Viðskipti innlent

Eva Ýr ráðin mann­auðs­stjóri Al­vot­ech

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Eva hefur meðal annars starfað við mannauðsmál hjá Landspítalanum og Össuri.
Eva hefur meðal annars starfað við mannauðsmál hjá Landspítalanum og Össuri. Alvotech

Eva Ýr Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri mannauðsmála hjá Alvotech. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Í tilkynningunni kemur fram að Eva komi frá Landspítalanum þar sem hún hefur starfað sem deildarstjóri mannauðsmála. Þá hafi hún áður starfað við mannauðsmál hjá Össuri og fjarskiptafyrirtækinu Nova.

Eva lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði og síðar MS gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. 

Sigríður Elín Guðlaugsdóttir hefur gengt starfi mannauðsstjóra fyrirtækisins í þrjú ár en lætur nú af störum til að sinna öðrum verkefnum.


Tengdar fréttir

Al­vot­ech rýkur upp eftir fréttir af 8,5 milljarða króna greiðslu

Alvotech fær fyrirframgreiðslu að fjárhæð 56 milljónir evra, jafnvirði um 8,5 milljarða króna, frá Advanz Pharma, alþjóðlegs lyfjafyrirtækis með höfuðstöðvar í Bretlandi, vegna samstarfssamnings sem tilkynnt var um í dag. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifyrirtækisins hefur hækkað um 7,6 prósent í 200 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi.

Al­vot­ech og Mar­el hald­a mark­aðn­um niðr­i en hækk­an­ir víða er­lend­is

Erfiðleikar hjá tveimur stærstu félögunum í Kauphöllinni, Alvotech og Marel, hafa vegið þungt í þeim verðlækkunum sem hafa orðið á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá áramótum á sama tíma og flestar erlendar hlutabréfavísitölur hafa hækkað myndarlega. Á meðan Seðlabanka Íslands hefur ekki tekist að ná böndum á háum verðbólguvæntingum eru merki um hagfelldari verðbólguþróun beggja vegna Atlantshafsins. Það hefur ýtt undir væntingar um meiri slaka í peningastefnu stærstu seðlabanka heims og stuðlað að hækkun á heimsvísitölu hlutabréfa, að sögn sjóðstjóra.

Alvotech skoðar að sækja sér aukið fjármagn

Líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, sem bíður enn svara frá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta lyf í Bandaríkjunum, er um þessar mundir að skoða möguleika á því að sækja sér aukið fjármagn í reksturinn. Félagið átti um 116 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 16 milljarða íslenskra króna, í handbært fé í lok fyrsta fjórðungs en hlutabréfaverð þess hefur lækkað um 35 prósent eftir að ljóst varð um miðjan síðasta mánuð að FDA gerði enn athugasemdir við framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×