Í tilkynningunni kemur fram að Eva komi frá Landspítalanum þar sem hún hefur starfað sem deildarstjóri mannauðsmála. Þá hafi hún áður starfað við mannauðsmál hjá Össuri og fjarskiptafyrirtækinu Nova.
Eva lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði og síðar MS gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir hefur gengt starfi mannauðsstjóra fyrirtækisins í þrjú ár en lætur nú af störum til að sinna öðrum verkefnum.