Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri SA Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2023 14:55 Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur starfað sem forstjóri Lyfju. Vísir/Vilhelm Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem tekur við störfum sem forstjóri fasteignafélagsins Regins. Í tilkynningu segir að Sigríður Margrét muni hefja störf í september. Þá mun hún jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju. „Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár. Sigríður hefur auk þess setið í stjórnum margra íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Sigríður er með B.Sc. gráðu í Rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig sótt stjórnendanámskeið hjá IESE Business School og Harvard,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði Margréti að öflugt atvinnulíf þýði að lífskjör á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist í heiminum. „Það er heiður að vera í forsvari fyrir Samtök atvinnulífsins, vinna með atvinnurekendum og þeim öfluga hópi fólks sem starfar hjá samtökunum. Verkefnin framundan eru brýn, ekki bara fyrir íslenskt atvinnulíf heldur samfélagið allt og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“ segir Sigríður Margrét. Miklar áskoranir og kjarasamningir lausir eftir sjö mánuði Þá er haft eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, að áskorunin sem við stöndum frammi fyrir sé mikil, verðbólga sé há, vextir háir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir eftir sjö mánuði. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt í ágætu samtali allt frá því að núgildandi skammtímasamningar voru undirritaðir. En það er verk að vinna. Við náum ekki árangri nema með samstarfi, samtali og sameiginlegri sýn, stjórn Samtaka atvinnulífsins er sammála um það og við fögnum því að fá til liðs við okkur reynslumikinn stjórnanda,“ segir Eyjólfur Árni. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra SA þarf til Sigríður Margrét tekur við. Ávarpaði starfsfólk Lyfju Sigríður Margrét greindi starfsfólki Lyfju frá fréttunum á Workplace í morgun. Þar sagði hún „Ykkur til upplýsinga þá hef ég verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og mun hefja störf hjá þeim í september, þá mun ég jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju.“ Hún segist í skilaboðunum vera þakklát fyrir „tímann með ykkur, traustið, trúnaðinn og tækifærin sem við höfum nýtt saman.“ Hún segir einnig að það þurfi hugrekki til að hætta „á jafn spennandi tímum og blasa við hjá Lyfju samstæðunni“ en segist hugga sig við að vinna áfram að sameiginlegum hagsmunum, „bara á nýjum vettvangi“. Þá segist hún allta munu verða í „#lyfjuliðið“. Loks segir hún að þó tilkynnt sé um tilkynninguna í dag þá taki breytingin ekki gildi fyrr en í haust og Lyfja sé því „ekki alveg laus“ við sig enn. Vistaskipti Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45 Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Sjá meira
Í tilkynningu segir að Sigríður Margrét muni hefja störf í september. Þá mun hún jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju. „Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri og forstjóri íslenskra fyrirtækja í tæp tuttugu ár. Sigríður hefur auk þess setið í stjórnum margra íslenskra fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Sigríður er með B.Sc. gráðu í Rekstrarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig sótt stjórnendanámskeið hjá IESE Business School og Harvard,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði Margréti að öflugt atvinnulíf þýði að lífskjör á Íslandi verði áfram með því besta sem þekkist í heiminum. „Það er heiður að vera í forsvari fyrir Samtök atvinnulífsins, vinna með atvinnurekendum og þeim öfluga hópi fólks sem starfar hjá samtökunum. Verkefnin framundan eru brýn, ekki bara fyrir íslenskt atvinnulíf heldur samfélagið allt og ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum,“ segir Sigríður Margrét. Miklar áskoranir og kjarasamningir lausir eftir sjö mánuði Þá er haft eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, að áskorunin sem við stöndum frammi fyrir sé mikil, verðbólga sé há, vextir háir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði lausir eftir sjö mánuði. „Aðilar vinnumarkaðarins hafa átt í ágætu samtali allt frá því að núgildandi skammtímasamningar voru undirritaðir. En það er verk að vinna. Við náum ekki árangri nema með samstarfi, samtali og sameiginlegri sýn, stjórn Samtaka atvinnulífsins er sammála um það og við fögnum því að fá til liðs við okkur reynslumikinn stjórnanda,“ segir Eyjólfur Árni. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mun sinna hlutverki framkvæmdastjóra SA þarf til Sigríður Margrét tekur við. Ávarpaði starfsfólk Lyfju Sigríður Margrét greindi starfsfólki Lyfju frá fréttunum á Workplace í morgun. Þar sagði hún „Ykkur til upplýsinga þá hef ég verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og mun hefja störf hjá þeim í september, þá mun ég jafnframt láta af störfum sem forstjóri Lyfju.“ Hún segist í skilaboðunum vera þakklát fyrir „tímann með ykkur, traustið, trúnaðinn og tækifærin sem við höfum nýtt saman.“ Hún segir einnig að það þurfi hugrekki til að hætta „á jafn spennandi tímum og blasa við hjá Lyfju samstæðunni“ en segist hugga sig við að vinna áfram að sameiginlegum hagsmunum, „bara á nýjum vettvangi“. Þá segist hún allta munu verða í „#lyfjuliðið“. Loks segir hún að þó tilkynnt sé um tilkynninguna í dag þá taki breytingin ekki gildi fyrr en í haust og Lyfja sé því „ekki alveg laus“ við sig enn.
Vistaskipti Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45 Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Sjá meira
Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30. mars 2023 18:45