Litla Rússland Sigurjón Þórðarson skrifar 13. júní 2023 10:30 Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Húsnæðisskorturinn Lítið framboð og gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er stór þáttur í að keyra áfram verðbólguna. Skorturinn á ekki að koma neinum á óvart heldur hefur það verið ljóst um árabil hvert stefndi. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn húsnæðismála sl. áratug og hans helst framlag hefur veirð að hræra eitthvað í stofnunum með nýjum nafngiftum og jú að koma íbúðum Íbúðarlánasjóðs inn í leigufélög flokksgæðinga. Ekki þarf mikla skarpskyggni til þess ráða fram úr vandanum, sem er að auka framboðið á húsnæði og það er rétt að almenningur spyrji hvers vegna í ósköpunum er það ekki gert? Er það vegna þess að stjórnvöld setja hagsmuni leigufélaga og húsnæðisbraskara öndvegi á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að það sé ekki nægt framboð á byggingalóðum fyrir íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu – það er ljóst að ef borgin væri jafn þéttbýl og borgir Evrópu þá mætti koma meiru en tugfalt fleiri íbúum fyrir á svæðinu en búa þar nú. Er lóðaskorturinn og lóðabraskið sem látið er viðgangast á forsendum gæðinganna og á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa dregið lappirnar við að lögfesta leigubremsuna sem Flokkur fólksins lagði til? Svarið er að ráðandi stjórnmálaöfl þjóna gæðingunum á kostnað alemnnings. Hvernig stendur á því að ekki sé stuðlað að því að lífeyrissjóðir launamanna séu virkjaði með skipulögðum hætti við að leysa úr húsnæðisskortinum? Ef þeir eiga að gera það með það fyrir augum koma upp leigufélögum með Norrænni fyrirmynd þá þarf að breyta lögum og reglum. Hvers vegna er það ekki gert – er það vegna þess að þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnvöldum? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga Bragi Bjarnason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Húsnæðisskorturinn Lítið framboð og gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er stór þáttur í að keyra áfram verðbólguna. Skorturinn á ekki að koma neinum á óvart heldur hefur það verið ljóst um árabil hvert stefndi. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn húsnæðismála sl. áratug og hans helst framlag hefur veirð að hræra eitthvað í stofnunum með nýjum nafngiftum og jú að koma íbúðum Íbúðarlánasjóðs inn í leigufélög flokksgæðinga. Ekki þarf mikla skarpskyggni til þess ráða fram úr vandanum, sem er að auka framboðið á húsnæði og það er rétt að almenningur spyrji hvers vegna í ósköpunum er það ekki gert? Er það vegna þess að stjórnvöld setja hagsmuni leigufélaga og húsnæðisbraskara öndvegi á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að það sé ekki nægt framboð á byggingalóðum fyrir íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu – það er ljóst að ef borgin væri jafn þéttbýl og borgir Evrópu þá mætti koma meiru en tugfalt fleiri íbúum fyrir á svæðinu en búa þar nú. Er lóðaskorturinn og lóðabraskið sem látið er viðgangast á forsendum gæðinganna og á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa dregið lappirnar við að lögfesta leigubremsuna sem Flokkur fólksins lagði til? Svarið er að ráðandi stjórnmálaöfl þjóna gæðingunum á kostnað alemnnings. Hvernig stendur á því að ekki sé stuðlað að því að lífeyrissjóðir launamanna séu virkjaði með skipulögðum hætti við að leysa úr húsnæðisskortinum? Ef þeir eiga að gera það með það fyrir augum koma upp leigufélögum með Norrænni fyrirmynd þá þarf að breyta lögum og reglum. Hvers vegna er það ekki gert – er það vegna þess að þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnvöldum? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar