Er búsetufrelsisfólk annars flokks? Guðrún Njálsdóttir skrifar 4. júní 2023 12:00 Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins. Fljótlega kom þó í ljós að skilningur margra á þessari skráningu er annar en við héldum. Víða ber á þekkingarleysi og tortryggni í okkar garð t.d. hjá stofnunum, fyrirtækjum og meðal almennings. Það væri hægt að nefna mörg sérkennileg dæmi um skerta þjónustu og svör sem við höfum upplifað, dæmi sem þarf að kynna, skrifa um og berjast fyrir nauðsynlegum og sanngjörnum breytingum. Við töldum að með samvinnu við sveitarstjórn væri hægt að bæta úr mörgum þeim atriðum sem gerir fólki í sömu stöðu erfitt fyrir. Við stofnuðum því samtök hér í Grímsnesi og Grafningshreppi sem við köllum Búsetufrelsi. Samtökin hafa það markmið að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunamálum hópsins. Það er stór hópur hér í sveitinni sem býr á þennan hátt og hefur gert í áraraðir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengum við frambjóðendur beggja lista á fund með okkur og óskuðum eftir samráði. Báðir listar lýstu þá yfir vilja til samráðs, en eftir kosningar hafnaði þó núverandi meirihluti allri samvinnu á grundvelli ólögmætis þessara íbúa. Hvenær varð það ólöglegt að tala saman enda ekkert ólöglegt við skráningu okkar hjá Þjóðskrá? Nýlega ritaði oddviti sveitarstjórnar í Grímsnesi- og Grafningshreppi grein og lýsti vandvæðum sem hlytust af þessum hópi „ótilgreint“ því allar upplýsingar vantaði um okkur. Búsetufrelsi brást snarlega við og buðum fram þessar upplýsingar, fullkomna skráningu og yfirlit yfir alla íbúa í hreppnum sem eru skráðir ótilgreindir. Sveitarstjórn hafnaði þó upplýsingunum sem er sérkennilegt í ljósi orða oddvitans í fyrrgreindri blaðagrein. Því er staðan þannig að sveitarstjórn hefur ekki mikilvægar upplýsingar um raunverulegt aðsetur okkar, nauðsynlegar upplýsingar sem varða öryggi íbúa t.d. ef upp kemur náttúruvá. Að hafna samtali er líka einkennilegt því einhverjar skyldur hefur sveitarstjórn gagnvart kjósendum sínum og íbúum sveitarfélagsins. Við erum jú íbúar þessa hrepps og greiðum hér okkar fasteignagjöld og útsvar. Stundum spyrjum við hjónin okkur hvort við séum orðin annars flokks fólk, þrátt fyrir að hafa alla tíð greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Í raun hafa sveitarstjórnir ýmis ráð ef vilji er fyrir hendi og lausnamiðuð hugsun með í för. Ráðamenn eru ekki í takt við raunveruleikann ef þeir halda að búsetufrelsi sé ekki komið til með að vera. Það er alveg útilokað að snúa þessari þróun við, allra síst á okkar tímum þegar æ fleiri vilja búa í nánum tengslum við náttúruna, fjarvinna færist í aukana og vinna án staðsetningar dagurinn í dag. Höfundur er búsetufrelsiskona og íbúi í Grímsnesi- og Grafningshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES samningurinn? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins. Fljótlega kom þó í ljós að skilningur margra á þessari skráningu er annar en við héldum. Víða ber á þekkingarleysi og tortryggni í okkar garð t.d. hjá stofnunum, fyrirtækjum og meðal almennings. Það væri hægt að nefna mörg sérkennileg dæmi um skerta þjónustu og svör sem við höfum upplifað, dæmi sem þarf að kynna, skrifa um og berjast fyrir nauðsynlegum og sanngjörnum breytingum. Við töldum að með samvinnu við sveitarstjórn væri hægt að bæta úr mörgum þeim atriðum sem gerir fólki í sömu stöðu erfitt fyrir. Við stofnuðum því samtök hér í Grímsnesi og Grafningshreppi sem við köllum Búsetufrelsi. Samtökin hafa það markmið að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunamálum hópsins. Það er stór hópur hér í sveitinni sem býr á þennan hátt og hefur gert í áraraðir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengum við frambjóðendur beggja lista á fund með okkur og óskuðum eftir samráði. Báðir listar lýstu þá yfir vilja til samráðs, en eftir kosningar hafnaði þó núverandi meirihluti allri samvinnu á grundvelli ólögmætis þessara íbúa. Hvenær varð það ólöglegt að tala saman enda ekkert ólöglegt við skráningu okkar hjá Þjóðskrá? Nýlega ritaði oddviti sveitarstjórnar í Grímsnesi- og Grafningshreppi grein og lýsti vandvæðum sem hlytust af þessum hópi „ótilgreint“ því allar upplýsingar vantaði um okkur. Búsetufrelsi brást snarlega við og buðum fram þessar upplýsingar, fullkomna skráningu og yfirlit yfir alla íbúa í hreppnum sem eru skráðir ótilgreindir. Sveitarstjórn hafnaði þó upplýsingunum sem er sérkennilegt í ljósi orða oddvitans í fyrrgreindri blaðagrein. Því er staðan þannig að sveitarstjórn hefur ekki mikilvægar upplýsingar um raunverulegt aðsetur okkar, nauðsynlegar upplýsingar sem varða öryggi íbúa t.d. ef upp kemur náttúruvá. Að hafna samtali er líka einkennilegt því einhverjar skyldur hefur sveitarstjórn gagnvart kjósendum sínum og íbúum sveitarfélagsins. Við erum jú íbúar þessa hrepps og greiðum hér okkar fasteignagjöld og útsvar. Stundum spyrjum við hjónin okkur hvort við séum orðin annars flokks fólk, þrátt fyrir að hafa alla tíð greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Í raun hafa sveitarstjórnir ýmis ráð ef vilji er fyrir hendi og lausnamiðuð hugsun með í för. Ráðamenn eru ekki í takt við raunveruleikann ef þeir halda að búsetufrelsi sé ekki komið til með að vera. Það er alveg útilokað að snúa þessari þróun við, allra síst á okkar tímum þegar æ fleiri vilja búa í nánum tengslum við náttúruna, fjarvinna færist í aukana og vinna án staðsetningar dagurinn í dag. Höfundur er búsetufrelsiskona og íbúi í Grímsnesi- og Grafningshreppi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun