Handbolti

Ekki upp­selt á stór­leik kvöldsins á Ás­völlum

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik tvö í einvíginu sem fór fram á Ásvöllum
Frá leik tvö í einvíginu sem fór fram á Ásvöllum Vísir/Hulda Margrét

Ekki er uppselt er á fjórða leik Hauka og ÍBV í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta sem fer fram á Ásvöllum í kvöld eins og hafði áður verið greint frá. 

Ljóst er því að færri komast að en vilja á leikinn en ÍBV leiðir einvígið 2-1 og getur með sigri í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 

Haukar vilja hins vegar sjá til þess að einvígið fari í oddaleik, það gera þeir með sigri í kvöld. 

Enn geta stuðningsmenn Hauka tryggt sér miða á leikinn eftir því sem kemur fram í upplýsingum frá félaginu á samfélagsmiðlum.

„Það er mikil eftirspurn á leikinn og er orðið uppselt í miðasöluappinu Stubb Stuðningsmenn Hauka geta keypt lausa miða við inngang ~ Sú miðasala hefst um kl. 18:00.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.