Unnu Meistaradeildina þriðja árið í röð Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 21:46 Leikmenn Vipers fagna sigrinum í dag. Vísir/EPA Norska liðið Vipers frá Kristiansand varð í dag Evrópumeistari í handknattleik þegar liðið vann FTC frá Ungverjalandi í úrslitaleik fyrir framan metfjölda áhorfenda. Úrslitahelginni í Meistaradeild kvenna í handknattleik lauk í dag með úrslitaleik norska liðsins Vipers og ungverska liðsins FTC. Vipers tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja annað ungverskt lið, Györi, að velli í gær en FTC vann sigur á danska liðinu Esbjerg. Úrslitahelgin fór fram í MVM-höllinni í Búdapest og var áhorfendamet slegið á úrslitaleiknum í dag þegar 20.022 áhorfendur voru mættir á leikinn. Aldrei hafa fleiri verið viðstaddir kvennaleik í handbolta. Hin 43 ára gamla Katrine Lunde var frábær í marki Vipiers í dag.Vísir/EPA Vipers tók frumkvæðið í upphafi leiksins í dag og náði meðal annars 5-1 forystu. Lið FTC vann sig hins vegar til baka inn í leikinn og í hálfleik munaði aðeins einu marki, staðan þá 14-13 Vipers í vil. Norska liðið gerði hins vegar út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Með hina frábæru Anna Vyakhireva frá Rússlandi í fararbroddi náði Vipers 7-1 kafla og komst í 21-14 forystu. Það var of mikill fyrir FTC að brúa sem hafði komið mörgum á óvart með því að komast alla leið í úrslitaleikinn. 2nd half of the #ehffinal4 final: Kathrine Lunde s time has come #ehfcl @VipersKrSand pic.twitter.com/lUogez5fpm— EHF Champions League (@ehfcl) June 4, 2023 Lokatölur 28-24 fyrir Vipers sem þar með vann sinn þriðja sigur í röð í Meistaradeildinni. Hin 43 ára gamla Katrine Lunde var frábær í marki norska liðsins og varði 43% þeirra skota sem hún fékk á sig. Vyakhierva var markaæst hjá Vipers ásamt Sunniva Næs Andersen með sex mörk en Emily Bölk og Andrea Lekic skoruðu fimm mörk hvor fyrir FTC. Handbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Úrslitahelginni í Meistaradeild kvenna í handknattleik lauk í dag með úrslitaleik norska liðsins Vipers og ungverska liðsins FTC. Vipers tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja annað ungverskt lið, Györi, að velli í gær en FTC vann sigur á danska liðinu Esbjerg. Úrslitahelgin fór fram í MVM-höllinni í Búdapest og var áhorfendamet slegið á úrslitaleiknum í dag þegar 20.022 áhorfendur voru mættir á leikinn. Aldrei hafa fleiri verið viðstaddir kvennaleik í handbolta. Hin 43 ára gamla Katrine Lunde var frábær í marki Vipiers í dag.Vísir/EPA Vipers tók frumkvæðið í upphafi leiksins í dag og náði meðal annars 5-1 forystu. Lið FTC vann sig hins vegar til baka inn í leikinn og í hálfleik munaði aðeins einu marki, staðan þá 14-13 Vipers í vil. Norska liðið gerði hins vegar út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Með hina frábæru Anna Vyakhireva frá Rússlandi í fararbroddi náði Vipers 7-1 kafla og komst í 21-14 forystu. Það var of mikill fyrir FTC að brúa sem hafði komið mörgum á óvart með því að komast alla leið í úrslitaleikinn. 2nd half of the #ehffinal4 final: Kathrine Lunde s time has come #ehfcl @VipersKrSand pic.twitter.com/lUogez5fpm— EHF Champions League (@ehfcl) June 4, 2023 Lokatölur 28-24 fyrir Vipers sem þar með vann sinn þriðja sigur í röð í Meistaradeildinni. Hin 43 ára gamla Katrine Lunde var frábær í marki norska liðsins og varði 43% þeirra skota sem hún fékk á sig. Vyakhierva var markaæst hjá Vipers ásamt Sunniva Næs Andersen með sex mörk en Emily Bölk og Andrea Lekic skoruðu fimm mörk hvor fyrir FTC.
Handbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira