Pavel gerir tveggja ára samning við Tindastól Atli Arason skrifar 2. júní 2023 18:31 Pavel verður áfram á Sauðárkróki næstu tvö ár. Facebook / KKD Tindastóls Tindastóll og Pavel Ermolinskij skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um að þjálfarinn verði áfram í herbúðum félagsins næstu tvö ár. Tindastóll varð á dögunum Íslandsmeistari undir stjórn Pavels, á hans fyrsta ári í þjálfun, eftir frækinn 3-2 sigur á Valsmönnum í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla. Var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Tindastóls. Í tilkynningu félagsins segir að nýi samningurinn hafi verið af frumkvæði Pavels en ásamt því að stýra meistaraflokki karla mun Pavel einnig aðstoða við unglingastarf félagsins í bæði karla og kvennaflokki. „Síðustu mánuðir hafa auðvitað verið mikið ævintýri. Ég stökk á þetta tækifæri vegna þess að ég vissi í fyrsta lagi um þessa sterku umgjörð Tindastóls í körfuboltanum og líka vegna þess að mig langaði að spreyta mig á því verkefni að vera þjálfari og leiðtogi utan vallar. Þetta var ákveðin prufukeyrsla fyrir mig,“ sagði Pavel við undirritun í kvöld áður en hann bætti við. „Ég vildi vita hvort verkefni og ábyrgð þjálfarans hentuðu mér og það kom mér svo sem ekkert á óvart hvað ég nýt mín í þessu hlutverki. Og það kom mér heldur ekki á óvart hve vel var tekið á móti mér og allri fjölskyldunni. Sauðárkrókur er stórkostlegur staður að vera á og við hlökkum til þess að fá að kynnast íbúunum og bæjarlífinu enn betur á næstu árum.“ Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, bætti við að samstarf körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Pavels hefur verið til fyrirmyndar í allan vetur og segir að Pavel sé mikill fengur inn í allt körfuboltastarf félagsins. Tilkynningu félagsins má sjá í heild hér að neðan. Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir framlengja við Drungilas Adomas Drungilas hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Tindastóls til næstu tveggja ára. Drungilas var lykilmaður hjá liðinu í vetur. 21. maí 2023 14:14 Annar lykilmaður Tindastóls framlengir samning sinn Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og er nú á mála hjá liðinu til ársins 2025. 21. maí 2023 17:05 Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Tindastóll varð á dögunum Íslandsmeistari undir stjórn Pavels, á hans fyrsta ári í þjálfun, eftir frækinn 3-2 sigur á Valsmönnum í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla. Var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Tindastóls. Í tilkynningu félagsins segir að nýi samningurinn hafi verið af frumkvæði Pavels en ásamt því að stýra meistaraflokki karla mun Pavel einnig aðstoða við unglingastarf félagsins í bæði karla og kvennaflokki. „Síðustu mánuðir hafa auðvitað verið mikið ævintýri. Ég stökk á þetta tækifæri vegna þess að ég vissi í fyrsta lagi um þessa sterku umgjörð Tindastóls í körfuboltanum og líka vegna þess að mig langaði að spreyta mig á því verkefni að vera þjálfari og leiðtogi utan vallar. Þetta var ákveðin prufukeyrsla fyrir mig,“ sagði Pavel við undirritun í kvöld áður en hann bætti við. „Ég vildi vita hvort verkefni og ábyrgð þjálfarans hentuðu mér og það kom mér svo sem ekkert á óvart hvað ég nýt mín í þessu hlutverki. Og það kom mér heldur ekki á óvart hve vel var tekið á móti mér og allri fjölskyldunni. Sauðárkrókur er stórkostlegur staður að vera á og við hlökkum til þess að fá að kynnast íbúunum og bæjarlífinu enn betur á næstu árum.“ Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, bætti við að samstarf körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Pavels hefur verið til fyrirmyndar í allan vetur og segir að Pavel sé mikill fengur inn í allt körfuboltastarf félagsins. Tilkynningu félagsins má sjá í heild hér að neðan.
Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir framlengja við Drungilas Adomas Drungilas hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Tindastóls til næstu tveggja ára. Drungilas var lykilmaður hjá liðinu í vetur. 21. maí 2023 14:14 Annar lykilmaður Tindastóls framlengir samning sinn Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og er nú á mála hjá liðinu til ársins 2025. 21. maí 2023 17:05 Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Íslandsmeistararnir framlengja við Drungilas Adomas Drungilas hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Tindastóls til næstu tveggja ára. Drungilas var lykilmaður hjá liðinu í vetur. 21. maí 2023 14:14
Annar lykilmaður Tindastóls framlengir samning sinn Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og er nú á mála hjá liðinu til ársins 2025. 21. maí 2023 17:05
Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05