Öruggasti pylsuvagn í heimi Sigurjón Þórðarson skrifar 17. maí 2023 14:30 Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Allstórt svæði gamla miðbæjarins var girt af almennri umferð og það sem einna helst vakti athygli voru gulklæddir lögreglumenn gráir fyrir járnum, sem sumir hverjir virtust jafnforviða yfir ástandinu þar sem þeir stóðu með vélbyssur og tóku sjálfur við Lækjargötu. Gamanið bar þó alvörunni ekki ofurliði þegar bílalestir sem fluttu evrópskra þjóðarleiðtoga áttu leið hjá en þá fengu símarnir að síga á meðan vélbyssurnar voru mundaðar í viðbragðsstöðu. Að öðru leyti má segja að það sem mesta athygli vakti hinum almenna vegfaranda hafi verið sú staðreynd að lögreglan hafði að því er virðist sérstaka viðveru fyrir utan pylsuvagn einn við Tryggvagötu sem einhverjar vonir höfðu staðið til að yrði að eftirlætisskyndibitastað erlendra þjóðarleiðtoga og fylgdu þannig fordæmi Bills Clinton frá því hér um árið. Því miður reyndist pylusalan harla lítilfjörleg og myndu eflaust einhverjir ætla að öryggisgæslan hafi einmitt haft þveröfug áhrif miðað við fyrrnefndar væntingar fjölmiðla til áhrifa fundarins á verslun og þjónustu í miðborginni. Engum blöðum var þó um það að fletta að pylsuvagninn var öruggur. Erfitt er að sjá að almenningur sem þarf að greiða fyrir milljarðaverðmiðann fyrir sýninguna hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð og jafnramt mátti pylsuverslun í borginni muna fífil sinn fegurri. Vettvangurinn var nýttur til þess að gera tjónaskýrslu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og til þess að forystumenn ríkisstjórnarinnar gætu speglað sig í fréttamiðlum landsmanna. Samkoman hafði einnig önnur áhrif sem snertu Ísland með beinni hætti. Vissulega tilkynnti Ursula von der Leyen íslenskum þegnum ESB að þeir fengju undanþágu frá ósanngjörnum samþykktum um leyfðar losunarheimildir vegna flugumferðar hvers evrópuríkis til nokkurra ára í viðbót og má af því ætla að ánægja hafi ríkt með fundarhöldin á meðal evrópskra leiðtoga. Forsætisráðherra Vinstri grænna lék í þessu skyni sína rullu og var full þakklætis eins og fleiri þingmenn; Ursula gaf og Ursula tók Mun forsætisráðherra beita sér af álíka mætti fyrir hag fólksins sem byggir þetta land og að það geti átt von á því að sókn verði gerð í húsnæðismálum og afkomuöryggi sem kannski ætti að þykja eftirsóknarverðari sérstaða ef landið vill fara að bera sig saman við önnur? Nóg virðist, jú, vera til. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Fréttir af flugi Flokkur fólksins Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Allstórt svæði gamla miðbæjarins var girt af almennri umferð og það sem einna helst vakti athygli voru gulklæddir lögreglumenn gráir fyrir járnum, sem sumir hverjir virtust jafnforviða yfir ástandinu þar sem þeir stóðu með vélbyssur og tóku sjálfur við Lækjargötu. Gamanið bar þó alvörunni ekki ofurliði þegar bílalestir sem fluttu evrópskra þjóðarleiðtoga áttu leið hjá en þá fengu símarnir að síga á meðan vélbyssurnar voru mundaðar í viðbragðsstöðu. Að öðru leyti má segja að það sem mesta athygli vakti hinum almenna vegfaranda hafi verið sú staðreynd að lögreglan hafði að því er virðist sérstaka viðveru fyrir utan pylsuvagn einn við Tryggvagötu sem einhverjar vonir höfðu staðið til að yrði að eftirlætisskyndibitastað erlendra þjóðarleiðtoga og fylgdu þannig fordæmi Bills Clinton frá því hér um árið. Því miður reyndist pylusalan harla lítilfjörleg og myndu eflaust einhverjir ætla að öryggisgæslan hafi einmitt haft þveröfug áhrif miðað við fyrrnefndar væntingar fjölmiðla til áhrifa fundarins á verslun og þjónustu í miðborginni. Engum blöðum var þó um það að fletta að pylsuvagninn var öruggur. Erfitt er að sjá að almenningur sem þarf að greiða fyrir milljarðaverðmiðann fyrir sýninguna hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð og jafnramt mátti pylsuverslun í borginni muna fífil sinn fegurri. Vettvangurinn var nýttur til þess að gera tjónaskýrslu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og til þess að forystumenn ríkisstjórnarinnar gætu speglað sig í fréttamiðlum landsmanna. Samkoman hafði einnig önnur áhrif sem snertu Ísland með beinni hætti. Vissulega tilkynnti Ursula von der Leyen íslenskum þegnum ESB að þeir fengju undanþágu frá ósanngjörnum samþykktum um leyfðar losunarheimildir vegna flugumferðar hvers evrópuríkis til nokkurra ára í viðbót og má af því ætla að ánægja hafi ríkt með fundarhöldin á meðal evrópskra leiðtoga. Forsætisráðherra Vinstri grænna lék í þessu skyni sína rullu og var full þakklætis eins og fleiri þingmenn; Ursula gaf og Ursula tók Mun forsætisráðherra beita sér af álíka mætti fyrir hag fólksins sem byggir þetta land og að það geti átt von á því að sókn verði gerð í húsnæðismálum og afkomuöryggi sem kannski ætti að þykja eftirsóknarverðari sérstaða ef landið vill fara að bera sig saman við önnur? Nóg virðist, jú, vera til. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar