Litla Rússland Sigurjón Þórðarson skrifar 13. júní 2023 10:30 Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Húsnæðisskorturinn Lítið framboð og gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er stór þáttur í að keyra áfram verðbólguna. Skorturinn á ekki að koma neinum á óvart heldur hefur það verið ljóst um árabil hvert stefndi. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn húsnæðismála sl. áratug og hans helst framlag hefur veirð að hræra eitthvað í stofnunum með nýjum nafngiftum og jú að koma íbúðum Íbúðarlánasjóðs inn í leigufélög flokksgæðinga. Ekki þarf mikla skarpskyggni til þess ráða fram úr vandanum, sem er að auka framboðið á húsnæði og það er rétt að almenningur spyrji hvers vegna í ósköpunum er það ekki gert? Er það vegna þess að stjórnvöld setja hagsmuni leigufélaga og húsnæðisbraskara öndvegi á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að það sé ekki nægt framboð á byggingalóðum fyrir íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu – það er ljóst að ef borgin væri jafn þéttbýl og borgir Evrópu þá mætti koma meiru en tugfalt fleiri íbúum fyrir á svæðinu en búa þar nú. Er lóðaskorturinn og lóðabraskið sem látið er viðgangast á forsendum gæðinganna og á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa dregið lappirnar við að lögfesta leigubremsuna sem Flokkur fólksins lagði til? Svarið er að ráðandi stjórnmálaöfl þjóna gæðingunum á kostnað alemnnings. Hvernig stendur á því að ekki sé stuðlað að því að lífeyrissjóðir launamanna séu virkjaði með skipulögðum hætti við að leysa úr húsnæðisskortinum? Ef þeir eiga að gera það með það fyrir augum koma upp leigufélögum með Norrænni fyrirmynd þá þarf að breyta lögum og reglum. Hvers vegna er það ekki gert – er það vegna þess að þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnvöldum? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Húsnæðisskorturinn Lítið framboð og gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er stór þáttur í að keyra áfram verðbólguna. Skorturinn á ekki að koma neinum á óvart heldur hefur það verið ljóst um árabil hvert stefndi. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn húsnæðismála sl. áratug og hans helst framlag hefur veirð að hræra eitthvað í stofnunum með nýjum nafngiftum og jú að koma íbúðum Íbúðarlánasjóðs inn í leigufélög flokksgæðinga. Ekki þarf mikla skarpskyggni til þess ráða fram úr vandanum, sem er að auka framboðið á húsnæði og það er rétt að almenningur spyrji hvers vegna í ósköpunum er það ekki gert? Er það vegna þess að stjórnvöld setja hagsmuni leigufélaga og húsnæðisbraskara öndvegi á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að það sé ekki nægt framboð á byggingalóðum fyrir íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu – það er ljóst að ef borgin væri jafn þéttbýl og borgir Evrópu þá mætti koma meiru en tugfalt fleiri íbúum fyrir á svæðinu en búa þar nú. Er lóðaskorturinn og lóðabraskið sem látið er viðgangast á forsendum gæðinganna og á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa dregið lappirnar við að lögfesta leigubremsuna sem Flokkur fólksins lagði til? Svarið er að ráðandi stjórnmálaöfl þjóna gæðingunum á kostnað alemnnings. Hvernig stendur á því að ekki sé stuðlað að því að lífeyrissjóðir launamanna séu virkjaði með skipulögðum hætti við að leysa úr húsnæðisskortinum? Ef þeir eiga að gera það með það fyrir augum koma upp leigufélögum með Norrænni fyrirmynd þá þarf að breyta lögum og reglum. Hvers vegna er það ekki gert – er það vegna þess að þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnvöldum? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar