Ástandskýrsla Hafró Atli Hermannsson skrifar 12. júní 2023 07:01 Ný ástandskýrsla Hafrannsóknarstofnunar var kynnt á föstudag. Fyrir utan dagsetninguna efst í hægra horninu er því miður ekkert nýtt að frétta í skýrslunni. Ef síðustu 25 ársskýrslum Hafró væri stokkað líkt og um spil væri að ræða þyrfti einhvers konar gervigreind til að koma þeim aftur í rétta tímaröð. Það er vegna þess að nær ekkert hefur verið að frétta allan þann tíma, annað en að stofnunin flutti af Skúlagötunni í nýtt húsnæði í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Það hefur vonandi skilað sér í bættri vinnuaðstöðu, en ráðgjöf stofnunarinnar varðandi vöxt og viðgang okkar helstu nytjastofna hefur engu skilað og - mun að óbreyttu líklega aldrei gera það. Ráðgjöf stofnunarinnar byggir sem fyrr á því að geyma fiskinn í sjónum svo hann verði stærri á næsta ári - eða bara einhvern tíma seinna. Það er skemmst frá því að segja að það hefur aldrei gengið eftir svo einhver hafi orðið þess var. Þá meina ég hvergi nokkurs staðar. Ég hef i mínum kvikindisskap stundum spurt að því hvenær það hafi verið, jafnvel klukkan hvað en það eru engar vísbendingar að finna. En það á samt að halda áfram á sömu braut, nota sama nýtingarkerfið sem skýrslur stofnunarinnar sanna að hafa hvergi virkað. Þetta er sama nýtingarkerfið og ICES Alþjóðahafrannsóknarráðið predikar, enda erum við mikils metin þar sem ein af stofnríkjum ráðsins. Með öðrum orðum; þó við gengjum í ESB myndi þekking okkar á lífríkinu í hafinu og ráðgjöf um heildarafla ekki geta versnað - því allt er eins. Frá árinu 1950 og allt þar til við færðum lögsöguna út í 200 mílur árið 1975 var meðal ársafli í þorski nálægt 450 þúsund tonn. Í heil 25 ár með yfir 100 erlenda togara og minni trollmöskva skrapandi smáfisk upp að 12 mílum frá landi minnkaði þorskaflinn ekkert. Hann fór ekki að minnka fyrr en 15 árum eftir að allir útlendingar höfðu verið reknir út fyrir 200 mílurnar. Ársaflinn var m.ö.o. rúmlega tvisvar sinnum meiri á öllum þeim tíma, en hann hefur verið síðastliðinn 25 ár. Það er með hreinum ólíkindum að vel menntuð þjóð með sterkt vísinda - og háskólasamfélag skuli ekki aðeins hafa leitt þessa staðreynd algerlega hjá sér; heldur oftar en ekki tekið undir meintan árangur af nýtingarstefnu Hafró. Þöggunin hefur verið nær alger og því hefur stofnunin getað skellt skollaeyrum með því einu að loka öllum gluggum og hurðum. Þá ræðir enginn snöru í hengds manns húsi og því hefur það aldrei gerst að einhver starfsmaður stofnunarinnar hafi lýst minnstu efasemd - fyrr en hann hefur hætt störfum og kominn á eftirlaun. En nú kveður við nýjan tón. Í sjónvarpsfréttum 9.júni var viðtal við Þorstein Sigurðsson, forstjóra Hafró, þar sem hann er spurður út í helstu niðurstöður ástandskýrslunnar. Til öryggis hafði ég kveikt á táknmálstúkun á svo ég misskildi nú örugglega ekki neitt. Þorsteinn hvað góðan stíganda í stækkun þorskstofnsins - þó hann sé enn eitthvað minni en stýrivaxtahækkun Seðlabankans. En það vanti góða nýliðun, að Hafró hafi ekki séð verulega góða nýliðun (fjögurra ára fiskur) síðan 1985 og það valdi áhyggjum. Þarna viðurkennir forstjórinn að tæplega 40 ára bið Hafró eftir stórum árgangi hafi engan árangur borið og stofnunin sé engu nær um hvað geti valdið því. Það virðist m.ö.o ekki hvarfla að fiskifræðingum stofnunarinnar að stærri fiskar éta þá minni upp alla keðjuna og því séu stórþorskar eins stórir og þeir eru - og hafa fyrst þá engar áhyggjur af því að vera ekki étnir af öðrum. Með þessa „vitneskju“ mun sjávarútvegsráðherra líklega stöðva 700 skipa flota strandveiðimanna vegna þess að Hafró gerir sér einhverjar vonir um að fimm kílóa fiskur verði orðin sex kíló næsta sumar - og það án þess að þurfa að éta a.m.k.100 þúsund tonn af minna fiskmeti til þess. Undirritaður er hafnarvörður og hluthafi í strandveiðibát. Atli Hermannsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ástandskýrsla Hafrannsóknarstofnunar var kynnt á föstudag. Fyrir utan dagsetninguna efst í hægra horninu er því miður ekkert nýtt að frétta í skýrslunni. Ef síðustu 25 ársskýrslum Hafró væri stokkað líkt og um spil væri að ræða þyrfti einhvers konar gervigreind til að koma þeim aftur í rétta tímaröð. Það er vegna þess að nær ekkert hefur verið að frétta allan þann tíma, annað en að stofnunin flutti af Skúlagötunni í nýtt húsnæði í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Það hefur vonandi skilað sér í bættri vinnuaðstöðu, en ráðgjöf stofnunarinnar varðandi vöxt og viðgang okkar helstu nytjastofna hefur engu skilað og - mun að óbreyttu líklega aldrei gera það. Ráðgjöf stofnunarinnar byggir sem fyrr á því að geyma fiskinn í sjónum svo hann verði stærri á næsta ári - eða bara einhvern tíma seinna. Það er skemmst frá því að segja að það hefur aldrei gengið eftir svo einhver hafi orðið þess var. Þá meina ég hvergi nokkurs staðar. Ég hef i mínum kvikindisskap stundum spurt að því hvenær það hafi verið, jafnvel klukkan hvað en það eru engar vísbendingar að finna. En það á samt að halda áfram á sömu braut, nota sama nýtingarkerfið sem skýrslur stofnunarinnar sanna að hafa hvergi virkað. Þetta er sama nýtingarkerfið og ICES Alþjóðahafrannsóknarráðið predikar, enda erum við mikils metin þar sem ein af stofnríkjum ráðsins. Með öðrum orðum; þó við gengjum í ESB myndi þekking okkar á lífríkinu í hafinu og ráðgjöf um heildarafla ekki geta versnað - því allt er eins. Frá árinu 1950 og allt þar til við færðum lögsöguna út í 200 mílur árið 1975 var meðal ársafli í þorski nálægt 450 þúsund tonn. Í heil 25 ár með yfir 100 erlenda togara og minni trollmöskva skrapandi smáfisk upp að 12 mílum frá landi minnkaði þorskaflinn ekkert. Hann fór ekki að minnka fyrr en 15 árum eftir að allir útlendingar höfðu verið reknir út fyrir 200 mílurnar. Ársaflinn var m.ö.o. rúmlega tvisvar sinnum meiri á öllum þeim tíma, en hann hefur verið síðastliðinn 25 ár. Það er með hreinum ólíkindum að vel menntuð þjóð með sterkt vísinda - og háskólasamfélag skuli ekki aðeins hafa leitt þessa staðreynd algerlega hjá sér; heldur oftar en ekki tekið undir meintan árangur af nýtingarstefnu Hafró. Þöggunin hefur verið nær alger og því hefur stofnunin getað skellt skollaeyrum með því einu að loka öllum gluggum og hurðum. Þá ræðir enginn snöru í hengds manns húsi og því hefur það aldrei gerst að einhver starfsmaður stofnunarinnar hafi lýst minnstu efasemd - fyrr en hann hefur hætt störfum og kominn á eftirlaun. En nú kveður við nýjan tón. Í sjónvarpsfréttum 9.júni var viðtal við Þorstein Sigurðsson, forstjóra Hafró, þar sem hann er spurður út í helstu niðurstöður ástandskýrslunnar. Til öryggis hafði ég kveikt á táknmálstúkun á svo ég misskildi nú örugglega ekki neitt. Þorsteinn hvað góðan stíganda í stækkun þorskstofnsins - þó hann sé enn eitthvað minni en stýrivaxtahækkun Seðlabankans. En það vanti góða nýliðun, að Hafró hafi ekki séð verulega góða nýliðun (fjögurra ára fiskur) síðan 1985 og það valdi áhyggjum. Þarna viðurkennir forstjórinn að tæplega 40 ára bið Hafró eftir stórum árgangi hafi engan árangur borið og stofnunin sé engu nær um hvað geti valdið því. Það virðist m.ö.o ekki hvarfla að fiskifræðingum stofnunarinnar að stærri fiskar éta þá minni upp alla keðjuna og því séu stórþorskar eins stórir og þeir eru - og hafa fyrst þá engar áhyggjur af því að vera ekki étnir af öðrum. Með þessa „vitneskju“ mun sjávarútvegsráðherra líklega stöðva 700 skipa flota strandveiðimanna vegna þess að Hafró gerir sér einhverjar vonir um að fimm kílóa fiskur verði orðin sex kíló næsta sumar - og það án þess að þurfa að éta a.m.k.100 þúsund tonn af minna fiskmeti til þess. Undirritaður er hafnarvörður og hluthafi í strandveiðibát. Atli Hermannsson
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar