Pavel gerir tveggja ára samning við Tindastól Atli Arason skrifar 2. júní 2023 18:31 Pavel verður áfram á Sauðárkróki næstu tvö ár. Facebook / KKD Tindastóls Tindastóll og Pavel Ermolinskij skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um að þjálfarinn verði áfram í herbúðum félagsins næstu tvö ár. Tindastóll varð á dögunum Íslandsmeistari undir stjórn Pavels, á hans fyrsta ári í þjálfun, eftir frækinn 3-2 sigur á Valsmönnum í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla. Var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Tindastóls. Í tilkynningu félagsins segir að nýi samningurinn hafi verið af frumkvæði Pavels en ásamt því að stýra meistaraflokki karla mun Pavel einnig aðstoða við unglingastarf félagsins í bæði karla og kvennaflokki. „Síðustu mánuðir hafa auðvitað verið mikið ævintýri. Ég stökk á þetta tækifæri vegna þess að ég vissi í fyrsta lagi um þessa sterku umgjörð Tindastóls í körfuboltanum og líka vegna þess að mig langaði að spreyta mig á því verkefni að vera þjálfari og leiðtogi utan vallar. Þetta var ákveðin prufukeyrsla fyrir mig,“ sagði Pavel við undirritun í kvöld áður en hann bætti við. „Ég vildi vita hvort verkefni og ábyrgð þjálfarans hentuðu mér og það kom mér svo sem ekkert á óvart hvað ég nýt mín í þessu hlutverki. Og það kom mér heldur ekki á óvart hve vel var tekið á móti mér og allri fjölskyldunni. Sauðárkrókur er stórkostlegur staður að vera á og við hlökkum til þess að fá að kynnast íbúunum og bæjarlífinu enn betur á næstu árum.“ Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, bætti við að samstarf körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Pavels hefur verið til fyrirmyndar í allan vetur og segir að Pavel sé mikill fengur inn í allt körfuboltastarf félagsins. Tilkynningu félagsins má sjá í heild hér að neðan. Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir framlengja við Drungilas Adomas Drungilas hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Tindastóls til næstu tveggja ára. Drungilas var lykilmaður hjá liðinu í vetur. 21. maí 2023 14:14 Annar lykilmaður Tindastóls framlengir samning sinn Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og er nú á mála hjá liðinu til ársins 2025. 21. maí 2023 17:05 Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Tindastóll varð á dögunum Íslandsmeistari undir stjórn Pavels, á hans fyrsta ári í þjálfun, eftir frækinn 3-2 sigur á Valsmönnum í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla. Var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Tindastóls. Í tilkynningu félagsins segir að nýi samningurinn hafi verið af frumkvæði Pavels en ásamt því að stýra meistaraflokki karla mun Pavel einnig aðstoða við unglingastarf félagsins í bæði karla og kvennaflokki. „Síðustu mánuðir hafa auðvitað verið mikið ævintýri. Ég stökk á þetta tækifæri vegna þess að ég vissi í fyrsta lagi um þessa sterku umgjörð Tindastóls í körfuboltanum og líka vegna þess að mig langaði að spreyta mig á því verkefni að vera þjálfari og leiðtogi utan vallar. Þetta var ákveðin prufukeyrsla fyrir mig,“ sagði Pavel við undirritun í kvöld áður en hann bætti við. „Ég vildi vita hvort verkefni og ábyrgð þjálfarans hentuðu mér og það kom mér svo sem ekkert á óvart hvað ég nýt mín í þessu hlutverki. Og það kom mér heldur ekki á óvart hve vel var tekið á móti mér og allri fjölskyldunni. Sauðárkrókur er stórkostlegur staður að vera á og við hlökkum til þess að fá að kynnast íbúunum og bæjarlífinu enn betur á næstu árum.“ Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, bætti við að samstarf körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Pavels hefur verið til fyrirmyndar í allan vetur og segir að Pavel sé mikill fengur inn í allt körfuboltastarf félagsins. Tilkynningu félagsins má sjá í heild hér að neðan.
Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir framlengja við Drungilas Adomas Drungilas hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Tindastóls til næstu tveggja ára. Drungilas var lykilmaður hjá liðinu í vetur. 21. maí 2023 14:14 Annar lykilmaður Tindastóls framlengir samning sinn Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og er nú á mála hjá liðinu til ársins 2025. 21. maí 2023 17:05 Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Íslandsmeistararnir framlengja við Drungilas Adomas Drungilas hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Tindastóls til næstu tveggja ára. Drungilas var lykilmaður hjá liðinu í vetur. 21. maí 2023 14:14
Annar lykilmaður Tindastóls framlengir samning sinn Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og er nú á mála hjá liðinu til ársins 2025. 21. maí 2023 17:05
Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn