Rán í skjóli laga? Aðalsteinn Arnbjörnsson skrifar 31. maí 2023 12:30 Oft velur fólk að leggja fyrir einhverja fjármuni þegar nálgast lífeyrisaldur og margir minnka við sig húsnæði og leggja fjármuni til hliðar. Hvatt er til sparnaðar af hagfræðingum, stjórnvöldum og seðlabanka og þá er mælt með verðtryggðum innlánsreikningum frekar en taka áhættu í hlutabréfum eða öðrum áhættusömum fjárfestingum. Sigríður frænka og þau hjónin lögðu fyrir 10 milljónir hvort til mögru áranna á verðtryggðan bankareikning sem ber nánast enga vexti, einungis verðbætur. Fólk fær frá bankanum sömu verðmæti út eins og lögð voru inn, eftir t.d. þriggja ára binditíma. Engin virðisaukning eða rauntekjur fást. Finnst stjórnvöldum í lagi að lækka stórlega ellilífeyri Sigríðar vegna sparnaðar, þrátt fyrir enga eignaaukningu eða rauntekjur af inneign? Tekin eru 45% af verðbótum inneignarinnar. Sigríði er refsað fyrir að geyma sparifé á 0 % raunvöxtum. Verðbætur eru einungis leiðrétting til að viðhalda óbreyttu verðmæti fjármuna og ættu auðvita ekki að hafa áhrif á bótagreiðslur, styrki eða lífeyri. Hjónin hafa í áratugi greitt háar upphæðir í verðbætur af verðtryggðum húsnæðislánum, námslánum bílalánum ofl. Þau eru vel meðvituð um að greiddar verðbætur eru einungis leiðrétting til að skuldir og inneignir haldi óbreyttu verðgildi. En bíðum nú við. Þegar þau ná ellilífeyrisaldri verða verðbætur (leiðréttingin) skyndilega að allt öðru. Í lögum um almannatryggingar kallast leiðréttingin tekjur og nær helmingur er gerður upptækur þegar 45% af leiðréttingunni dregst frá lífeyri þeirra. Þetta er auðvita fullkomlega galið. Miðað við 8% meðalverðbólgu eru verðbætur 800 þ. á ári fyrir 10 milljóna inneign. Lækkun á lífeyri hjónanna er samtals 720.000 á ári. Á þriggja ára binditíma „sparnaðarins“ hefur þeim hjónum verið refsað að tilefnislausu um 2,16 milljónir króna. Eðlilegt getur verið að draga úr greiðslum ríkisins til einstaklinga vegna rauntekna eða eignaaukningar sem nota má til framfærslu, svo sem atvinnutekjur, leigutekjur ofl. Hinsvegar eru verðbætur ekki tekjur, heldur leiðrétting til að halda óbreyttu virði fjármuna. Engir aukalítrar af mjólk fást fyrir verðbætur og 0% raunávöxtun. Í stuttu máli: Þú greiðir 100% verðbætur vegna lána þinna í áratugi til að tryggja að bankar og lánastofnanir fái sitt, en þegar þú verður öldruð Sigríður mín, verða verðbætur af inneign þinni notaðar gegn þér. Fyrst greiðir þú allt að 22% skatt af verðbótum eins og aðrir hópar gera og síðan er sérstök 45% refsing fyrir aldraða. Hér er verið að ræna aldraða konu. Landsmenn upplifa nú u.þ.b. 10% hækkanir á nauðsynjavörum og þjónustu á nær öllum sviðum. Á sama tíma eru lífeyrisgreiðslur aldraðra lækkaðar og þessum hópi refsað sérstaklega umfram aðra hópa samfélagsins. Skerðing vegna sparnaðar á neikvæðum eða 0% raunvöxtum er meginorsök fyrir því að nú er verið að rukka 49 þúsund lífeyrisþega um 8 milljarða. Þegar augljóst gróft brot er framið á einum hópi samfélagsins verður að ætlast til að stjórnvöld og alþingi bregðist við og breyti lögum án tafar. Eldri borgarar greiða tekjuskatt og aðra skatta til jafns við aðra hópa samfélagsins. Þegar inneign þeirra í banka er leiðrétt með verðbótum hirða stofnanir ríkisins 45-67% af verðbótunum, en aðrir greiða einungis skatt frá 0-22%. Verið er að brjóta á lífeyrisþegum og útiloka þá frá eðlilegum sparnaði. Hvað segja lögfræðingar um núgildandi lög almannatrygginga. Er jafnræðis og meðalhófs gætt? Er í lagi að skerða bætur vegna 0% raunávöxtunar? Samrýmast lögin stjórnarskrá og uppfylla þau evrópskar reglur og skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist? Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Oft velur fólk að leggja fyrir einhverja fjármuni þegar nálgast lífeyrisaldur og margir minnka við sig húsnæði og leggja fjármuni til hliðar. Hvatt er til sparnaðar af hagfræðingum, stjórnvöldum og seðlabanka og þá er mælt með verðtryggðum innlánsreikningum frekar en taka áhættu í hlutabréfum eða öðrum áhættusömum fjárfestingum. Sigríður frænka og þau hjónin lögðu fyrir 10 milljónir hvort til mögru áranna á verðtryggðan bankareikning sem ber nánast enga vexti, einungis verðbætur. Fólk fær frá bankanum sömu verðmæti út eins og lögð voru inn, eftir t.d. þriggja ára binditíma. Engin virðisaukning eða rauntekjur fást. Finnst stjórnvöldum í lagi að lækka stórlega ellilífeyri Sigríðar vegna sparnaðar, þrátt fyrir enga eignaaukningu eða rauntekjur af inneign? Tekin eru 45% af verðbótum inneignarinnar. Sigríði er refsað fyrir að geyma sparifé á 0 % raunvöxtum. Verðbætur eru einungis leiðrétting til að viðhalda óbreyttu verðmæti fjármuna og ættu auðvita ekki að hafa áhrif á bótagreiðslur, styrki eða lífeyri. Hjónin hafa í áratugi greitt háar upphæðir í verðbætur af verðtryggðum húsnæðislánum, námslánum bílalánum ofl. Þau eru vel meðvituð um að greiddar verðbætur eru einungis leiðrétting til að skuldir og inneignir haldi óbreyttu verðgildi. En bíðum nú við. Þegar þau ná ellilífeyrisaldri verða verðbætur (leiðréttingin) skyndilega að allt öðru. Í lögum um almannatryggingar kallast leiðréttingin tekjur og nær helmingur er gerður upptækur þegar 45% af leiðréttingunni dregst frá lífeyri þeirra. Þetta er auðvita fullkomlega galið. Miðað við 8% meðalverðbólgu eru verðbætur 800 þ. á ári fyrir 10 milljóna inneign. Lækkun á lífeyri hjónanna er samtals 720.000 á ári. Á þriggja ára binditíma „sparnaðarins“ hefur þeim hjónum verið refsað að tilefnislausu um 2,16 milljónir króna. Eðlilegt getur verið að draga úr greiðslum ríkisins til einstaklinga vegna rauntekna eða eignaaukningar sem nota má til framfærslu, svo sem atvinnutekjur, leigutekjur ofl. Hinsvegar eru verðbætur ekki tekjur, heldur leiðrétting til að halda óbreyttu virði fjármuna. Engir aukalítrar af mjólk fást fyrir verðbætur og 0% raunávöxtun. Í stuttu máli: Þú greiðir 100% verðbætur vegna lána þinna í áratugi til að tryggja að bankar og lánastofnanir fái sitt, en þegar þú verður öldruð Sigríður mín, verða verðbætur af inneign þinni notaðar gegn þér. Fyrst greiðir þú allt að 22% skatt af verðbótum eins og aðrir hópar gera og síðan er sérstök 45% refsing fyrir aldraða. Hér er verið að ræna aldraða konu. Landsmenn upplifa nú u.þ.b. 10% hækkanir á nauðsynjavörum og þjónustu á nær öllum sviðum. Á sama tíma eru lífeyrisgreiðslur aldraðra lækkaðar og þessum hópi refsað sérstaklega umfram aðra hópa samfélagsins. Skerðing vegna sparnaðar á neikvæðum eða 0% raunvöxtum er meginorsök fyrir því að nú er verið að rukka 49 þúsund lífeyrisþega um 8 milljarða. Þegar augljóst gróft brot er framið á einum hópi samfélagsins verður að ætlast til að stjórnvöld og alþingi bregðist við og breyti lögum án tafar. Eldri borgarar greiða tekjuskatt og aðra skatta til jafns við aðra hópa samfélagsins. Þegar inneign þeirra í banka er leiðrétt með verðbótum hirða stofnanir ríkisins 45-67% af verðbótunum, en aðrir greiða einungis skatt frá 0-22%. Verið er að brjóta á lífeyrisþegum og útiloka þá frá eðlilegum sparnaði. Hvað segja lögfræðingar um núgildandi lög almannatrygginga. Er jafnræðis og meðalhófs gætt? Er í lagi að skerða bætur vegna 0% raunávöxtunar? Samrýmast lögin stjórnarskrá og uppfylla þau evrópskar reglur og skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist? Höfundur er verkfræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun