Viðskiptataflið snúist við milli ESB og Rússa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 09:15 Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB. Getty Rússar kaupa nú meira af Evrópusambandslöndum en öfugt. Evrópa kaupir mun minna af olíu og gasi frá Rússlandi en áður. Í marsmánuði síðastliðnum var vöruskiptajöfnuður hagstæður fyrir Evrópusambandið gagnvart Rússum. Keyptu Rússar því sem nemur 200 milljón evrum meira af Evrópusambandslöndum en þeir seldu. Þetta er mikill viðsnúningur því í gegnum tíðina hefur Evrópa keypt langt um meira af Rússum en öfugt. Það er einkum vegna kaupa á olíu og gasi. Meðvituð stýring Ástæðan eru viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og meðvituð stýring viðskipta frá Rússlandi. Bæði af hálfu einstakra ríkja og fyrirtækja. En mörg stórfyrirtæki hafa horfið frá viðskiptum við Rússland og lokað útibúum sínum þar í landi. Þegar innrás Rússa inn í Úkraínu hófst, í febrúar árið 2022, var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður fyrir Evrópusambandið um 8 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða íslenskra króna. Orka frá öðrum löndum Ólíkt því sem búast mætti við þá jókst þessi tala mjög hratt í kjölfar árásarinnar. Strax í marsmánuði í fyrra keypti Evrópusambandið því sem nemur 18,4 milljörðum meira af Rússum en öfugt. Þétt gas sem flutt er með skipum hefur skipt miklu máli fyrir Evrópusambandslönd.Getty Þetta var einkum vegna þess að verð á gasi og olíu rauk upp og Evrópa var ekki með aðrar augljósar leiðir til þess að útvega sér orku en að kaupa af Rússum. Var Evrópusambandið gagnrýnt fyrir að skrúfa ekki strax fyrir þessi viðskipti, og þar með knýja stríðsvél Rússa í Úkraínu. En þvinganirnar hertust og hertust og Evrópa keypti í auknum mæli orku annars staðar frá. Meðal annars gas frá ríkjum Norður Afríku í gegnum leiðslur á Spáni og gas sem þétt hefur verið í vökva frá Bandaríkjunum. Viðskiptin hrunið Í marsmánuði árið 2022 nam innflutningur frá Rússlandi 9,5 prósentum af öllum innflutningi Evrópusambandsins. Ári seinna var hlutfallið aðeins 1,9 prósent. Útflutningur hefur einnig minnkað, úr 4 prósentum niður í 1,8. Virði þess sem Evrópa selur er hins vegar nú meira en þess sem hún kaupir. Evrópusambandið Rússland Orkumál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Í marsmánuði síðastliðnum var vöruskiptajöfnuður hagstæður fyrir Evrópusambandið gagnvart Rússum. Keyptu Rússar því sem nemur 200 milljón evrum meira af Evrópusambandslöndum en þeir seldu. Þetta er mikill viðsnúningur því í gegnum tíðina hefur Evrópa keypt langt um meira af Rússum en öfugt. Það er einkum vegna kaupa á olíu og gasi. Meðvituð stýring Ástæðan eru viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og meðvituð stýring viðskipta frá Rússlandi. Bæði af hálfu einstakra ríkja og fyrirtækja. En mörg stórfyrirtæki hafa horfið frá viðskiptum við Rússland og lokað útibúum sínum þar í landi. Þegar innrás Rússa inn í Úkraínu hófst, í febrúar árið 2022, var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður fyrir Evrópusambandið um 8 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða íslenskra króna. Orka frá öðrum löndum Ólíkt því sem búast mætti við þá jókst þessi tala mjög hratt í kjölfar árásarinnar. Strax í marsmánuði í fyrra keypti Evrópusambandið því sem nemur 18,4 milljörðum meira af Rússum en öfugt. Þétt gas sem flutt er með skipum hefur skipt miklu máli fyrir Evrópusambandslönd.Getty Þetta var einkum vegna þess að verð á gasi og olíu rauk upp og Evrópa var ekki með aðrar augljósar leiðir til þess að útvega sér orku en að kaupa af Rússum. Var Evrópusambandið gagnrýnt fyrir að skrúfa ekki strax fyrir þessi viðskipti, og þar með knýja stríðsvél Rússa í Úkraínu. En þvinganirnar hertust og hertust og Evrópa keypti í auknum mæli orku annars staðar frá. Meðal annars gas frá ríkjum Norður Afríku í gegnum leiðslur á Spáni og gas sem þétt hefur verið í vökva frá Bandaríkjunum. Viðskiptin hrunið Í marsmánuði árið 2022 nam innflutningur frá Rússlandi 9,5 prósentum af öllum innflutningi Evrópusambandsins. Ári seinna var hlutfallið aðeins 1,9 prósent. Útflutningur hefur einnig minnkað, úr 4 prósentum niður í 1,8. Virði þess sem Evrópa selur er hins vegar nú meira en þess sem hún kaupir.
Evrópusambandið Rússland Orkumál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55 Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55
Hvetja aðildarríki til samdráttar í gasnotkun Evrópusambandið segir Evrópubúum að búa sig undir skort á gasi en möguleiki sé á frekari niðurskurði á flæði frá Rússlandi, það segir Rússland vopnvæða útflutning á gasi. 20. júlí 2022 23:55
Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. 31. maí 2022 13:19