Handbolti

Haukur Þrastar pólskur meistari með Ki­elce

Aron Guðmundsson skrifar
Haukur Þrastarson í leik með íslenska landsliðinu.
Haukur Þrastarson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Haukur Þrastar­son og liðs­fé­lagar hans í pólska hand­knatt­leiks­liðinu Ki­elce urðu í dag Pól­lands­meistarar í hand­bolta.

Þetta varð ljóst eftir þriggja marka sigur liðsins á Wisla Plock, 27-24. Liðin enda því með sama stiga­fjölda að loknum 26 um­ferðum en Ki­elce er hins vegar með tölu­vert betra marka­hlut­fell sem og betri árangur úr inn­byrðis viður­eignum.

Það hefur gengið á ýmsu hjá Ki­elce á yfir­standandi tíma­bili. Lengi vel var út­litið mjög dökkt fyrir fram­tíð fé­lagsins vegna mikilla fjár­hags­vand­ræða þess en undir lok síðasta mánaðar náðust samningar við nýjan aðal­styrktar­aðila fé­lagsins.

Haukur Þrastar­son hefur verið meiddur undan­farna mánuði eftir að hann sleit kross­band í hné í desember á síðasta ári.

Leik­maðurinn knái var hins vegar mættur á verð­launa­pallinn í dag, á­samt liðs­fé­lögum sínum, eftir leik Ki­elce og Wisla.

Ki­elce hefur nú orðið pólskur meistari tuttugu sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×