Arnar Birkir hafði meðal annars verið orðaður við ÍBV en nú er ljóst að ekkert verður af heimkomu hjá honum, allavega ekki á næstunni.
Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Amo sem vann sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni í vetur og ætlar sér stóra hluti þar á næsta tímabili.
Isländsk H9 klar för Amo !
— Amo Handboll (@amo_handboll) June 5, 2023
Läs mer på vår hemsida. #signingweek #amo #handboll #handbollsligan @Handbollsligan pic.twitter.com/4hNNUhzHFp
Arnar Birkir, sem er 29 ára örvhent skytta, kemur til Amo frá Ribe-Esbjerg. Hann skoraði sextán mörk í dönsku úrvalsdeildinni í vetur.
Arnar Birkir hefur einnig leikið með þýska liðinu Aue þar sem hann raðaði inn mörkum í næst efstu deild sem og danska liðinu SönderjyskE. Hér heima lék hann með FH, ÍR og uppeldisfélaginu Fram.