Spá talsverðri hjöðnun verðbólgu í júní Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 13:55 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur Íslandsbanka, er höfundur nýjustu spár Íslandsbanka. Þar er spáð hjöðnun verðbólgu í júnímánuði og áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði. vísir/vilhelm Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að ársverðbólga muni mælast 8,7 prósent í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í heilt ár þar sem ársverðbólgan fer undir níu prósent. Gangi spá bankans eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent. Verðbólgan hefur ekki mælst undir níu prósentum síðan í júní í fyrra. Í þeim mánuði hækkaði vísitala neysluverðs talsvert, um 1,4 prósent. Þar sem sá mánuður dettur út úr tólf mánaða mælingu á næstunni þá mun hjöðnun ársverðbólgunnar vera talsverð. Þá spáir bankinn því einnig að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7 prósent í júní frá fyrri mánuði. Það sem skýri mánaðarhækkunina sé að mestu hækkun á húsnæðisliðnum auk þess sem matvörur og flugfargjöld hækka í verði. Íslandsbanki spáir því að toppi verðbólgunnar hafi verið náð í febrúar og hún mun hjaðna hratt á næstu mánuðum. Það sé þó enn óralangt í verðbólgumarkmið Seðlabankans.Íslandsbanki. Í spánni er því jafnframt spáð að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna. Næstu mánuði hjaðni hún frekar hratt en svo hægar þegar líða tekur árið. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn þann 28. júní næstkomandi. Íbúðaverð hækkar hægar Síðustu mánuði hafi íbúðamarkaður haft mikil áhrif á hækkun vísitölunnar. Íbúðaverð hafi farið aftur á flug auk þess sem vaxtaþátturinn hélt áfram að vega til hækkunar. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,5 prósent. Mánuðina þar á undan hafði verð lækkað lítillega. Mæling Hagstofunnar byggir á þriggja mánaða meðaltali og virðist hafa verið mikil hreyfing á íbúðamarkaði í marsmánuði, fjöldi kaupsamninga og velta á markaðinum bendi einnig til þess. Samkvæmt mælingu bankans á íbúðaverði mun íbúðaverð hækka talsvert hægar í júnímánuði en síðustu mánuði. Bankinn spáir því að reiknaða húsaleigan hækki um eitt prósent á milli mánaða þar sem markaðsverð íbúðarhúsnæðis hækki um 0,3 prósent og vaxtaþáttur vegi til 0,7 prósent hækkunar á liðnum. Flugfargjöld vegi þyngst á eftir húsnæði Það sem vegur þyngst til hækkunar í júní er, að húsnæðisliðnum undanskildum, liðurinn ferðir og flutningar. Það sem skýri það að mestu leyti sé hækkun á flugfargjöldum um 7,3 prósent en um árstíðarbundna hækkun er að ræða. Í mælingu bankans stendur eldsneytis- og bílaverð í stað á milli mánaða. Matar- og drykkjarvörur hækka hægar í mánuðinum en undanfarna mánuði samkvæmt spánni, bankinn spáir 0,65 prósent hækkun á milli mánaða. Það yrði minnsta hækkun á liðnum frá því í september á síðasta ári. Matvöruverð hefur hækkað verulega undanfarið, um 7 prósentum frá áramótum. Í spánni segir að þetta gæti verið merki um að von sé á hægari hækkun á matvörum framundan. Sú þróun sjáist víða erlendis og muni að öðru óbreyttu skila sér hingað til lands. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða í júní eru hótel og veitingastaðir sem hækka um 1,3 prósent, föt og skór sem hækka um eitt prósent og loks húsgögn og heimilisbúnaður sem hækkar um 0,6 prósent. Útlitið bjart en óralangt í verðbólgumarkmið Bankinn segir að ársverðbólga hafi loksins hjaðnað í maí þegar hún mældist 9,5 prósent. Bankinn spáir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar næsta kastið, 0,3 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í júlí, 0,3 prósent í ágúst og 0,4 prósent í september. Gangi spá bankans eftir muni ársverðbólga mælast 8,1 prósent í september. Það sé hins vegar enn langur vegur til verðbólgumarkmiða Seðlabankans sem spá Íslandsbanka segir að sé í órafjarlægð. Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Gangi spá bankans eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 9,5 prósentum í 8,7 prósent. Verðbólgan hefur ekki mælst undir níu prósentum síðan í júní í fyrra. Í þeim mánuði hækkaði vísitala neysluverðs talsvert, um 1,4 prósent. Þar sem sá mánuður dettur út úr tólf mánaða mælingu á næstunni þá mun hjöðnun ársverðbólgunnar vera talsverð. Þá spáir bankinn því einnig að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7 prósent í júní frá fyrri mánuði. Það sem skýri mánaðarhækkunina sé að mestu hækkun á húsnæðisliðnum auk þess sem matvörur og flugfargjöld hækka í verði. Íslandsbanki spáir því að toppi verðbólgunnar hafi verið náð í febrúar og hún mun hjaðna hratt á næstu mánuðum. Það sé þó enn óralangt í verðbólgumarkmið Seðlabankans.Íslandsbanki. Í spánni er því jafnframt spáð að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna. Næstu mánuði hjaðni hún frekar hratt en svo hægar þegar líða tekur árið. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn þann 28. júní næstkomandi. Íbúðaverð hækkar hægar Síðustu mánuði hafi íbúðamarkaður haft mikil áhrif á hækkun vísitölunnar. Íbúðaverð hafi farið aftur á flug auk þess sem vaxtaþátturinn hélt áfram að vega til hækkunar. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 2,5 prósent. Mánuðina þar á undan hafði verð lækkað lítillega. Mæling Hagstofunnar byggir á þriggja mánaða meðaltali og virðist hafa verið mikil hreyfing á íbúðamarkaði í marsmánuði, fjöldi kaupsamninga og velta á markaðinum bendi einnig til þess. Samkvæmt mælingu bankans á íbúðaverði mun íbúðaverð hækka talsvert hægar í júnímánuði en síðustu mánuði. Bankinn spáir því að reiknaða húsaleigan hækki um eitt prósent á milli mánaða þar sem markaðsverð íbúðarhúsnæðis hækki um 0,3 prósent og vaxtaþáttur vegi til 0,7 prósent hækkunar á liðnum. Flugfargjöld vegi þyngst á eftir húsnæði Það sem vegur þyngst til hækkunar í júní er, að húsnæðisliðnum undanskildum, liðurinn ferðir og flutningar. Það sem skýri það að mestu leyti sé hækkun á flugfargjöldum um 7,3 prósent en um árstíðarbundna hækkun er að ræða. Í mælingu bankans stendur eldsneytis- og bílaverð í stað á milli mánaða. Matar- og drykkjarvörur hækka hægar í mánuðinum en undanfarna mánuði samkvæmt spánni, bankinn spáir 0,65 prósent hækkun á milli mánaða. Það yrði minnsta hækkun á liðnum frá því í september á síðasta ári. Matvöruverð hefur hækkað verulega undanfarið, um 7 prósentum frá áramótum. Í spánni segir að þetta gæti verið merki um að von sé á hægari hækkun á matvörum framundan. Sú þróun sjáist víða erlendis og muni að öðru óbreyttu skila sér hingað til lands. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða í júní eru hótel og veitingastaðir sem hækka um 1,3 prósent, föt og skór sem hækka um eitt prósent og loks húsgögn og heimilisbúnaður sem hækkar um 0,6 prósent. Útlitið bjart en óralangt í verðbólgumarkmið Bankinn segir að ársverðbólga hafi loksins hjaðnað í maí þegar hún mældist 9,5 prósent. Bankinn spáir áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar næsta kastið, 0,3 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í júlí, 0,3 prósent í ágúst og 0,4 prósent í september. Gangi spá bankans eftir muni ársverðbólga mælast 8,1 prósent í september. Það sé hins vegar enn langur vegur til verðbólgumarkmiða Seðlabankans sem spá Íslandsbanka segir að sé í órafjarlægð.
Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26. maí 2023 09:42