Viðskipti innlent

Ingólfur og Lijing til Ís­lands­hótela

Atli Ísleifsson skrifar
Ingólfur Haraldsson og Lijing Zhou.
Ingólfur Haraldsson og Lijing Zhou. Íslandshótel

Ingólfur Haraldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteigna hjá Íslandshótelum og Lijing Zhou sem sérfræðingur í sjálfbærni hjá sama fyrirtæki.

Í tilkynningu segir að Ingólfur hafi áður gegnt stöðu framkvæmdastjóra Berjaya Iceland Hotels, hótelstjóra Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut og um árabil starfað hjá Icelandair Hotels.

„Ingólfur kemur til liðs við Íslandshótel með mikla reynslu úr hótelgeiranum og sem framkvæmdastjóri fasteigna mun hann taka þátt í framtíðaruppbyggingu félagsins samhliða rekstri fasteigna dótturfélaga Íslandshótela.

Þá hefur Lijing Zhou verið ráðinn sem sérfræðingur í sjálfbærni hjá Íslandshótelum. Lijing kemur inn á aðalskrifstofu Íslandshótela með mikla reynslu og menntun í sjálfbærni og umhverfisvísindum, en hún hefur stundað nám og starfað í Svíþjóð, Bandaríkjunum, Kína og nú síðast á Íslandi. Lijing hefur tvær meistaragráður, aðra í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands og hina í alþjóðlegri þróun og stjórnun frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur fjölþætta starfsreynslu að baki, m.a. við International Fund for Agricultural Development (IFAD) hjá Sameinuðu þjóðunum.

Lijing mun í starfi sínu bera ábyrgð á þróun og innleiðingu sjálfbærni þvert á öll svið Íslandshótela með áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum, stuðla að sjálfbærum starfsháttum og bæta heildarframmistöðu fyrirtækisins á þessu sviði,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×