Þarf ég að ganga heim? Máni Þór Magnason skrifar 1. júní 2023 08:30 Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu. Ein helsta ástæða þess er skortur á almenningssamgöngum á nóttinni, en slíka þjónustu er aðeins að fá innan Reykjavíkur. Endurkoma á næturstrætó væru ekki aðeins miklar umbætur á samgöngumálum stórhöfuðborgarsvæðisins, heldur er einnig um mikilvægt öryggismál að ræða. Það á að vera sjálfsagt fyrir okkur öll að komast örugg heim, en þetta takmarkaða aðgengi á almenningssamgöngum ýtir undir að ýmsir hópar fólks finna fyrir óöryggi á nóttunni. Einnig getur þetta leitt til þess að fólk keyri sjálft heim, undir áhrifum áfengis, með þeim hættum sem því fylgir. En hver er ástæðan fyrir því að nágrannar höfuðborgarinnar hafi ekki endurvakið næturstrætó? Þegar þessari spurningu er kastað fram er oftast vísað í hve kostnaðarsamt það er að halda næturstrætó úti. Ef litið er á kostnaðaráætlun kemur hins vegar annað í ljós, en í upplýsingum frá Strætó má sjá áætlaðan kostnað fyrir nokkur af nágrannasveitafélögum Reykjavíkur, verði þau samtaka um að taka þjónustuna upp, eins og sjá má í töflu hér að neðan. Í kostnaðargreiningunni er búist við 5 m.kr hagnaði á þjónustunni, miðað við að allir notendur myndu borga tvöfalt strætógjald fyrir þjónustuna, eða um 1100 krónur. Ég vil hvetja þessi bæjarfélög til að hugsa um hagsmuni íbúa sinna og koma þessari nauðsynlegu þjónustu aftur á laggirnar. Höfundur er ritari Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Hafnarfjörður Strætó Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu. Ein helsta ástæða þess er skortur á almenningssamgöngum á nóttinni, en slíka þjónustu er aðeins að fá innan Reykjavíkur. Endurkoma á næturstrætó væru ekki aðeins miklar umbætur á samgöngumálum stórhöfuðborgarsvæðisins, heldur er einnig um mikilvægt öryggismál að ræða. Það á að vera sjálfsagt fyrir okkur öll að komast örugg heim, en þetta takmarkaða aðgengi á almenningssamgöngum ýtir undir að ýmsir hópar fólks finna fyrir óöryggi á nóttunni. Einnig getur þetta leitt til þess að fólk keyri sjálft heim, undir áhrifum áfengis, með þeim hættum sem því fylgir. En hver er ástæðan fyrir því að nágrannar höfuðborgarinnar hafi ekki endurvakið næturstrætó? Þegar þessari spurningu er kastað fram er oftast vísað í hve kostnaðarsamt það er að halda næturstrætó úti. Ef litið er á kostnaðaráætlun kemur hins vegar annað í ljós, en í upplýsingum frá Strætó má sjá áætlaðan kostnað fyrir nokkur af nágrannasveitafélögum Reykjavíkur, verði þau samtaka um að taka þjónustuna upp, eins og sjá má í töflu hér að neðan. Í kostnaðargreiningunni er búist við 5 m.kr hagnaði á þjónustunni, miðað við að allir notendur myndu borga tvöfalt strætógjald fyrir þjónustuna, eða um 1100 krónur. Ég vil hvetja þessi bæjarfélög til að hugsa um hagsmuni íbúa sinna og koma þessari nauðsynlegu þjónustu aftur á laggirnar. Höfundur er ritari Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar