Hæg er leið til Helvítis, hallar undan fæti Birgir Dýrfjörð skrifar 20. júní 2023 12:01 Fyrir margt löngu var mikið rætt á Íslandi um um áfengt öl (bjór). Ég sat þá á Alþingi og talað gegn áfengu öli. Helstu rök mín voru reynsla annarra þjóða. Ég birti hér þau rök. Þau voru staðfest af Áfengisráði. Ég bendi á, að dæmin sem ég tiltók eru nú orðin vel þrjátíu ára, um leið bendi ég á, að margt af unga fólkinu, sem ég hafði áhyggjur af þá er nú foreldrar unga fólksins, sem ölvíman ógnar í dag. Það breytir þó ekki því að hrif áfengis á einstaklinga og samfélag eru óbreytt frá því sem var fyrir þrjátíu árum. Því voru staðreyndir í ræðu minni þá jafngildar í flestu því ástandi sem er í dag. Úr ræðu minni á Alþingi Háttvirtur forseti: Aukin áfengisneysla, yrði samkvæmt alþjóðarannsóknum ávísun á aukið heilsufarslegt og efnahagslegt og félagslegt tjón. Aukin áfengisneysla opnar leið fyrir þá plágu sem við öll óttumst og enginn getur bætt. Ég er hér að tala um þann stóraukna skaða af neyslu vímuefna, sem fæsta hefur órað fyrir. Staðreyndir um skaða öldrykkju - sannaðar með mannslífum Á árunum 1958–1978 fjórfaldaðist drykkja í Danmörku. Niðurstöður rannsókna sýndu að alvarlegustu fylgisjúkdómar drykkju, þ.e. skorpulifur og briskirtilsbólga, fjórfölduðust einnig, en dánarlíkur af þessum sjúkdómum eru svipaðar og gerist um flestar tegundir krabbameins. Í skýrslu tryggingastofnunar danska ríkisins fyrir 1980 kemur fram að 52% þeirra karla sem eru öryrkjar í Kaupmannahöfn eru það eingöngu vegna drykkjuskapar. Áfengisneysla kvenna hefur aukist gífurlega og nú er svo komið fyrir Dönum, að áfengisneysla móður á meðgöngutíma er orðin jafn algeng orsök greindarskerðingar eða algengari, en mongólismi hefur nokkurn tíma verið. Danir eru sú þjóð sem hefur hvað flest sjúkrarúm á hverja þúsund íbúa, en í meira en helmingi sjúkrarúma í Danmörku er fólk með áfengistengda sjúkdóma. Ofneysla bjórs í Danmörku er algeng meðal barna þar í landi og ofdrykkja skólabarna stórfellt vandamál. Við rannsókn sem danskir geðlæknar stóðu fyrir kom í ljós að ölkær skólabörn 14 ára drekka nú meira en nokkru sinni fyrr. Tíundi hver unglingur í þessum aldursflokki mun verða fyrir alvarlega skaðlegum áhrifum á þroska heilans af þessari ölneyslu. Ég spyr, eru Íslenskir unglingar öðruvísi en danskir - Er áfenga ölið áhættunnar virði? Geta eða vilja þau ekki, sem versla sér bjór lagt á sig þau óþægindi, að kaupa hann í sérverslun, ef þannig má draga úr, ótímabærum ævilokum, sem rekja má til ölvímu? Slysatíðni og skorpulifur. Háskólinn í Hamborg lét í sjö ár rannsaka áfengismagn í blóði manna sem lentu í vinnuslysum. Af þeim voru 85% með 1,5% eða meira af áfengi í blóðinu. Gæti það verið eins hér eða erum við öðruvísi? Árið 1985 birtu þrír franskir vísindamenn grein um rannsókn sína á áfengisneyslu og skorpulifur. Sú niðurstaða af rannsókn þeirra sem kom hvað mest á óvart er, að öldrykkjumenn virðast í meiri hættu að fá þennan banvæna sjúkdóm en þeir sem neyta víns og sterkra drykkja. Öl og ofdrykkja Í Belgíu eru 95% allra drykkjusjúklinga öldrykkjumenn, þ.e. menn sem drekka helst ekki aðra áfenga drykki en öl, og 66% í Bretlandi. Það hefur lengi lifað sú kenning, að alkóhólismi, áfengissýki, komi af því að menn drekki sig ofurölvi. Staðreyndin er sú að það er sídrykkjan, litli daglegi skammturinn sem er hættulegastur. Þess vegna eru niðurstöður Belgíumanna að 95% af ofdrykkjumönnum eru öldrykkjumenn. Aukið aðgengi að víni. Sporin hræða. Sala milliöls, sama öls og við erum að fjalla um hér, var leyfð í Svíþjóð 1965. Þeir sem fyrir því börðust trúðu því, eins og margir hér á landi, að áfengt öl drægi úr neyslu sterkra drykkja og breytti drykkjusiðum til batnaðar. Reynslan varð þveröfug. Unglinga- og barnadrykkja jókst gífurlega og sænska þingið bannaði framleiðslu og sölu milliöls af illri reynslu. Finnar leyfðu 1968 sölu á áfengu öli, sams konar og við erum að fjalla um hér. Á sex árum jókst áfengisneysla þeirra um 146% á öli og sterkum drykkjum. 146% Ölvíman opnar hættulegri efnum greiða leið. Í Noregi komu fram þær staðreyndartölur að fjórði hver táningur sem neytir öls leiðist yfir í neyslu á öðrum vímuefnum. Og í öllum þessum löndum er það reynslan að í ölvímunni voru hörðu efnin fyrst prófuð. T.d.Kókaín, amfetamín eða krassandi læknadóp. Í gáleysi ölvímunnar byrjuðu forvitin ungmenni fyrst að fikta við önnur hættuleg efni, sem oft reynast vera dauðagildra. Hættulegast þessara efna í dag er ópíóíðar. Á Vatnajökli í vor meiddist kona á fæti. Tvær björgunarsveitir fóru að sækja hana, og fjölmiðlar fluttu margar fréttir. Ferðin tókst vel og allir glöddust. Það sem af er þessu ári hafa meira en 40 manneskjur látið lífið vegna ópíóíða. Spurt er: Hvar er fólkið sem getur skapað þjóðarvakningu að verjast þessum voða? Hvar er forusta íþróttafélaga? Forusta ungmennafélaga. Forusta uppeldisstétta. Hvar eru kennarar og skólastjórar? - Hvar er forustufólk stjórnmálaflokka. Forusta launþegasamtaka. Hvar er forustufólk þeirra tuga eða hundraða samtaka, sem gætu komið að þjóðarvakningu gegn þeim lífsháska sem vímuefnin eru? Hvar er samkennd hvers og eins? Rísum nú upp öll sem eitt og stöðvum sláfselsk áform um aukið aðgengi að vímuefnum. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Áfengi og tóbak Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu var mikið rætt á Íslandi um um áfengt öl (bjór). Ég sat þá á Alþingi og talað gegn áfengu öli. Helstu rök mín voru reynsla annarra þjóða. Ég birti hér þau rök. Þau voru staðfest af Áfengisráði. Ég bendi á, að dæmin sem ég tiltók eru nú orðin vel þrjátíu ára, um leið bendi ég á, að margt af unga fólkinu, sem ég hafði áhyggjur af þá er nú foreldrar unga fólksins, sem ölvíman ógnar í dag. Það breytir þó ekki því að hrif áfengis á einstaklinga og samfélag eru óbreytt frá því sem var fyrir þrjátíu árum. Því voru staðreyndir í ræðu minni þá jafngildar í flestu því ástandi sem er í dag. Úr ræðu minni á Alþingi Háttvirtur forseti: Aukin áfengisneysla, yrði samkvæmt alþjóðarannsóknum ávísun á aukið heilsufarslegt og efnahagslegt og félagslegt tjón. Aukin áfengisneysla opnar leið fyrir þá plágu sem við öll óttumst og enginn getur bætt. Ég er hér að tala um þann stóraukna skaða af neyslu vímuefna, sem fæsta hefur órað fyrir. Staðreyndir um skaða öldrykkju - sannaðar með mannslífum Á árunum 1958–1978 fjórfaldaðist drykkja í Danmörku. Niðurstöður rannsókna sýndu að alvarlegustu fylgisjúkdómar drykkju, þ.e. skorpulifur og briskirtilsbólga, fjórfölduðust einnig, en dánarlíkur af þessum sjúkdómum eru svipaðar og gerist um flestar tegundir krabbameins. Í skýrslu tryggingastofnunar danska ríkisins fyrir 1980 kemur fram að 52% þeirra karla sem eru öryrkjar í Kaupmannahöfn eru það eingöngu vegna drykkjuskapar. Áfengisneysla kvenna hefur aukist gífurlega og nú er svo komið fyrir Dönum, að áfengisneysla móður á meðgöngutíma er orðin jafn algeng orsök greindarskerðingar eða algengari, en mongólismi hefur nokkurn tíma verið. Danir eru sú þjóð sem hefur hvað flest sjúkrarúm á hverja þúsund íbúa, en í meira en helmingi sjúkrarúma í Danmörku er fólk með áfengistengda sjúkdóma. Ofneysla bjórs í Danmörku er algeng meðal barna þar í landi og ofdrykkja skólabarna stórfellt vandamál. Við rannsókn sem danskir geðlæknar stóðu fyrir kom í ljós að ölkær skólabörn 14 ára drekka nú meira en nokkru sinni fyrr. Tíundi hver unglingur í þessum aldursflokki mun verða fyrir alvarlega skaðlegum áhrifum á þroska heilans af þessari ölneyslu. Ég spyr, eru Íslenskir unglingar öðruvísi en danskir - Er áfenga ölið áhættunnar virði? Geta eða vilja þau ekki, sem versla sér bjór lagt á sig þau óþægindi, að kaupa hann í sérverslun, ef þannig má draga úr, ótímabærum ævilokum, sem rekja má til ölvímu? Slysatíðni og skorpulifur. Háskólinn í Hamborg lét í sjö ár rannsaka áfengismagn í blóði manna sem lentu í vinnuslysum. Af þeim voru 85% með 1,5% eða meira af áfengi í blóðinu. Gæti það verið eins hér eða erum við öðruvísi? Árið 1985 birtu þrír franskir vísindamenn grein um rannsókn sína á áfengisneyslu og skorpulifur. Sú niðurstaða af rannsókn þeirra sem kom hvað mest á óvart er, að öldrykkjumenn virðast í meiri hættu að fá þennan banvæna sjúkdóm en þeir sem neyta víns og sterkra drykkja. Öl og ofdrykkja Í Belgíu eru 95% allra drykkjusjúklinga öldrykkjumenn, þ.e. menn sem drekka helst ekki aðra áfenga drykki en öl, og 66% í Bretlandi. Það hefur lengi lifað sú kenning, að alkóhólismi, áfengissýki, komi af því að menn drekki sig ofurölvi. Staðreyndin er sú að það er sídrykkjan, litli daglegi skammturinn sem er hættulegastur. Þess vegna eru niðurstöður Belgíumanna að 95% af ofdrykkjumönnum eru öldrykkjumenn. Aukið aðgengi að víni. Sporin hræða. Sala milliöls, sama öls og við erum að fjalla um hér, var leyfð í Svíþjóð 1965. Þeir sem fyrir því börðust trúðu því, eins og margir hér á landi, að áfengt öl drægi úr neyslu sterkra drykkja og breytti drykkjusiðum til batnaðar. Reynslan varð þveröfug. Unglinga- og barnadrykkja jókst gífurlega og sænska þingið bannaði framleiðslu og sölu milliöls af illri reynslu. Finnar leyfðu 1968 sölu á áfengu öli, sams konar og við erum að fjalla um hér. Á sex árum jókst áfengisneysla þeirra um 146% á öli og sterkum drykkjum. 146% Ölvíman opnar hættulegri efnum greiða leið. Í Noregi komu fram þær staðreyndartölur að fjórði hver táningur sem neytir öls leiðist yfir í neyslu á öðrum vímuefnum. Og í öllum þessum löndum er það reynslan að í ölvímunni voru hörðu efnin fyrst prófuð. T.d.Kókaín, amfetamín eða krassandi læknadóp. Í gáleysi ölvímunnar byrjuðu forvitin ungmenni fyrst að fikta við önnur hættuleg efni, sem oft reynast vera dauðagildra. Hættulegast þessara efna í dag er ópíóíðar. Á Vatnajökli í vor meiddist kona á fæti. Tvær björgunarsveitir fóru að sækja hana, og fjölmiðlar fluttu margar fréttir. Ferðin tókst vel og allir glöddust. Það sem af er þessu ári hafa meira en 40 manneskjur látið lífið vegna ópíóíða. Spurt er: Hvar er fólkið sem getur skapað þjóðarvakningu að verjast þessum voða? Hvar er forusta íþróttafélaga? Forusta ungmennafélaga. Forusta uppeldisstétta. Hvar eru kennarar og skólastjórar? - Hvar er forustufólk stjórnmálaflokka. Forusta launþegasamtaka. Hvar er forustufólk þeirra tuga eða hundraða samtaka, sem gætu komið að þjóðarvakningu gegn þeim lífsháska sem vímuefnin eru? Hvar er samkennd hvers og eins? Rísum nú upp öll sem eitt og stöðvum sláfselsk áform um aukið aðgengi að vímuefnum. Höfundur er rafvirki.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar