Álaborg í góðri stöðu eftir fyrsta leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 13:36 Aron Pálmarsson skoraði eitt mark í dag. Vísir/Vilhelm Álaborg vann góðan níu marka sigur á Frederecia í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Aron Pálmarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson komust báðir á blað í leiknum. Um var að ræða fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra um að komast í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar. Guðmundur Guðmundsson hefur gert góða hluti með lið Frederecia sem nokkuð óvænt eru komnir í undanúrslitin en flestir búast þó við að stórlið Álaborgar fari áfram og mæti GOG í úrslitum. Álaborg virtist ætla að kafsigla lærisveina Guðmundar í upphafi leiks í dag. Liðið komst í 5-0 eftir fimm mínútna leik en gestirnir vöknuðu hægt og rólega og voru búnir að minnka muninn í eitt mark þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Eftir það náði lið Álaborgar hins vegar mest sex marka forskoti í fyrri hálfleiknum og leiddi 16-11 að honum loknum. Í síðari hálfleik náði lið Frederecia í nokkur skipti að minnka muninn í tvö mörk og Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði sitt eina mark í leiknum þegar hann minnkaði muninn í þrjú mörk í stöðunni 25-22. Þá voru fjórtán mínútur eftir en það mark reyndist hins vegar síðasta mark Fredericia í leiknum. Þeir skoruðu ekki í tæpar fjórtán mínútur og Álaborg gekk frá leiknum. Lokatölur 31-22 og níu marka sigur Álaborgar staðreynd. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Álaborg í dag og gaf tvær stoðsendingar. Einar Þorsteinn skoraði sömuleiðis eitt mark fyrir Frederecia auk þess að gefa þrjár stoðsendingar. Liðin mætast á nýjan leik í Frederecia á miðvikudaginn. Danski handboltinn Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Um var að ræða fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra um að komast í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar. Guðmundur Guðmundsson hefur gert góða hluti með lið Frederecia sem nokkuð óvænt eru komnir í undanúrslitin en flestir búast þó við að stórlið Álaborgar fari áfram og mæti GOG í úrslitum. Álaborg virtist ætla að kafsigla lærisveina Guðmundar í upphafi leiks í dag. Liðið komst í 5-0 eftir fimm mínútna leik en gestirnir vöknuðu hægt og rólega og voru búnir að minnka muninn í eitt mark þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Eftir það náði lið Álaborgar hins vegar mest sex marka forskoti í fyrri hálfleiknum og leiddi 16-11 að honum loknum. Í síðari hálfleik náði lið Frederecia í nokkur skipti að minnka muninn í tvö mörk og Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði sitt eina mark í leiknum þegar hann minnkaði muninn í þrjú mörk í stöðunni 25-22. Þá voru fjórtán mínútur eftir en það mark reyndist hins vegar síðasta mark Fredericia í leiknum. Þeir skoruðu ekki í tæpar fjórtán mínútur og Álaborg gekk frá leiknum. Lokatölur 31-22 og níu marka sigur Álaborgar staðreynd. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Álaborg í dag og gaf tvær stoðsendingar. Einar Þorsteinn skoraði sömuleiðis eitt mark fyrir Frederecia auk þess að gefa þrjár stoðsendingar. Liðin mætast á nýjan leik í Frederecia á miðvikudaginn.
Danski handboltinn Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira