Kval(ið)kjöt Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 27. júní 2023 07:32 Eitt stærsta fréttamálið undanfarna daga hefur verið sú ákvörðun matvælaráðherra að fresta hvalveiðivertíð Hvals h/f fram í lok ágúst á þessu ári. Sú ákvörðun hefur verið bæði harðlega gagnrýnd en henni hefur einnig verið fagnað. Hvalveiðar hafa verið stundaðar í nokkur hundruð ár í kringum Ísland, af fjölmörgum Evrópuþjóðum og öðrum en okkur, t.d. Hollendingum, Spánverjum (Baskar) og Norðmönnum. Í hvölum var að finna lýsi og aðrar verðmætar afurðir. Lýsi var meðal annars notað í matvöru, sprengiefni, sápur og ilmefni. En svo kom rafmagn, jarðhiti og vatnsaflsvirkjanir, Ísland færðist inn í nútímann, sem og aðrar þjóðir, neysluvenjur breyttust, og hvalveiðar annarra þjóða hér við land hættu smám saman, eða um árið 1915 á síðustu öld. Nema hjá Hval h/f, en fyrirtækið var stofnað árið 1949 og hóf aftur hvalveiðar. Helsti eigandi þess nú er Kristján Loftsson, sem er sex árum eldri en fyrirtækið. Ýmislegt bendir til þess að hann hafi í gegnum tíðina haft sterk pólitísk ítök hér á landi, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins. Áratugina eftir stofnun Hvals h/f voru miklar veiðar í gangi á sumrin (hvalveiðar eru ekki heilsársstarfsemi) og fleiri hundruð dýr voru veidd þegar mest lét. Miklir tekjumöguleikar fylgdu hvalveiðunum. Hvalveiðar voru bannaðar árið 1989, en ,,vísindaveiðar“ hófust árið 2003 og þremur árum síðar voru veiðar leyfðar aftur hér á landi í atvinnuskyni. En það var einmitt Einar K.Guðfinnson, þáverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem skrifaði árið 2006 undir reglugerð sem leyfði hvalveiðar aftur í atvinnuskyni. Borða Íslendingar mikið af hvalkjöti? Samkvæmt könnun sem Gallup gerði árið 2016 sagðist aðeins 1,5% aðspurðra kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Ekki sést mikið af hvalkjöti í kjötborðum stórmarkaða á Íslandi. Neyslumynstur landans er allt annað nú en fyrir segjum, hálfri öld síðan. Neyslan í Japan hverfandi Okkur er sagt að það sé markaður fyrir hvalkjöt í Japan og af fréttum má skilja að Hvalur h/f sem Kristján Loftsson á, flytji allt sitt kjöt þangað. En hversu mikil er neyslan þar? Samkvæmt frétt á CNN, sem byggði á opinberum gögnum nam neysla á hvalkjöti í Japan árið 2021 alls 1000 tonnum. Á sama tíma var neysla á kjúklingi rúmlega tvær milljónir tonna og nautakjöti um 1.3 milljónir tonna. Neysla á hvalkjöti náði hámarki í Japan árið 1962, alls um 230.000 tonn, en neyslan á því tengdist á sínum tíma aukinni þörf fyrir prótein eftir seinni heimsstyrjöld, sem Japan fór mjög illa út úr. Það má því álykta að hvalkjötsneysla sé einungis brotabrot af fæðuinntöku Japana. En samkvæmt opinberum upplýsingum flutti Hvalur h/f út um 2500 tonn af hvalkjöti til Japan í fyrra, eða því næstum þrisvar sinnum ársneyslu ársins 2021, samkvæmt þessu. Í fréttum RÚV þann 24.júní síðastliðinn var rætt við japanskan háskólaprófessor á hvalaráðstefnu á Húsavík (Hvalasafninu), sem sagði vera skort á hvalkjöti til framleiðenda í Japan og að ,,vandamál“ myndu skapast á mörkuðum í Japan ef Ísland flytti ekki út hvalkjöt til landsins. Hverju á maður eiginlega að trúa? Er s.s. búið að borða allt hvalkjötið sem flutt var héðan í fyrra? Hefur hvalkjötsneysla Japana tekið skyndilegan kipp? Þetta er rannsóknarefni fyrir íslenska fjölmiðla. Umdeildar aðferðir helsta bitbein Mesti hitinn í kringum ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er í raun vegna þeirra aðferða sem notaðar eru til þess að taka hvalina af lífi. Dæmi eru um margra klukkutíma dauðastríð og eltingaleik við risaskepnu með skutul í skrokknum. Þá eru einnig dæmi um dýr sem slapp með skutul í sér og hefur ekki sést síðan. Það dýr átti væntanlega ekki sjö dagana sæla eftir það og hefur sennilega dáið hægum og kvalafullum dauðdaga. Þessir hlutir komu í ljós við opinbert eftirlit með veiðunum. Er það þetta sem við viljum? Viljum við bera ,,kvalið kjöt“ kjöt á borð fyrir aðrar þjóðir og selja það fullu verði? Er hægt að vera stoltur af slíkum útflutningi? Maður spyr sig. Fyrr á þessu ári fékk íslenskt lambakjöt sérstaka upprunavottun Evrópusambandsins, en slíka viðurkenningu fær aðeins kjöt sem er hágæða, alið og upprunnið hér á landi. Eykur þetta virði kjötsins og er allsherjar gæðastimpill. Flott fyrir íslenska bændur. Gæti íslenskt hvalkjöt fengið slíka vottun? Nei, það verður að segjast eins og er að það er afar fjarlægur möguleiki, hann er eiginlega úti á hafsauga. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta fréttamálið undanfarna daga hefur verið sú ákvörðun matvælaráðherra að fresta hvalveiðivertíð Hvals h/f fram í lok ágúst á þessu ári. Sú ákvörðun hefur verið bæði harðlega gagnrýnd en henni hefur einnig verið fagnað. Hvalveiðar hafa verið stundaðar í nokkur hundruð ár í kringum Ísland, af fjölmörgum Evrópuþjóðum og öðrum en okkur, t.d. Hollendingum, Spánverjum (Baskar) og Norðmönnum. Í hvölum var að finna lýsi og aðrar verðmætar afurðir. Lýsi var meðal annars notað í matvöru, sprengiefni, sápur og ilmefni. En svo kom rafmagn, jarðhiti og vatnsaflsvirkjanir, Ísland færðist inn í nútímann, sem og aðrar þjóðir, neysluvenjur breyttust, og hvalveiðar annarra þjóða hér við land hættu smám saman, eða um árið 1915 á síðustu öld. Nema hjá Hval h/f, en fyrirtækið var stofnað árið 1949 og hóf aftur hvalveiðar. Helsti eigandi þess nú er Kristján Loftsson, sem er sex árum eldri en fyrirtækið. Ýmislegt bendir til þess að hann hafi í gegnum tíðina haft sterk pólitísk ítök hér á landi, sérstaklega innan Sjálfstæðisflokksins. Áratugina eftir stofnun Hvals h/f voru miklar veiðar í gangi á sumrin (hvalveiðar eru ekki heilsársstarfsemi) og fleiri hundruð dýr voru veidd þegar mest lét. Miklir tekjumöguleikar fylgdu hvalveiðunum. Hvalveiðar voru bannaðar árið 1989, en ,,vísindaveiðar“ hófust árið 2003 og þremur árum síðar voru veiðar leyfðar aftur hér á landi í atvinnuskyni. En það var einmitt Einar K.Guðfinnson, þáverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem skrifaði árið 2006 undir reglugerð sem leyfði hvalveiðar aftur í atvinnuskyni. Borða Íslendingar mikið af hvalkjöti? Samkvæmt könnun sem Gallup gerði árið 2016 sagðist aðeins 1,5% aðspurðra kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Ekki sést mikið af hvalkjöti í kjötborðum stórmarkaða á Íslandi. Neyslumynstur landans er allt annað nú en fyrir segjum, hálfri öld síðan. Neyslan í Japan hverfandi Okkur er sagt að það sé markaður fyrir hvalkjöt í Japan og af fréttum má skilja að Hvalur h/f sem Kristján Loftsson á, flytji allt sitt kjöt þangað. En hversu mikil er neyslan þar? Samkvæmt frétt á CNN, sem byggði á opinberum gögnum nam neysla á hvalkjöti í Japan árið 2021 alls 1000 tonnum. Á sama tíma var neysla á kjúklingi rúmlega tvær milljónir tonna og nautakjöti um 1.3 milljónir tonna. Neysla á hvalkjöti náði hámarki í Japan árið 1962, alls um 230.000 tonn, en neyslan á því tengdist á sínum tíma aukinni þörf fyrir prótein eftir seinni heimsstyrjöld, sem Japan fór mjög illa út úr. Það má því álykta að hvalkjötsneysla sé einungis brotabrot af fæðuinntöku Japana. En samkvæmt opinberum upplýsingum flutti Hvalur h/f út um 2500 tonn af hvalkjöti til Japan í fyrra, eða því næstum þrisvar sinnum ársneyslu ársins 2021, samkvæmt þessu. Í fréttum RÚV þann 24.júní síðastliðinn var rætt við japanskan háskólaprófessor á hvalaráðstefnu á Húsavík (Hvalasafninu), sem sagði vera skort á hvalkjöti til framleiðenda í Japan og að ,,vandamál“ myndu skapast á mörkuðum í Japan ef Ísland flytti ekki út hvalkjöt til landsins. Hverju á maður eiginlega að trúa? Er s.s. búið að borða allt hvalkjötið sem flutt var héðan í fyrra? Hefur hvalkjötsneysla Japana tekið skyndilegan kipp? Þetta er rannsóknarefni fyrir íslenska fjölmiðla. Umdeildar aðferðir helsta bitbein Mesti hitinn í kringum ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er í raun vegna þeirra aðferða sem notaðar eru til þess að taka hvalina af lífi. Dæmi eru um margra klukkutíma dauðastríð og eltingaleik við risaskepnu með skutul í skrokknum. Þá eru einnig dæmi um dýr sem slapp með skutul í sér og hefur ekki sést síðan. Það dýr átti væntanlega ekki sjö dagana sæla eftir það og hefur sennilega dáið hægum og kvalafullum dauðdaga. Þessir hlutir komu í ljós við opinbert eftirlit með veiðunum. Er það þetta sem við viljum? Viljum við bera ,,kvalið kjöt“ kjöt á borð fyrir aðrar þjóðir og selja það fullu verði? Er hægt að vera stoltur af slíkum útflutningi? Maður spyr sig. Fyrr á þessu ári fékk íslenskt lambakjöt sérstaka upprunavottun Evrópusambandsins, en slíka viðurkenningu fær aðeins kjöt sem er hágæða, alið og upprunnið hér á landi. Eykur þetta virði kjötsins og er allsherjar gæðastimpill. Flott fyrir íslenska bændur. Gæti íslenskt hvalkjöt fengið slíka vottun? Nei, það verður að segjast eins og er að það er afar fjarlægur möguleiki, hann er eiginlega úti á hafsauga. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun