Handbolti

Lærisveinar Guðmundar tryggðu sér oddaleik

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson fékk flest atkvæði í kosningu Vísis en litlu munaði á honum og Degi Sigurðssyni.
Guðmundur Guðmundsson fékk flest atkvæði í kosningu Vísis en litlu munaði á honum og Degi Sigurðssyni. VÍSIR/VILHELM

Fredericia, undir stjórn íslenska þjálfarans Guðmundar Guðmundssonar, tryggði sér í dag oddaleik í einvígi um bronsverðlaun dönsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Skjern.

Skjern hafði unnið fyrri leik liðanna í einvíginu en í dag höfðu lærisveinar Guðmundar betur. 

Fredericia náði forystu í strax í upphafi leiks og lét hana aldrei af hendi. Að lokum vann liðið tveggja marka sigur, 27:25.

Liðin mætast því í hreinum úrslitaleik á næstu dögum um bronsið í dönsku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.