aðra sambærilega í sumar. Það er búið að ráða í flest sumarstörf og í mörgum tilfellum er um að ræða námsmenn eða fólk sem tók sér leyfi frá annarri vinnu. Fólk stendur nú frammi fyrir því að reyna að finna sér sumarvinnu sem skilar kannski 20-40% af þeim tekjum sem fólk hafði réttmætar væntingar til þess að fá í sumar. Sumir höfðu einnig leigt út húsnæðið sitt yfir sumarið og eru samhliða tekjumissinum í húsnæðisvandræðum. Ákvörðunin snertir fleiri en starfsmenn Það eru ekki bara starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem munu finna fyrir ákvörðun ráðherra, þó að þeim blæði mest. Áætlað er að útsvarstap Akraneskaupstaðar, þar sem ég ól manninn, nemi nærri tvöföldum rekstrarhalla síðasta árs hjá sveitarfélaginu. Ákvörðun ráðherra kemur því ört vaxandi sveitarfélagi, og mögulega nágrönnunum í Hvalfjarðarsveit, í fjárhagsvandræði. Í þessum sveitarfélögum búa um tæplega 9.000 íbúar sem finna munu fyrir ákvörðuninni á næstu misserum. Ef ákvörðunin er m.a. byggð á ofangreindum misskilningi ráðherra, þá hlýtur að liggja beinast við að draga hana til baka strax. Matvælaráðherra verður að vinna fyrir alla landsmenn, þrátt fyrir að sækja umboð sitt til Reykjavíkur. Ég trúi því ekki að vægasta úrræðið feli í sér að koma tæplega 200 fjölskyldum og stóru sveitarfélagi á landsbyggðinni í fjárhagsvandræði. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar