Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustunnar Renata S. Blöndal skrifar 2. júní 2023 09:01 Ferðaþjónustan er sú grein sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, hún skilar bæði meiru en sjávarútvegurinn og öll álframleiðsla landsins. Útlit er fyrir að þessar tekjur muni aukast töluvert á næstu árum en greiningaraðilar gera ráð fyrir komu rúmlega 2 milljóna ferðamanna á þessu ári og rúmum 2,5 milljónum árið 2025 samanborið við 2,3 milljónir metárið 2018. Til þess að geta tekið á móti þessum fjölda með góðu móti þarf að efla heilsársferðamennsku og dreifa ferðamönnum á fleiri fjórðunga en Suðurlandið sem er langvinsælasti áfangastaðurinn. Þá er mikilvægt að hver ferðamaður skilji meira eftir sig með sem minnstu kolefnisspori og raski á náttúru og innviðum. Í þeim tilgangi settu sveitarfélögin á Austurlandi á fót stofnunina Austurbrú sem vinnur að því að fjórðungurinn verði staður fólks, fjárfesta og fyrirtækja sem vilja byggja upp sjálfbært samfélag. Starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið að því að móta stefnu í ferðaþjónustu fyrir landshlutann sem einkennist af stórbrotinni náttúru og fjölbreyttu dýralífi. Hluti af þeirri vinnu var að bjóða undirritaðri fyrir hönd Arctic Adventures ásamt öðrum fjárfestum á svæðið og kynna fyrir þeim þá ótrúlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað ásamt metnaðarfullri og spennandi framtíðarsýn. Ég vil hér nefna nokkur þeirra fyrirtækja sem við heimsóttum, en legg áherslu á að þetta er aðeins lítið brot af því sem í boði er á Austurlandi fyrir ferðamenn, íslenska sem erlenda. Á Borgarfirði Eystri má finna áfangastaðinn Blábjörg sem er í senn hótel, lúxus heilsulind, veitingastaður, bar og brugghús. Hægt er að velja á milli þara- eða bjórbaða, njóta útsýnisins yfir fjörðinn í heitum útipottum, fá sér rjúkandi kaffi í kaffihúsinu við rætur lundahólmans, eða gæða sér á heimabrugguðum verðlaunabjór á glæsilegum bar. Annar fallegur áfangastaður er Óbyggðasetrið í Fljótsdal en það er hótel í gömlum rómantískum stíl með baðhúsi, heitri laug og úrval afþreyingar ss. göngur, hestaferðir og gönguskíðaferðir. Eiðar er áfangastaður rétt fyrir utan Egilsstaði sem vert er að fylgjast með. Þar er stefnt að því að umturna gömlum byggingum á svæðinu í lúxus hótel, setja upp golfvöll og reisa fallega sumarhúsabyggð. Að lokum verður að minnast náttúrulaugarnar Vök við Urriðavatn hjá Egilsstöðum og litlu rauðu gistihúsin á Mjóeyri með útsýni yfir Eskifjörð. Þessi uppbygging í ferðaþjónustu í fjórðungnum blæs atvinnulífinu byr undir báða vængi. Lífsgæði á svæðinu aukast með tilkomu veitingastaða, kaffihúsa, afþreyinga og menningarlífs. Þessi auknu lífsgæði gera ungu fólki kleift að snúa aftur í heimabyggð að námi loknu sem styður við uppbyggingu á öðrum sviðum svo sem matvælaframleiðslu, iðnaði, menningu og listum. Ljóst er að með öllum þessum fjárfestingum, sem eru enn sem komið er að miklu leyti á herðum heimamanna, verða innviðir að vera til staðar. Margt hefur gengið vel en betur má ef duga skal. Ríki og sveitarfélög verða að koma að borðinu með meiri krafti til þess að heildarmyndin gangi upp. Frumkvöðlar á borð við þau sem nefnd eru hér að ofan hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp faglega og metnaðarfulla þjónustu og gestir verða að geta nálgast þá þjónustu allan ársins hring. Traustir innviðir tryggja einnig að ágangur ferðamanna á samfélagið og náttúruna verði ekki of mikill m.a. með reglulegu aðgengi að snyrtingu, merktum gönguleiðum og öruggum útsýnispöllum. Ferðaþjónustan þrífst ekki nema í sátt við nærsamfélögin sem eiga mikið undir því að ungt fólk hafi aðgengi að fjölbreyttum störfum í lifandi samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu, þjónustu og markaðsmála hjá Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er sú grein sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, hún skilar bæði meiru en sjávarútvegurinn og öll álframleiðsla landsins. Útlit er fyrir að þessar tekjur muni aukast töluvert á næstu árum en greiningaraðilar gera ráð fyrir komu rúmlega 2 milljóna ferðamanna á þessu ári og rúmum 2,5 milljónum árið 2025 samanborið við 2,3 milljónir metárið 2018. Til þess að geta tekið á móti þessum fjölda með góðu móti þarf að efla heilsársferðamennsku og dreifa ferðamönnum á fleiri fjórðunga en Suðurlandið sem er langvinsælasti áfangastaðurinn. Þá er mikilvægt að hver ferðamaður skilji meira eftir sig með sem minnstu kolefnisspori og raski á náttúru og innviðum. Í þeim tilgangi settu sveitarfélögin á Austurlandi á fót stofnunina Austurbrú sem vinnur að því að fjórðungurinn verði staður fólks, fjárfesta og fyrirtækja sem vilja byggja upp sjálfbært samfélag. Starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið að því að móta stefnu í ferðaþjónustu fyrir landshlutann sem einkennist af stórbrotinni náttúru og fjölbreyttu dýralífi. Hluti af þeirri vinnu var að bjóða undirritaðri fyrir hönd Arctic Adventures ásamt öðrum fjárfestum á svæðið og kynna fyrir þeim þá ótrúlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað ásamt metnaðarfullri og spennandi framtíðarsýn. Ég vil hér nefna nokkur þeirra fyrirtækja sem við heimsóttum, en legg áherslu á að þetta er aðeins lítið brot af því sem í boði er á Austurlandi fyrir ferðamenn, íslenska sem erlenda. Á Borgarfirði Eystri má finna áfangastaðinn Blábjörg sem er í senn hótel, lúxus heilsulind, veitingastaður, bar og brugghús. Hægt er að velja á milli þara- eða bjórbaða, njóta útsýnisins yfir fjörðinn í heitum útipottum, fá sér rjúkandi kaffi í kaffihúsinu við rætur lundahólmans, eða gæða sér á heimabrugguðum verðlaunabjór á glæsilegum bar. Annar fallegur áfangastaður er Óbyggðasetrið í Fljótsdal en það er hótel í gömlum rómantískum stíl með baðhúsi, heitri laug og úrval afþreyingar ss. göngur, hestaferðir og gönguskíðaferðir. Eiðar er áfangastaður rétt fyrir utan Egilsstaði sem vert er að fylgjast með. Þar er stefnt að því að umturna gömlum byggingum á svæðinu í lúxus hótel, setja upp golfvöll og reisa fallega sumarhúsabyggð. Að lokum verður að minnast náttúrulaugarnar Vök við Urriðavatn hjá Egilsstöðum og litlu rauðu gistihúsin á Mjóeyri með útsýni yfir Eskifjörð. Þessi uppbygging í ferðaþjónustu í fjórðungnum blæs atvinnulífinu byr undir báða vængi. Lífsgæði á svæðinu aukast með tilkomu veitingastaða, kaffihúsa, afþreyinga og menningarlífs. Þessi auknu lífsgæði gera ungu fólki kleift að snúa aftur í heimabyggð að námi loknu sem styður við uppbyggingu á öðrum sviðum svo sem matvælaframleiðslu, iðnaði, menningu og listum. Ljóst er að með öllum þessum fjárfestingum, sem eru enn sem komið er að miklu leyti á herðum heimamanna, verða innviðir að vera til staðar. Margt hefur gengið vel en betur má ef duga skal. Ríki og sveitarfélög verða að koma að borðinu með meiri krafti til þess að heildarmyndin gangi upp. Frumkvöðlar á borð við þau sem nefnd eru hér að ofan hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp faglega og metnaðarfulla þjónustu og gestir verða að geta nálgast þá þjónustu allan ársins hring. Traustir innviðir tryggja einnig að ágangur ferðamanna á samfélagið og náttúruna verði ekki of mikill m.a. með reglulegu aðgengi að snyrtingu, merktum gönguleiðum og öruggum útsýnispöllum. Ferðaþjónustan þrífst ekki nema í sátt við nærsamfélögin sem eiga mikið undir því að ungt fólk hafi aðgengi að fjölbreyttum störfum í lifandi samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu, þjónustu og markaðsmála hjá Arctic Adventures.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun