Glæsidrossíur til sýnis við Hörpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. maí 2023 19:36 Einhver ætlar greinilega að keyra hringinn í kringum landið á ljósbláum Ferrari. Stöð 2 Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánnýjar ofurdrossíur. Bifreiðarnar spönnuðu sjötíu ára aldursbil; sú elsta var af árgerð 1952 og sú nýjasta var framleidd í fyrra. Hópu frá Frakklandi sem kallar sig RallyStory stendur á bak við bílana en markmiðið er að keyra hringinn í kringum landið. Dagskrá hópsins er nokkuð vegleg, í takt við bílana, og stendur yfir frá 20. maí til 26. maí. Nokkuð vegleg dagskrá með viðkomu á hinum og þessum stöðum á landinu.RallyStory Í kvöld gistir hópurinn á Hótel Edition við Hörpu og á morgun verður ekið í Borgarnes, þar sem gist verður á Hótel Hamri. Því næst beint til Siglufjarðar og þaðan á Mývatn, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast dagskrá hópsins hér. Bílar Harpa Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent
Bifreiðarnar spönnuðu sjötíu ára aldursbil; sú elsta var af árgerð 1952 og sú nýjasta var framleidd í fyrra. Hópu frá Frakklandi sem kallar sig RallyStory stendur á bak við bílana en markmiðið er að keyra hringinn í kringum landið. Dagskrá hópsins er nokkuð vegleg, í takt við bílana, og stendur yfir frá 20. maí til 26. maí. Nokkuð vegleg dagskrá með viðkomu á hinum og þessum stöðum á landinu.RallyStory Í kvöld gistir hópurinn á Hótel Edition við Hörpu og á morgun verður ekið í Borgarnes, þar sem gist verður á Hótel Hamri. Því næst beint til Siglufjarðar og þaðan á Mývatn, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast dagskrá hópsins hér.
Bílar Harpa Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent