Ísland og Portúgal mætast í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli þann 20. júní næstkomandi.
Martinez hefur valið afar sterkan landsliðshóp fyrir komandi verkefni en auk Ronaldo er þar að finna stórstjörnur á borð við Joao Felix (Chelsea), Diogo Jota (Liverpool), Bruno Fernandes (Manchester United), Bernardo Silva og Ruben Dias (Manchester City) sem og Joao Cancelo (Bayern Munchen).
Íslenski landsliðshópurinn fyrir verkefnið hefur ekki verið opinberaður.
Portúgal situr á toppi J-riðils um þessar mundir með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Liðið hefur skorað tíu mörk og á enn eftir að fá á sig mark.
Ísland situr í 4. sæti með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina. Liðið tapaði gegn Bosníu & Herzegovinu í fyrstu umferð en vann síðan sannfærandi sigur á Liechtenstein í annarri umferð.
Komandi landsliðsverkefni verður fyrsta verkefni Íslands undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans Åge Hareide.
Os Escolhidos Estes são os convocados para os jogos de qualificação para o Europeu! #VesteABandeira pic.twitter.com/X8Za6Dp9hl
— Portugal (@selecaoportugal) May 29, 2023