Viðskipti innlent

Skoðar að selja á­fengi til mat­vöru­verslana

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm

For­stjóri Öl­gerðarinnar segir að fyrir­tækið geti ekki annað en skoðað það hvort hægt verði að selja á­fengi til mat­vöru­verslana í kjöl­far yfir­lýsingar ráð­herra um lög­mæti sölunnar. Öl­gerðin hefur hingað til ekki selt á­fengi til net­verslana vegna ó­vissu um lög­mæti hennar.

„Við tókum þann pól í hæðina að á meðan það liggur vafi á lög­mæti vef­verslana að þá myndum við ekki selja slíkum verslunum á­fengi. Hins vegar í kjöl­farið á yfir­lýsingu ráð­herra þá hljótum við að endur­skoða það,“ segir Andri Þór Guð­munds­son, for­stjóri Öl­gerðarinnar í sam­tali við Vísi.

Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra lét hafa eftir sér í gær að hann gæti ekki dregið aðra á­lyktun en þá að net­verslun með á­fengi væri lög­mæt. 

Costco og Hag­kaup eru meðal verslana sem hafa til­kynnt að þær hyggist hefja sölu á á­fengi í net­verslunum og þá hefur mbl.is eftir for­stjóra Sam­kaupa að Nettó muni ekki geta setið á hliðar­línunni á meðan og muni því gera slíkt hið sama.

Andri Þór segir að Öl­gerðin hafi hingað til unnið eftir á­liti sem Fé­lag at­vinnu­rek­enda hafi óskað eftir og bárust í bréfi frá dóms­mála­ráðu­neytinu. 

„Þar var tekinn af allur vafi um það að inn­lend vef­verslun með á­fengi væri ó­lög­leg og það var á þeim grunni sem við tókum þessa á­kvörðun á sínum tíma.“

Yfir­lýsing ráð­herra setji málin í annað sam­hengi. Öl­gerðin hefur hingað til selt Costco á­fengi og segir Andri spurður að fyrir­tækið muni halda sínu striki. 

„Við seljum bara til þeirra sem hafa til þess til­skilin leyfi. En við munum leggjast yfir þetta með okkar lög­fræðingum og endur­skoða okkar stefnu í þessum málum.“


Tengdar fréttir

Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi

Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt.

Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga

Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×