Afkoma launafólks versnar og versnar Stefán Ólafsson skrifar 23. maí 2023 08:31 Verðbólga er mjög áhrifarík leið til að rýra kaupmátt launafólks, einkum þegar kjarasamningar eru án nokkurra verðtrygginga, eins og nú er. Vaxtahækkanir Seðlabankans eru líka til þess fallnar að draga niður kaupmátt almennings, sérstaklega þeirra sem skulda mest, sem alla jafna eru þeir tekjulægri og þeir sem yngri eru. Verðbólga og vaxtahækkanir hafa þannig mikil áhrif á afkomu almennings. Í kjölfar lífskjarasamninganna 2019 batnaði kaupmáttur launafólks til ársins 2021. Á sama tíma lækkuðu vextir seðlabankans. Það bætti afkomuna líka hjá þeim sem skulda, sem er þorri launafólks. Eftir að verðhækkanir fyrirtækja tóku að aukast á seinni hluta ársins 2021 - og þó mest á árinu 2022 og inn á 2023 - þyngdist afkoman hjá launafólki. Erfiðara varð að ná endum saman. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir. Myndin hér að neðan sýnir hvernig afkoma heimila var að léttast eftir endurreisnina í kjölfar hrunsins, einkum frá 2014 til 2021. Hlutfall heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman fór lækkandi og varð lægst árið 2021. Síðan þá hefur vandinn stóraukist. Hlutfall þeirra sem áttu erfitt með að ná endum saman fór úr um 25% árið 2021 upp í um 43% á fyrri hluta árs 2023 (rauðu súlurnar á myndinni). Staða láglaunafólks hefur versnað mun meira en þetta. Kjarasamningar og aðgerðir stjórnvalda sl. vetur dugðu hvergi nærri til að verja kaupmáttinn. Breytingin hefur verið gríðarlega ör frá 2021. Raunar er stígandinn í afkomuvanda heimilanna nálægt því sem varð í kjölfar fjármálahrunsins 2008, eins og myndin sýnir. Erfiðleikarnir hafa þó ekki enn náð sömu hæðum og varð í kjölfar hrunsins, en stefna í þá átt að óbreyttu. Eftir hrunið beittu stjórnvöld sér af mun meiri þunga gegn áhrifum erfiðleikanna á afkomu lægri tekjuhópa og eignaminna fólks en nú hefur verið gert. Mildandi aðgerðir fyrir lágtekjuhópana í desember síðastliðnum, sem stjórnvöld guma mikið af, voru lítið annað en hluti af lagfæringum sem hefði átt að vera búið að gera árlega vegna verðbreytinga og launaþróunar, til að viðhalda vægi velferðarkerfisins. Hækkun barnabóta nú dugði t.d. hvergi nærri til að halda verðgildi þeirra sem hafði verið fyrir kjarasamningana 2019. Nú rýrnar verðgildi bótanna frá mánuði til mánaðar. Að kalla slíkt fúsk kjarabætur, eins og ríkisstjórnin hefur gert, er vægast sagt blekkjandi. Þörfin fyrir alvöru mótvægisaðgerðir til varnar tekjulægri og eignaminni heimilum er því augljóslega mun meiri nú en verið hefur. Einnig þarf að byggja meira, en hár vaxtakostnaður er nú að draga verulega úr nýbyggingum íbúða. Verkalýðshreyfingin þarf að sameinast um alvöru kröfur á stjórnvöld um að breyta kerfum húsnæðisstuðnings og barnabóta og bæta stuðninginn svo um munar. Langtíma hnignun þessara kerfa þarf að snúa við. Tími sýndar-lagfæringa er liðinn. Vandi láglaunafólks magnast frá mánuði til mánaðar. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Skýringar: Gögn Hagstofunnar um erfiðleika við að ná endum saman ná einungis til 2021. Gögn Gallup eru hér notuð fyrir tímabilið frá 2021 til janúar-febrúar 2023 (rauðu súlurnar á myndinni), en spurt er um efnið að mestu á svipaðan hátt hjá Gallup. Gögn Gallup sýna þó heldur hærra hlutfall almennings í erfiðleikum en Hagstofan, einkum fyrst eftir 2008. Gögn Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem einnig ná yfir tímabilið 2021 til 2023 virðast vera í ágætu samræmi við gögn Gallup, þó þau nái einungis til launafólks innan ASÍ og BSRB. Þau sýna mjög sambærilega aukningu erfiðleika við að ná endum saman síðan 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaramál Fjármál heimilisins Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Verðbólga er mjög áhrifarík leið til að rýra kaupmátt launafólks, einkum þegar kjarasamningar eru án nokkurra verðtrygginga, eins og nú er. Vaxtahækkanir Seðlabankans eru líka til þess fallnar að draga niður kaupmátt almennings, sérstaklega þeirra sem skulda mest, sem alla jafna eru þeir tekjulægri og þeir sem yngri eru. Verðbólga og vaxtahækkanir hafa þannig mikil áhrif á afkomu almennings. Í kjölfar lífskjarasamninganna 2019 batnaði kaupmáttur launafólks til ársins 2021. Á sama tíma lækkuðu vextir seðlabankans. Það bætti afkomuna líka hjá þeim sem skulda, sem er þorri launafólks. Eftir að verðhækkanir fyrirtækja tóku að aukast á seinni hluta ársins 2021 - og þó mest á árinu 2022 og inn á 2023 - þyngdist afkoman hjá launafólki. Erfiðara varð að ná endum saman. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir. Myndin hér að neðan sýnir hvernig afkoma heimila var að léttast eftir endurreisnina í kjölfar hrunsins, einkum frá 2014 til 2021. Hlutfall heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman fór lækkandi og varð lægst árið 2021. Síðan þá hefur vandinn stóraukist. Hlutfall þeirra sem áttu erfitt með að ná endum saman fór úr um 25% árið 2021 upp í um 43% á fyrri hluta árs 2023 (rauðu súlurnar á myndinni). Staða láglaunafólks hefur versnað mun meira en þetta. Kjarasamningar og aðgerðir stjórnvalda sl. vetur dugðu hvergi nærri til að verja kaupmáttinn. Breytingin hefur verið gríðarlega ör frá 2021. Raunar er stígandinn í afkomuvanda heimilanna nálægt því sem varð í kjölfar fjármálahrunsins 2008, eins og myndin sýnir. Erfiðleikarnir hafa þó ekki enn náð sömu hæðum og varð í kjölfar hrunsins, en stefna í þá átt að óbreyttu. Eftir hrunið beittu stjórnvöld sér af mun meiri þunga gegn áhrifum erfiðleikanna á afkomu lægri tekjuhópa og eignaminna fólks en nú hefur verið gert. Mildandi aðgerðir fyrir lágtekjuhópana í desember síðastliðnum, sem stjórnvöld guma mikið af, voru lítið annað en hluti af lagfæringum sem hefði átt að vera búið að gera árlega vegna verðbreytinga og launaþróunar, til að viðhalda vægi velferðarkerfisins. Hækkun barnabóta nú dugði t.d. hvergi nærri til að halda verðgildi þeirra sem hafði verið fyrir kjarasamningana 2019. Nú rýrnar verðgildi bótanna frá mánuði til mánaðar. Að kalla slíkt fúsk kjarabætur, eins og ríkisstjórnin hefur gert, er vægast sagt blekkjandi. Þörfin fyrir alvöru mótvægisaðgerðir til varnar tekjulægri og eignaminni heimilum er því augljóslega mun meiri nú en verið hefur. Einnig þarf að byggja meira, en hár vaxtakostnaður er nú að draga verulega úr nýbyggingum íbúða. Verkalýðshreyfingin þarf að sameinast um alvöru kröfur á stjórnvöld um að breyta kerfum húsnæðisstuðnings og barnabóta og bæta stuðninginn svo um munar. Langtíma hnignun þessara kerfa þarf að snúa við. Tími sýndar-lagfæringa er liðinn. Vandi láglaunafólks magnast frá mánuði til mánaðar. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Skýringar: Gögn Hagstofunnar um erfiðleika við að ná endum saman ná einungis til 2021. Gögn Gallup eru hér notuð fyrir tímabilið frá 2021 til janúar-febrúar 2023 (rauðu súlurnar á myndinni), en spurt er um efnið að mestu á svipaðan hátt hjá Gallup. Gögn Gallup sýna þó heldur hærra hlutfall almennings í erfiðleikum en Hagstofan, einkum fyrst eftir 2008. Gögn Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem einnig ná yfir tímabilið 2021 til 2023 virðast vera í ágætu samræmi við gögn Gallup, þó þau nái einungis til launafólks innan ASÍ og BSRB. Þau sýna mjög sambærilega aukningu erfiðleika við að ná endum saman síðan 2021.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar