Varmadælu-rafbílar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 6. júní 2023 17:30 Hvað eiga varmadælur og rafbílar nú sameiginlegt? Ekki mikið nema hvað í nýjustu rafbílum er varmadæla í miðstöðinni til að spara raforku og auka þannig drægnina á köldum dögum. Varmadæla er einmitt töfratæki sem sparar raforku til hitunar Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann, gríðarlega auðlind sem sér yfir 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Aðrir, sem ekki hafa aðgang að jarðhita, þurfa hinsvegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikil og talsverður hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Líta má á þessa raforku til hitunar sem vannýtta auðlind vegna þess að auðveldlega má draga úr henni með uppsetningu varmadæla. Það er nefnilega ekki skynsamleg orkunýting að nota hágæða raforku til að mynda lággæða hitaorku og þar að auki er hitunarþörf íbúða mest þegar raforkukerfið hefur minnstu framleiðslugetuna. Virkni varmadæla Varmadælur nota umhverfishita frá lofti, láði eða legi í lokuðu dælukerfi. Þannig er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna. Bein rafhitun skilar hinsvegar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í kerfið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörf með mun færri kWst af hágæða raforku. Varmadæluvirkjanir Afkastageta raforkukerfisins skerðist ekkert með uppsetningu varmadæla sem þýðir að þær kWst sem sparast má nota í aðra uppbyggingu eða til að mæta aukinn raforkuþörf til framtíðar. Tökum dæmi: Bóndi á Snæfellsnesi notar 40.000 kWst í beina rafhitun. Til að lækka orkukostnaðinn hjá sér setur hann upp varmadælu og minnkar með því raforkunotkun sína um t.d. 50% eða 20.000 kWst. Þessi einfalda framkvæmd bóndans hefur nákvæmlega sömu áhrif og bygging virkjunar sem getur framleitt 20.000 kWst. Bóndinn hefur því „frelsað“ 20.000 kWst sem nota má annars staðar t.d. til að anna almennri raforkunotkun 4-5 nýbygginga í Reykjavík eða ársnotkun 8 rafbíla. Sem sagt önnur tenging milli rafbíla og varmadæla. Nú eru orkuskipti í fullum gangi og um 43 þúsund bifreiðar á götunum sem hægt er að stinga í samband. Við þann fjölda má svo bæta við þúsundum rafhjóla og rafskúta sem líka þurfa sitt. Græn raforka er verðmæt afurð og hver kWst sem sparast við rafhitun má nota í annað og því má segja að raforkusparnaður með varmadælum sé ódýrasta leiðin til að “virkja” til grænnar raforkuframleiðslu. Varmadælu uppsetningar hafa tekið rækilega við sér með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Með breytingunum var kerfið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Nokkur sveitarfélög hafa einnig sett upp eigið styrkjakerfi sem bætist við styrkinn frá ríkinu og gerir framkvæmdina enn hagkvæmari. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna varmadælu hjá framsýnum íbúa á rafhituðu svæði. Nánar verður fjallað varmadælur og önnur orkumál á ársfundi Orkustofnunar, föstudaginn 9. júní kl. 9 í Hörpu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hrakfallasaga Fastir pennar Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hvað eiga varmadælur og rafbílar nú sameiginlegt? Ekki mikið nema hvað í nýjustu rafbílum er varmadæla í miðstöðinni til að spara raforku og auka þannig drægnina á köldum dögum. Varmadæla er einmitt töfratæki sem sparar raforku til hitunar Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann, gríðarlega auðlind sem sér yfir 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Aðrir, sem ekki hafa aðgang að jarðhita, þurfa hinsvegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikil og talsverður hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Líta má á þessa raforku til hitunar sem vannýtta auðlind vegna þess að auðveldlega má draga úr henni með uppsetningu varmadæla. Það er nefnilega ekki skynsamleg orkunýting að nota hágæða raforku til að mynda lággæða hitaorku og þar að auki er hitunarþörf íbúða mest þegar raforkukerfið hefur minnstu framleiðslugetuna. Virkni varmadæla Varmadælur nota umhverfishita frá lofti, láði eða legi í lokuðu dælukerfi. Þannig er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna. Bein rafhitun skilar hinsvegar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í kerfið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörf með mun færri kWst af hágæða raforku. Varmadæluvirkjanir Afkastageta raforkukerfisins skerðist ekkert með uppsetningu varmadæla sem þýðir að þær kWst sem sparast má nota í aðra uppbyggingu eða til að mæta aukinn raforkuþörf til framtíðar. Tökum dæmi: Bóndi á Snæfellsnesi notar 40.000 kWst í beina rafhitun. Til að lækka orkukostnaðinn hjá sér setur hann upp varmadælu og minnkar með því raforkunotkun sína um t.d. 50% eða 20.000 kWst. Þessi einfalda framkvæmd bóndans hefur nákvæmlega sömu áhrif og bygging virkjunar sem getur framleitt 20.000 kWst. Bóndinn hefur því „frelsað“ 20.000 kWst sem nota má annars staðar t.d. til að anna almennri raforkunotkun 4-5 nýbygginga í Reykjavík eða ársnotkun 8 rafbíla. Sem sagt önnur tenging milli rafbíla og varmadæla. Nú eru orkuskipti í fullum gangi og um 43 þúsund bifreiðar á götunum sem hægt er að stinga í samband. Við þann fjölda má svo bæta við þúsundum rafhjóla og rafskúta sem líka þurfa sitt. Græn raforka er verðmæt afurð og hver kWst sem sparast við rafhitun má nota í annað og því má segja að raforkusparnaður með varmadælum sé ódýrasta leiðin til að “virkja” til grænnar raforkuframleiðslu. Varmadælu uppsetningar hafa tekið rækilega við sér með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Með breytingunum var kerfið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Nokkur sveitarfélög hafa einnig sett upp eigið styrkjakerfi sem bætist við styrkinn frá ríkinu og gerir framkvæmdina enn hagkvæmari. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna varmadælu hjá framsýnum íbúa á rafhituðu svæði. Nánar verður fjallað varmadælur og önnur orkumál á ársfundi Orkustofnunar, föstudaginn 9. júní kl. 9 í Hörpu. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar