„Samfélagið hætti aldrei að moka“ Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2023 13:30 Theodór Sigurbjörnsson átti mjög góðan leik í gær og fagnaði innilega með stuðningsmönnum sínum sem fjölmenntu á Ásvelli þó að ekki væri gott í sjóinn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Theodór Sigurbjörnsson rifjaði upp eldgosið í Heimaey þegar hann reyndi að útskýra fyrir sérfræðingunum í Seinni bylgjunni af hverju lið ÍBV virðist alltaf best þegar allt er undir í lok leikja. Eyjamenn komust í gær í 2-0 í einvígi sínu við Hauka um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta, með 29-26 sigri, og geta orðið meistarar á heimavelli á föstudagskvöld. Gestunum virtist líða afskaplega vel á lokakaflanum í gær þrátt fyrir að leikurinn væri ansi jafn, og þannig hefur það verið í vor. ÍBV hefur nefnilega enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni. „Þessi leikur er bara sextíu mínútur og við erum ekkert að stressa okkur, sama hvernig staðan er. Þessi vél heldur bara alltaf áfram að malla,“ sagði Theodór sem settist niður með meðlimum Seinni bylgjunnar á Ásvöllum í gær. „Árið 1973 gaus í Vestmannaeyjum. Fólk var að moka og moka en aldrei sá högg á vatni. En samfélagið hætti aldrei að moka. Þetta samfélag varð sterkara fyrir vikið og við gefumst aldrei upp. Þetta samfélag er náttúrulega ótrúlegt. Það er eitthvað fárviðri hérna á Suðurlandinu, Herjólfur fer í Þorlákshöfn í skítabrælu, en stúkan er samt kjaftfull. Maður fær bara gæsahúð,“ sagði Theodór en spjallið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Theodór í stuði eftir sigurinn Snýst um að hafa gaman og njóta Theodór skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum í gær en markahæstur var Rúnar Kárason með 11 mörk úr 14 skotum. Theodór tók undir að menn eins og Rúnar og fleiri, sem ekki væru uppaldir í Eyjum, væru orðnir miklir Eyjamenn: „Já, algjörlega. Þú sérð til dæmis Ísak, frábær stemningsmaður. Pavel er náttúrulega eitthvað annað, eins og jóker inni á vellinum. Maður nær stundum ekki sambandi við hann þegar maður er að fá hann út af vellinum, hann er bara úti í horni hoppandi í einhverja hringi. Þetta er bara geggjað lið, vel samstillt og við erum bara flottir.“ Theodór tók jafnframt undir að leikmenn eins og hann, Kári Kristján Kristjánsson og fleiri væru miklir stemningsmenn sem smituðu út frá sér: „Já, algjörlega. Þetta snýst líka bara svolítið um að hafa gaman af þessu og njóta þess að vera í sportinu. Það eru forréttindi að spila þessa leiki og við eigum að taka allan kraftinn úr stúkunni, vera líflegir og njóta og hafa gaman. Það skiptir ekki máli hvernig staðan er,“ sagði Theodór en viðtalið við hann má sjá allt hér að ofan. Næsti leikur ÍBV og Hauka er í Eyjum á föstudagskvöld klukkan 19:15. Vegleg útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Eyjamenn komust í gær í 2-0 í einvígi sínu við Hauka um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta, með 29-26 sigri, og geta orðið meistarar á heimavelli á föstudagskvöld. Gestunum virtist líða afskaplega vel á lokakaflanum í gær þrátt fyrir að leikurinn væri ansi jafn, og þannig hefur það verið í vor. ÍBV hefur nefnilega enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni. „Þessi leikur er bara sextíu mínútur og við erum ekkert að stressa okkur, sama hvernig staðan er. Þessi vél heldur bara alltaf áfram að malla,“ sagði Theodór sem settist niður með meðlimum Seinni bylgjunnar á Ásvöllum í gær. „Árið 1973 gaus í Vestmannaeyjum. Fólk var að moka og moka en aldrei sá högg á vatni. En samfélagið hætti aldrei að moka. Þetta samfélag varð sterkara fyrir vikið og við gefumst aldrei upp. Þetta samfélag er náttúrulega ótrúlegt. Það er eitthvað fárviðri hérna á Suðurlandinu, Herjólfur fer í Þorlákshöfn í skítabrælu, en stúkan er samt kjaftfull. Maður fær bara gæsahúð,“ sagði Theodór en spjallið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Theodór í stuði eftir sigurinn Snýst um að hafa gaman og njóta Theodór skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum í gær en markahæstur var Rúnar Kárason með 11 mörk úr 14 skotum. Theodór tók undir að menn eins og Rúnar og fleiri, sem ekki væru uppaldir í Eyjum, væru orðnir miklir Eyjamenn: „Já, algjörlega. Þú sérð til dæmis Ísak, frábær stemningsmaður. Pavel er náttúrulega eitthvað annað, eins og jóker inni á vellinum. Maður nær stundum ekki sambandi við hann þegar maður er að fá hann út af vellinum, hann er bara úti í horni hoppandi í einhverja hringi. Þetta er bara geggjað lið, vel samstillt og við erum bara flottir.“ Theodór tók jafnframt undir að leikmenn eins og hann, Kári Kristján Kristjánsson og fleiri væru miklir stemningsmenn sem smituðu út frá sér: „Já, algjörlega. Þetta snýst líka bara svolítið um að hafa gaman af þessu og njóta þess að vera í sportinu. Það eru forréttindi að spila þessa leiki og við eigum að taka allan kraftinn úr stúkunni, vera líflegir og njóta og hafa gaman. Það skiptir ekki máli hvernig staðan er,“ sagði Theodór en viðtalið við hann má sjá allt hér að ofan. Næsti leikur ÍBV og Hauka er í Eyjum á föstudagskvöld klukkan 19:15. Vegleg útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira