Þegar Geiri fer í fríið Sigurjón Þórðarson skrifar 24. maí 2023 14:01 Peningamarkaðsnefnd Seðlabankans er fara í langt frí. Hún kemur ekki saman á ný fyrr en í haust. Það kemur sér ágætlega þar sem nú standa yfir milljarðaframkvæmdir á húsnæði Seðlabankans á aðhaldstímum og eflaust mikill ófriður í byggingunni. Einnig vill Seðlabankastjóri skiljanlega koma úthvíldur til kjaraviðræðna í haust, en ætli mætti á málflutningi hans að hyggist taka að sér forystuhlutverk fyrir hönd SA, í hjáverkum. Til að undirbúa fríið sem best, hefur Seðlabankinn ákveðið að gefa þjóðinni vaxtahækkunarpillu (1.250 milligrömm), þrátt fyrir að meðalið hafi hingað til ekki slegið á verðbólguna. Í öðrum vestrænum ríkjum myndu þessar stórkarlalegu vaxtahækkanir kalla á umræðu um að örvænting og öngþveiti ríkti í efnahagsmálum þjóðar. Í umræðu á Alþingi í vikunni, um skefjalausar vaxtahækkanir var ekki að heyra að formaður Sjálfstæðisflokksins væri almennilega upplýstur um áhrif stýrivaxtahækkana á fólkið í landinu. Það var engu líkara en hagsmunir almennings og minni fyrirtækja sem hafa ekki aðgang að ókeypis peningum lífeyrissjóðanna, skiptu hann engu máli. Það er augljóst að stjórnvöld eru að setja minni fyrirtæki, bændur, einyrkja og fjölskyldur í vandræði og neyða þá kynslóð sem tók óverðtryggð til að skuldbreyta í verðtryggð lán. Auðvitað munu afturhvörf til verðtryggðra lána gera stýrivaxtahækkanir Seðlabankans bitlausari þegar fram líða stundir, en skiptir það einhverju máli? - Seðlabankastjórinn er kominn í frí. Nú er spurningin sú hvort hann sendi þjóðinni tásumynd eftir að haf sýnt henni puttann? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Seðlabankinn Flokkur fólksins Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga Bragi Bjarnason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Peningamarkaðsnefnd Seðlabankans er fara í langt frí. Hún kemur ekki saman á ný fyrr en í haust. Það kemur sér ágætlega þar sem nú standa yfir milljarðaframkvæmdir á húsnæði Seðlabankans á aðhaldstímum og eflaust mikill ófriður í byggingunni. Einnig vill Seðlabankastjóri skiljanlega koma úthvíldur til kjaraviðræðna í haust, en ætli mætti á málflutningi hans að hyggist taka að sér forystuhlutverk fyrir hönd SA, í hjáverkum. Til að undirbúa fríið sem best, hefur Seðlabankinn ákveðið að gefa þjóðinni vaxtahækkunarpillu (1.250 milligrömm), þrátt fyrir að meðalið hafi hingað til ekki slegið á verðbólguna. Í öðrum vestrænum ríkjum myndu þessar stórkarlalegu vaxtahækkanir kalla á umræðu um að örvænting og öngþveiti ríkti í efnahagsmálum þjóðar. Í umræðu á Alþingi í vikunni, um skefjalausar vaxtahækkanir var ekki að heyra að formaður Sjálfstæðisflokksins væri almennilega upplýstur um áhrif stýrivaxtahækkana á fólkið í landinu. Það var engu líkara en hagsmunir almennings og minni fyrirtækja sem hafa ekki aðgang að ókeypis peningum lífeyrissjóðanna, skiptu hann engu máli. Það er augljóst að stjórnvöld eru að setja minni fyrirtæki, bændur, einyrkja og fjölskyldur í vandræði og neyða þá kynslóð sem tók óverðtryggð til að skuldbreyta í verðtryggð lán. Auðvitað munu afturhvörf til verðtryggðra lána gera stýrivaxtahækkanir Seðlabankans bitlausari þegar fram líða stundir, en skiptir það einhverju máli? - Seðlabankastjórinn er kominn í frí. Nú er spurningin sú hvort hann sendi þjóðinni tásumynd eftir að haf sýnt henni puttann? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar