Geðsjúklingur deyr Magnús Sigurðsson skrifar 24. júní 2023 07:01 Fljótlega eftir stofnun geðspítalans á Kleppi árið 1907 hafði starfsemin þar sprengt húsnæðið utan af sér. Því var opnað eins konar útibú við spítalann, hinn svokallaði Litli-Kleppur, sem hýsti um 10 sjúklinga í senn í hrörlegu bráðabirgðahúsnæði við Laufásveg. Forstöðumaður Litla-Klepps var um skeið Guðmundur Sigurjónsson, landsfrægur glímukappi og áberandi baráttumaður í hreyfingu reykvískra góðtemplara. Snemma fóru þó að heyrast sögur um að glímukappinn fyrrverandi færi heldur hörðum höndum um skjólstæðinga sína. Og þar kom að ávirðingarnar sem hafði verið hvíslað um rötuðu á síður blaðanna. Árið 1923 lýsti maður að nafni Ingvar Sigurðsson aðförunum í grein sinni „Geðveikrahælið á „Litla Kleppi““. Þar segir meðal annars: Svo, ef sjúklingur skvaldrar af órósemi hungurs og geðbilunar, er hann tekinn, bundnar hendur fyrir bak aftur og vægðarlaust stungið upp í munninn kefli, sem binda skal einnig aftur fyrir hnakkann. […] Svo, ef einhver af geðbilun sinni sýnir mótþróa, þá er lækningin sú að reka löðrung sinn á hvorn vanga æ ofan í æ […] og er ei nokkur neisti af mannúð í að láta svona ólærðan flumbrara hafa svona starf til meðferðar, sem er forblindaður um að kæra sig um að vita, hve vont hann er að vinna. Grein Ingvars svaraði Guðmundur með því að hóta honum málsókn vegna meiðyrða, en virðist ekki hafa gert alvöru úr þeim hótunum. Hins vegar var Guðmundur sjálfur ákærður snemma árs 1924 fyrir ómannúðlega meðferð á vistmönnum Litla-Klepps. Við réttarhöldin viðurkenndi hann að hafa slegið sjúklingana utan undir, en neitaði að hafa beitt ónauðsynlegu ofbeldi til að hafa tilhlýðilega stjórn á mannskapnum. Í sem stystu máli tók rétturinn undir þau sjónarmið, og var Guðmundur Sigurjónsson sýknaður af öllum ásökunum um misbeitingu valds með eftirfarandi rökum: Það er öllum vitanlegt sem nokkuð þekkja til brjálaðra manna að oft verður að beita hörku við þá og jafnvel láta þá kenna aflsmunar, er því erfitt að segja hvenær of langt sé farið í þeim efnum og hvenær hefði mátt komast af með minni hörku. Nákvæmlega hversu langt má fara í þeim efnum, hversu mikilli hörku má beita við meðhöndlun „brjálaðra manna“ og hversu mikils afslmunar það má láta hina geðsjúku kenna án þess að þeir sem ofbeldinu beita séu dregnir til ábyrgðar, það vitum við aftur á móti núna, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hjúkrunarfræðing sem með hörku sinni og misbeitingu valds olli dauða konu á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Ofbeldi gegn geðsjúkum, hvort heldur sem er á geðdeild Landspítalans árið 2023 eða á Litla-Kleppi árið 1923, er eftir sem áður refsilaus verknaður. Jafnvel þegar ofbeldið veldur dauða. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fljótlega eftir stofnun geðspítalans á Kleppi árið 1907 hafði starfsemin þar sprengt húsnæðið utan af sér. Því var opnað eins konar útibú við spítalann, hinn svokallaði Litli-Kleppur, sem hýsti um 10 sjúklinga í senn í hrörlegu bráðabirgðahúsnæði við Laufásveg. Forstöðumaður Litla-Klepps var um skeið Guðmundur Sigurjónsson, landsfrægur glímukappi og áberandi baráttumaður í hreyfingu reykvískra góðtemplara. Snemma fóru þó að heyrast sögur um að glímukappinn fyrrverandi færi heldur hörðum höndum um skjólstæðinga sína. Og þar kom að ávirðingarnar sem hafði verið hvíslað um rötuðu á síður blaðanna. Árið 1923 lýsti maður að nafni Ingvar Sigurðsson aðförunum í grein sinni „Geðveikrahælið á „Litla Kleppi““. Þar segir meðal annars: Svo, ef sjúklingur skvaldrar af órósemi hungurs og geðbilunar, er hann tekinn, bundnar hendur fyrir bak aftur og vægðarlaust stungið upp í munninn kefli, sem binda skal einnig aftur fyrir hnakkann. […] Svo, ef einhver af geðbilun sinni sýnir mótþróa, þá er lækningin sú að reka löðrung sinn á hvorn vanga æ ofan í æ […] og er ei nokkur neisti af mannúð í að láta svona ólærðan flumbrara hafa svona starf til meðferðar, sem er forblindaður um að kæra sig um að vita, hve vont hann er að vinna. Grein Ingvars svaraði Guðmundur með því að hóta honum málsókn vegna meiðyrða, en virðist ekki hafa gert alvöru úr þeim hótunum. Hins vegar var Guðmundur sjálfur ákærður snemma árs 1924 fyrir ómannúðlega meðferð á vistmönnum Litla-Klepps. Við réttarhöldin viðurkenndi hann að hafa slegið sjúklingana utan undir, en neitaði að hafa beitt ónauðsynlegu ofbeldi til að hafa tilhlýðilega stjórn á mannskapnum. Í sem stystu máli tók rétturinn undir þau sjónarmið, og var Guðmundur Sigurjónsson sýknaður af öllum ásökunum um misbeitingu valds með eftirfarandi rökum: Það er öllum vitanlegt sem nokkuð þekkja til brjálaðra manna að oft verður að beita hörku við þá og jafnvel láta þá kenna aflsmunar, er því erfitt að segja hvenær of langt sé farið í þeim efnum og hvenær hefði mátt komast af með minni hörku. Nákvæmlega hversu langt má fara í þeim efnum, hversu mikilli hörku má beita við meðhöndlun „brjálaðra manna“ og hversu mikils afslmunar það má láta hina geðsjúku kenna án þess að þeir sem ofbeldinu beita séu dregnir til ábyrgðar, það vitum við aftur á móti núna, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hjúkrunarfræðing sem með hörku sinni og misbeitingu valds olli dauða konu á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Ofbeldi gegn geðsjúkum, hvort heldur sem er á geðdeild Landspítalans árið 2023 eða á Litla-Kleppi árið 1923, er eftir sem áður refsilaus verknaður. Jafnvel þegar ofbeldið veldur dauða. Höfundur er rithöfundur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun