Neytendur

Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Costco er staðsett í Kauptúni í Garðabæ.
Costco er staðsett í Kauptúni í Garðabæ. Vísir/Hanna

Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni.

Fram kemur á heimasíðu Costco á Íslandi að meðlimir geti nú keypt áfengi með því að stofna aðgang á netingu. Hægt sé að sækja allar vörur samdægurs. Aldurstakmark er tuttugu ár.

Til þessa hefur Costco aðeins selt áfengi til heildsala.

Fréttastofa gerði lauslegan verðsamanburð á nokkrum vörum hjá Costco og Vínbúðinni

Einn lítri af Jack Daniels viský kostar 10 þúsund krónur hjá Costco en rúmar 12 þúsund krónur í Vínbúðinni. Minni munur er á Beefeater gini sem kostar 9400 krónur hjá Costco en 10 þúsund krónur í Vínbúðinni. Perroni bjór, 330 millilítra í flösku, kostar 321 krónur hjá Costco en 399 krónur hjá Vínbúðinni. Þá kostar Tommassi Ripasso rauðvín 3200 krónur í Costco en 3700 krónur í Vínbúðinni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×