Viðskipti innlent

Öl­gerðin verði fyrsti hin­segin­væni vinnu­staðurinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdarstjóri Samtakanna 78 og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdarstjóri Samtakanna 78 og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Ölgerðin

Samtökin 78 hafa ásamt Ölgerðinni skrifað undir viljayfirlýsingu um að í lok árs fái Ölgerðin vottun sem hinseginvænn vinnustaður, fyrst fyrirtækja á Íslandi.

Í vottun um hinseginvænan vinnustað felst að starfsfólk fái hinseginfræðslu, að kannanir í tengslum við hinseginleika verði framkvæmdar og að Samtökin geri úttekt á fyrirtækinu með hinseginleika í huga. Þá fari fram formleg vottun fyrir árslok ef allt gengur eftir.

Daníel E. Arnarson, framkvæmdarstjóri Samtakanna 78, segir í tilkynningu að vottun hinseginvænna vinnustaða stuðli að fjölbreyttara og betra samfélagi. „Samkvæmt nýjum rannsóknum sjáum við að minnihluti hinsegin fólks er opið með sinn hinseginleika á vinnustað sínum.“


Tengdar fréttir

Garðabær og Samtökin´78 í samstarf

Garðabær og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um þjónustu samtakanna við Garðabæ. Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar.

Öl­gerðin vildi stækka með yfir­töku á fyrir­tækjarisanum Veritas

Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, var í hópi þeirra fjárfesta sem sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækjasamstæðuna Veritas fyrr árinu. Óvissa í efnahagslífinu, einkum vegna hækkandi vaxta, þýddi hins vegar að talsverðu munaði í væntingum mögulegra kaupenda og seljenda um verðmiða á félaginu og var söluferlið því sett ótímabundið á ís.

Þau dul­búa hatur sitt sem á­hyggjur af vel­ferð barna

Í hinsegin samfélaginu deilum við sameiginlegri sögu baráttu og sigurs, sem er vitnisburður um seiglu okkar gegn misskilningi og hatri. Það er mikilvægt að muna að fræ fordóma spíra oft innan innstu hringa áður en þau dreifa sér út á við.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.