Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi Aron Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 14:00 Mercedes hefur ekki riðið feitum hesti í upphafi tímabils Formúlu 1 Vísir/Getty Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. Búist er við mikið uppfærðum Mercedes bíl við fyrstu æfingar komandi keppnishelgar á Imola á föstudaginn. Eftir afar dapra byrjun, þar sem Mercedes hefur verið ljósárum á eftir Red Bull Racing, standa vonir til þess að þýski risinn muni geta slegið frá sér eftir því sem líður á tímabilið. Það var í byrjun tímabils, eftir fyrstu keppnishelgina í Barein, sem forráðamenn Mercedes áttuðu sig á því að stór mistök höfðu verið gerð í þróun keppnisbíls liðsins. Mercedes hafði í stórum dráttum haldið sig við sömu hönnun og tímabilið á undan. Þetta rótgróna þýska Formúlu 1 lið, sem hafði ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 átta ár í röð í heimsmeistarakeppni bílasmiða fyrir sigur Red Bull Racing á síðasta tímabili, hefur þurft að grafa djúpt í reynslubankann undanfarið. „Ef við horfum alveg aftur til prófana og keppnishelgarinnar í Barein í upphafi tímabils, þá var það þá sem við áttuðum okkur á því að við værum með bíl í höndunum sem myndi ekki geta fært okkur heimsmeistaratitil,“ sagði Andrew Shovlin, verkfræðistjóri Mercedes í samtali við Sky Sports. Liðið hafi ekki getað sætt sig við þá vegferð og því hafi þurft að grípa til drastískra aðgerða. „Við þurftum að hugsa upp á nýtt grundvallar hluti í bílnum og það sem við mætum með til leiks á Imola er fyrsti vísirinn af þeirri vinnu.“ Tengdar fréttir Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30 Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00 Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Búist er við mikið uppfærðum Mercedes bíl við fyrstu æfingar komandi keppnishelgar á Imola á föstudaginn. Eftir afar dapra byrjun, þar sem Mercedes hefur verið ljósárum á eftir Red Bull Racing, standa vonir til þess að þýski risinn muni geta slegið frá sér eftir því sem líður á tímabilið. Það var í byrjun tímabils, eftir fyrstu keppnishelgina í Barein, sem forráðamenn Mercedes áttuðu sig á því að stór mistök höfðu verið gerð í þróun keppnisbíls liðsins. Mercedes hafði í stórum dráttum haldið sig við sömu hönnun og tímabilið á undan. Þetta rótgróna þýska Formúlu 1 lið, sem hafði ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 átta ár í röð í heimsmeistarakeppni bílasmiða fyrir sigur Red Bull Racing á síðasta tímabili, hefur þurft að grafa djúpt í reynslubankann undanfarið. „Ef við horfum alveg aftur til prófana og keppnishelgarinnar í Barein í upphafi tímabils, þá var það þá sem við áttuðum okkur á því að við værum með bíl í höndunum sem myndi ekki geta fært okkur heimsmeistaratitil,“ sagði Andrew Shovlin, verkfræðistjóri Mercedes í samtali við Sky Sports. Liðið hafi ekki getað sætt sig við þá vegferð og því hafi þurft að grípa til drastískra aðgerða. „Við þurftum að hugsa upp á nýtt grundvallar hluti í bílnum og það sem við mætum með til leiks á Imola er fyrsti vísirinn af þeirri vinnu.“
Tengdar fréttir Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30 Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00 Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30
Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00
Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31