Handbolti

Fjör í upphitun Eyjamanna fyrir stórleikinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir er mætt til Eyja á leikinn en Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, er faðir Söndru.
Landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir er mætt til Eyja á leikinn en Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, er faðir Söndru. Vísir

Nú er rétt um hálftími þar til flautað verður til leiks ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum þar sem barist verður um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Svava Kristín Grétarsdóttir tók púlsinn á stuðningsmönnum ÍBV nú rétt áðan.

Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:00 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eyjamenn hófu upphitun sína í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 17:00 og þar var mikið fjör eins og við var að búast.

Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona kíkti við og tók púlsinn á Eyjamönnum. Svava ræddi meðal annars var Sigurð Bragason, þjálfara kvennaliðs ÍBV, sem var í óðaönn að steikja hamborgara ofan í svanga stuðningsmenn.

„Ég er stressaður, við vorum svo ósannfærandi um daginn þannig að ég er stressaður,“ sagði Sigurður og Svava spurði hann hvort ÍBV kynni að vinna titla í Eyjum en báðir Íslandsmeistaratitlar liðsins hingað til hafa unnist í Hafnarfirði, árið 2014 gegn Haukum og svo árið 2018 gegn FH.

„Það hefur aldrei gerst karlamegin, en vonandi verður það núna. Ég hef trú á því, auðvitað hef ég trú á því,“ sagði Sigurður.

Allt innslag Svövu má sjá hér fyrir neðan en hún hitti einnig Guðmund Ásgeir Grétarsson sem aldrei lætur sig vanta á leiki Eyjaliðsins og hann var bjartsýnn fyrir kvöldið.

Klippa: Upphitun fyrir leik ÍBV og HaukaFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.