Kennarinn á Sjónarhóli Sólveig Einarsdóttir skrifar 19. maí 2023 08:00 Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg. Þannig er því nákæmlega farið með skólann minn um þessar mundir, Kvennaskólann í Reykjavík. Vegið er að líkama hans og sál með hugmyndum mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund þar sem báðir skólar yrðu þurrkaðir út í núverandi mynd. Fyrir mér sem kennari við Kvennaskólann til 30 ára er skólinn lifandi fyrirbæri með líkama sinn og sál. Líkaminn eru húsin okkar fallegu, Aðalbyggingin við Fríkirkjuveg, Miðbæjarskólinn við sama veg og gamli Verzló í Þingholtunum en þessar byggingar bera með sér svo mikla sögu og baráttu fólks, ekki síst kvenna. Rætur skólans liggja í þeirri vegferð til mennta sem konur hófu seint á 19. öld. Sál skólans er síðan sá einstaki skólabragur sem tekist hefur að skapa innan hans. Skólabragur sem einkennist af virðingu og ómældum kærleika. Sem kennari skólans ber ég endalausa væntumþykju í brjósti gagnvart honum og þeim nemendum sem sækja hann. Þar sem sál skólans, skólabragurinn, litast svo sterkt af umhyggju og hlýju gagnvart nemendum vegur það þungt í hjartað að heyra af þessum langsóttu og illa ígrunduðu hugmyndum sem koma úr smiðju ráðuneytisins. Skóla sem þennan tekur áratugi að móta og þróa og það er algerlega óumdeilt að Kvennaskólinn í Reykjavík er með eindæmum vinsæll, vel rekinn svo tekið er eftir, útskrifar nemendur með sóma og síðast en ekki síst skilur þannig við þá að þeir gleyma aldrei skólanum sínum kæra. Fyrir mér eru það þvílík forréttindi að kenna við Kvennaskólann í Reykjavík, drekka í mig hvern skóladag þennan einstaka anda skólans. Mér þykir undurvænt um þennan vinnustað og veit svo vel hvaða verðmæti hann hefur að geyma. Þessu má ekki henda í ruslið eins og troðfullum plastpoka. Ég tek svo sannarlega undir þau orð Ingibjargar S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólameistara Kvennó, að besta, langbesta afmælisgjöfin á 150 ára afmælinu 2024 væri að friða skólann þannig að líkami hans og sál fengju áfram að dafna saman og stíga dansinn í takt. Höfundur er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Íslensk fræði Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Látið Kvennaskólann í friði Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. 16. maí 2023 08:31 Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. 5. maí 2023 13:12 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg. Þannig er því nákæmlega farið með skólann minn um þessar mundir, Kvennaskólann í Reykjavík. Vegið er að líkama hans og sál með hugmyndum mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund þar sem báðir skólar yrðu þurrkaðir út í núverandi mynd. Fyrir mér sem kennari við Kvennaskólann til 30 ára er skólinn lifandi fyrirbæri með líkama sinn og sál. Líkaminn eru húsin okkar fallegu, Aðalbyggingin við Fríkirkjuveg, Miðbæjarskólinn við sama veg og gamli Verzló í Þingholtunum en þessar byggingar bera með sér svo mikla sögu og baráttu fólks, ekki síst kvenna. Rætur skólans liggja í þeirri vegferð til mennta sem konur hófu seint á 19. öld. Sál skólans er síðan sá einstaki skólabragur sem tekist hefur að skapa innan hans. Skólabragur sem einkennist af virðingu og ómældum kærleika. Sem kennari skólans ber ég endalausa væntumþykju í brjósti gagnvart honum og þeim nemendum sem sækja hann. Þar sem sál skólans, skólabragurinn, litast svo sterkt af umhyggju og hlýju gagnvart nemendum vegur það þungt í hjartað að heyra af þessum langsóttu og illa ígrunduðu hugmyndum sem koma úr smiðju ráðuneytisins. Skóla sem þennan tekur áratugi að móta og þróa og það er algerlega óumdeilt að Kvennaskólinn í Reykjavík er með eindæmum vinsæll, vel rekinn svo tekið er eftir, útskrifar nemendur með sóma og síðast en ekki síst skilur þannig við þá að þeir gleyma aldrei skólanum sínum kæra. Fyrir mér eru það þvílík forréttindi að kenna við Kvennaskólann í Reykjavík, drekka í mig hvern skóladag þennan einstaka anda skólans. Mér þykir undurvænt um þennan vinnustað og veit svo vel hvaða verðmæti hann hefur að geyma. Þessu má ekki henda í ruslið eins og troðfullum plastpoka. Ég tek svo sannarlega undir þau orð Ingibjargar S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólameistara Kvennó, að besta, langbesta afmælisgjöfin á 150 ára afmælinu 2024 væri að friða skólann þannig að líkami hans og sál fengju áfram að dafna saman og stíga dansinn í takt. Höfundur er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík.
Látið Kvennaskólann í friði Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. 16. maí 2023 08:31
Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. 5. maí 2023 13:12
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun