Allir tapa á verðbólgunni Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 26. júní 2023 13:01 Eftir að verðbólga tók við sér hefur skapast umræða um orsakir hennar og hvort ekki væri hægt að halda henni í skefjum ef fyrirtæki myndu einungis sleppa því að hækka verð. Ef þau gerðu það væri jú engin verðbólga og málið væntanlega leyst, eða hvað? Mikil tekjuaukning fyrirtækja skýrist af aukinni neyslu Nýjustu gögn um rekstur fyrirtækja í hagkerfinu í heild ná aðeins til 2021 en þau segja sína sögu hvað varðar hina óvenjulegu þróun á tímabili heimsfaraldurs. Ferðalög lágu að mestu niðri á árunum 2020-2021 og samkomutakmarkanir ríktu víða í samfélaginu. Á sama tíma lækkuðu vextir skarpt, launahækkanir voru miklar og ýmis úrræði yfirvalda tryggðu afkomu heimila og fyrirtækja. Því byggðist skyndilega upp mikill sparnaður sem fann sér farveg í innlendri neyslu. Á árinu 2021 jókst einkaneysla um 7% að raunvirði, það er að segja án áhrifa verðlagsbreytinga. Íslenskar verslanir nutu tímabundið góðs af þessu ástandi. Til viðbótar við aukna veltu á dagvörumarkaði nýttu margir tækifærið til að fjárfesta í nýjum heimilisbúnaði, bifreiðum eða viðhaldi ýmiss konar. Eðli máls samkvæmt leiddi þetta óvenjulega ástand til mikillar tekjuaukningar hjá mörgum fyrirtækjum sem starfa á innanlandsmarkaði. En á meðan tekjur heildsala og smásala jukust um 14% nam verðbólga, án húsnæðisliðarins, hins vegar ekki nema 3,8%. Bætt afkoma þessara fyrirtækja skýrðist því ekki af hærra vöruverði, heldur auknum umsvifum vegna góðrar stöðu heimilanna. Fleira kom til á árinu 2021 sem vann með fyrirtækjum. Fjármagnskostnaður lækkaði verulega með lækkun stýrivaxta sem skilaði sér í bættri afkomu. Hins vegar vógu aðrir þættir á móti, svo sem hækkandi aðfanga- og launakostnaður. Staðan er gjörbreytt Þó ekki séu komin fram sambærileg gögn um rekstrarafkomu fyrirtækja fyrir 2022 má gera ráð fyrir að tekjuaukning hafi áfram verið mikil, enda mældist jafnvel enn sterkari vöxtur einkaneyslu á árinu 2022 heldur en 2021. Önnur þróun var fyrirtækjum hins vegar ekki hagfelld. Fjármagnskostnaður hefur margfaldast vegna hækkunar stýrivaxta Verðbólga hefur verið mikil í viðskiptalöndum og aðfangakostnaður því hækkað verulega Launavísitalan hefur verið í miklum hækkunartakti Allt þetta þýðir að helstu kostnaðarliðir fyrirtækja hafa verið að hækka verulega frá árinu 2022, ólíkt þróuninni sem var á árunum 2020-2021. Sjá má á uppgjörum skráðra félaga að verulegur þrýstingur hefur verið á afkomu þeirra vegna ört hækkandi kostnaðar. Til að mynda skilaði Festi, sem rekur meðal annars verslanir Elko, Krónunnar og N1, tapi á seinasta ársfjórðungi. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að hagnaður íslenskra fyrirtækja hafi aldrei verið meiri. Vert er að hafa í huga í þessu samhengi að stærstu eigendur skráðra félaga eru lífeyrissjóðir og ekkert fagnaðarefni þegar afkoma íslenskra fyrirtækja er ekki góð. Jafnvel þótt verulegra hækkana sé enn að gæta í aðfangaverði er launaliðurinn þrátt fyrir allt sá liður sem fyrirtæki telja nú setja mestan þrýsting til hækkunar verðlags. Þegar hefur mikil hagræðing átt sér stað, á borð við aukna sjálfvirknivæðingu, til að koma til móts við krefjandi rekstrarástand. Við núverandi kringumstæður hækkandi kostnaðar og þrýstings á afkomu fyrirtækja er erfitt að sjá annað en að frekari kostnaðarauki á borð við miklar launahækkanir muni skila sér að miklu leyti út í verðlagið, eins og greiningar Seðlabankans hafa raunar sýnt. Krefjandi aðstæður leiða til verðbólgu Eðlilega hafa margir velt vöngum yfir því hvort hagnaður fyrirtækja skýrist ekki fyrst og fremst af hærra verðlagi. Gögnin renna hins vegar ekki stoðum undir þá staðhæfingu. Þvert á móti tók verð ekki að hækka fyrr en kostnaður, þar með talið vegna mikilla launahækkana, tók að aukast verulega og setja þrýsting á afkomu. Efnahagslegar aðstæður eru þess eðlis að áframhaldandi launahækkanir í þeim takti sem verið hefur munu einfaldlega skila sér í hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Aðilar vinnumarkaðar geta haft áhrif á þessa þróun með samningum sín á milli. Þar þarf að horfa fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt. Það væri sannanlega allra hagur. Höfundur er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Verðlag Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að verðbólga tók við sér hefur skapast umræða um orsakir hennar og hvort ekki væri hægt að halda henni í skefjum ef fyrirtæki myndu einungis sleppa því að hækka verð. Ef þau gerðu það væri jú engin verðbólga og málið væntanlega leyst, eða hvað? Mikil tekjuaukning fyrirtækja skýrist af aukinni neyslu Nýjustu gögn um rekstur fyrirtækja í hagkerfinu í heild ná aðeins til 2021 en þau segja sína sögu hvað varðar hina óvenjulegu þróun á tímabili heimsfaraldurs. Ferðalög lágu að mestu niðri á árunum 2020-2021 og samkomutakmarkanir ríktu víða í samfélaginu. Á sama tíma lækkuðu vextir skarpt, launahækkanir voru miklar og ýmis úrræði yfirvalda tryggðu afkomu heimila og fyrirtækja. Því byggðist skyndilega upp mikill sparnaður sem fann sér farveg í innlendri neyslu. Á árinu 2021 jókst einkaneysla um 7% að raunvirði, það er að segja án áhrifa verðlagsbreytinga. Íslenskar verslanir nutu tímabundið góðs af þessu ástandi. Til viðbótar við aukna veltu á dagvörumarkaði nýttu margir tækifærið til að fjárfesta í nýjum heimilisbúnaði, bifreiðum eða viðhaldi ýmiss konar. Eðli máls samkvæmt leiddi þetta óvenjulega ástand til mikillar tekjuaukningar hjá mörgum fyrirtækjum sem starfa á innanlandsmarkaði. En á meðan tekjur heildsala og smásala jukust um 14% nam verðbólga, án húsnæðisliðarins, hins vegar ekki nema 3,8%. Bætt afkoma þessara fyrirtækja skýrðist því ekki af hærra vöruverði, heldur auknum umsvifum vegna góðrar stöðu heimilanna. Fleira kom til á árinu 2021 sem vann með fyrirtækjum. Fjármagnskostnaður lækkaði verulega með lækkun stýrivaxta sem skilaði sér í bættri afkomu. Hins vegar vógu aðrir þættir á móti, svo sem hækkandi aðfanga- og launakostnaður. Staðan er gjörbreytt Þó ekki séu komin fram sambærileg gögn um rekstrarafkomu fyrirtækja fyrir 2022 má gera ráð fyrir að tekjuaukning hafi áfram verið mikil, enda mældist jafnvel enn sterkari vöxtur einkaneyslu á árinu 2022 heldur en 2021. Önnur þróun var fyrirtækjum hins vegar ekki hagfelld. Fjármagnskostnaður hefur margfaldast vegna hækkunar stýrivaxta Verðbólga hefur verið mikil í viðskiptalöndum og aðfangakostnaður því hækkað verulega Launavísitalan hefur verið í miklum hækkunartakti Allt þetta þýðir að helstu kostnaðarliðir fyrirtækja hafa verið að hækka verulega frá árinu 2022, ólíkt þróuninni sem var á árunum 2020-2021. Sjá má á uppgjörum skráðra félaga að verulegur þrýstingur hefur verið á afkomu þeirra vegna ört hækkandi kostnaðar. Til að mynda skilaði Festi, sem rekur meðal annars verslanir Elko, Krónunnar og N1, tapi á seinasta ársfjórðungi. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að hagnaður íslenskra fyrirtækja hafi aldrei verið meiri. Vert er að hafa í huga í þessu samhengi að stærstu eigendur skráðra félaga eru lífeyrissjóðir og ekkert fagnaðarefni þegar afkoma íslenskra fyrirtækja er ekki góð. Jafnvel þótt verulegra hækkana sé enn að gæta í aðfangaverði er launaliðurinn þrátt fyrir allt sá liður sem fyrirtæki telja nú setja mestan þrýsting til hækkunar verðlags. Þegar hefur mikil hagræðing átt sér stað, á borð við aukna sjálfvirknivæðingu, til að koma til móts við krefjandi rekstrarástand. Við núverandi kringumstæður hækkandi kostnaðar og þrýstings á afkomu fyrirtækja er erfitt að sjá annað en að frekari kostnaðarauki á borð við miklar launahækkanir muni skila sér að miklu leyti út í verðlagið, eins og greiningar Seðlabankans hafa raunar sýnt. Krefjandi aðstæður leiða til verðbólgu Eðlilega hafa margir velt vöngum yfir því hvort hagnaður fyrirtækja skýrist ekki fyrst og fremst af hærra verðlagi. Gögnin renna hins vegar ekki stoðum undir þá staðhæfingu. Þvert á móti tók verð ekki að hækka fyrr en kostnaður, þar með talið vegna mikilla launahækkana, tók að aukast verulega og setja þrýsting á afkomu. Efnahagslegar aðstæður eru þess eðlis að áframhaldandi launahækkanir í þeim takti sem verið hefur munu einfaldlega skila sér í hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Aðilar vinnumarkaðar geta haft áhrif á þessa þróun með samningum sín á milli. Þar þarf að horfa fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt. Það væri sannanlega allra hagur. Höfundur er starfandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun