Skoðar að selja áfengi til matvöruverslana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2023 16:47 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Ölgerðarinnar segir að fyrirtækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja áfengi til matvöruverslana í kjölfar yfirlýsingar ráðherra um lögmæti sölunnar. Ölgerðin hefur hingað til ekki selt áfengi til netverslana vegna óvissu um lögmæti hennar. „Við tókum þann pól í hæðina að á meðan það liggur vafi á lögmæti vefverslana að þá myndum við ekki selja slíkum verslunum áfengi. Hins vegar í kjölfarið á yfirlýsingu ráðherra þá hljótum við að endurskoða það,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar í samtali við Vísi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lét hafa eftir sér í gær að hann gæti ekki dregið aðra ályktun en þá að netverslun með áfengi væri lögmæt. Costco og Hagkaup eru meðal verslana sem hafa tilkynnt að þær hyggist hefja sölu á áfengi í netverslunum og þá hefur mbl.is eftir forstjóra Samkaupa að Nettó muni ekki geta setið á hliðarlínunni á meðan og muni því gera slíkt hið sama. Andri Þór segir að Ölgerðin hafi hingað til unnið eftir áliti sem Félag atvinnurekenda hafi óskað eftir og bárust í bréfi frá dómsmálaráðuneytinu. „Þar var tekinn af allur vafi um það að innlend vefverslun með áfengi væri ólögleg og það var á þeim grunni sem við tókum þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Yfirlýsing ráðherra setji málin í annað samhengi. Ölgerðin hefur hingað til selt Costco áfengi og segir Andri spurður að fyrirtækið muni halda sínu striki. „Við seljum bara til þeirra sem hafa til þess tilskilin leyfi. En við munum leggjast yfir þetta með okkar lögfræðingum og endurskoða okkar stefnu í þessum málum.“ Ölgerðin Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
„Við tókum þann pól í hæðina að á meðan það liggur vafi á lögmæti vefverslana að þá myndum við ekki selja slíkum verslunum áfengi. Hins vegar í kjölfarið á yfirlýsingu ráðherra þá hljótum við að endurskoða það,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar í samtali við Vísi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lét hafa eftir sér í gær að hann gæti ekki dregið aðra ályktun en þá að netverslun með áfengi væri lögmæt. Costco og Hagkaup eru meðal verslana sem hafa tilkynnt að þær hyggist hefja sölu á áfengi í netverslunum og þá hefur mbl.is eftir forstjóra Samkaupa að Nettó muni ekki geta setið á hliðarlínunni á meðan og muni því gera slíkt hið sama. Andri Þór segir að Ölgerðin hafi hingað til unnið eftir áliti sem Félag atvinnurekenda hafi óskað eftir og bárust í bréfi frá dómsmálaráðuneytinu. „Þar var tekinn af allur vafi um það að innlend vefverslun með áfengi væri ólögleg og það var á þeim grunni sem við tókum þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Yfirlýsing ráðherra setji málin í annað samhengi. Ölgerðin hefur hingað til selt Costco áfengi og segir Andri spurður að fyrirtækið muni halda sínu striki. „Við seljum bara til þeirra sem hafa til þess tilskilin leyfi. En við munum leggjast yfir þetta með okkar lögfræðingum og endurskoða okkar stefnu í þessum málum.“
Ölgerðin Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00
Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. 14. júní 2023 15:51
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun