Djöflaeyjan, raunveruleikaþáttur í boði ríkisstjórnar Tómas Ellert Tómasson skrifar 22. maí 2023 08:01 Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet. Á tímum þverrandi vinsælda ríkisstjórnarinnar hefur hún nú brugðið á það ráð að blása til raunveruleikaþáttar þar sem þemað er Djöflaeyjan. Til þess að raunveruleikaþátturinn geti orðið að veruleika eru nú í bígerð breytingar á skipulags- og byggingarlöggjöf. Breytingar sem hafa fengið vægast sagt dræmar undirtektir hjá flestum sveitarfélögum og hagsmunasamtökum. Í umsögnum þeirra segir m.a. að breytingarnar séu til þess gerðar að búa til gettó, að þær séu á kostnað jaðarsettra einstaklinga og að þær breytingar sem varða heilbrigðis og hollustuhætti, auk öryggisþátta séu ekki taldar ásættanlegar. Þrátt fyrir þessar dræmu undirtektir hagsmunaaðila að þá ætlar ríkisstjórnin að þrýsta þessum breytingum á skipulags- og byggingarlöggjöf í gegnum kerfið svo reisa megi m.a. Thulekamp, fyrir fimmtán hundruð hælisleitendur. Hvort þessi ráðahagur ríkisstjórnarinnar beri þann ávöxt að vinsældir við hana aukist skal ósagt látið en ljóst er að á næstunni munum við almenningur fá að fylgjast með og komast í snertingu við daglegt líf fólksins í Thulekampi. Daglegu lífi fólks sem á að heyra sögunni til og ekki vera efni í raunveruleikaþátt á tuttugustu og fyrstu öldinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Byggingariðnaður Skipulag Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Sjá meira
Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet. Á tímum þverrandi vinsælda ríkisstjórnarinnar hefur hún nú brugðið á það ráð að blása til raunveruleikaþáttar þar sem þemað er Djöflaeyjan. Til þess að raunveruleikaþátturinn geti orðið að veruleika eru nú í bígerð breytingar á skipulags- og byggingarlöggjöf. Breytingar sem hafa fengið vægast sagt dræmar undirtektir hjá flestum sveitarfélögum og hagsmunasamtökum. Í umsögnum þeirra segir m.a. að breytingarnar séu til þess gerðar að búa til gettó, að þær séu á kostnað jaðarsettra einstaklinga og að þær breytingar sem varða heilbrigðis og hollustuhætti, auk öryggisþátta séu ekki taldar ásættanlegar. Þrátt fyrir þessar dræmu undirtektir hagsmunaaðila að þá ætlar ríkisstjórnin að þrýsta þessum breytingum á skipulags- og byggingarlöggjöf í gegnum kerfið svo reisa megi m.a. Thulekamp, fyrir fimmtán hundruð hælisleitendur. Hvort þessi ráðahagur ríkisstjórnarinnar beri þann ávöxt að vinsældir við hana aukist skal ósagt látið en ljóst er að á næstunni munum við almenningur fá að fylgjast með og komast í snertingu við daglegt líf fólksins í Thulekampi. Daglegu lífi fólks sem á að heyra sögunni til og ekki vera efni í raunveruleikaþátt á tuttugustu og fyrstu öldinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar