Handbolti

Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ.
Snorri Steinn Guðjónsson skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta.

Fundurinn hófst klukkan 13:00. Útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þar má einnig nálgast beina textalýsingu frá honum.

Snorri skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ og verður í fullu starfi hjá sambandinu. Honum til aðstoðar verður Arnór Atlason.

Fyrsta stóra verkefni Snorra sem landsliðsþjálfari verður Evrópumótið í Þýskalandi í janúar. Þar spilar Ísland í riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og komast tvö lið áfram í milliriðlakeppnina. 

Góður árangur á EM gæti skilað Íslandi í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París sumarið 2024. Bæði Snorri og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sögðu að markmið íslenska liðsins væri að komast þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×