Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi Aron Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 14:00 Mercedes hefur ekki riðið feitum hesti í upphafi tímabils Formúlu 1 Vísir/Getty Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. Búist er við mikið uppfærðum Mercedes bíl við fyrstu æfingar komandi keppnishelgar á Imola á föstudaginn. Eftir afar dapra byrjun, þar sem Mercedes hefur verið ljósárum á eftir Red Bull Racing, standa vonir til þess að þýski risinn muni geta slegið frá sér eftir því sem líður á tímabilið. Það var í byrjun tímabils, eftir fyrstu keppnishelgina í Barein, sem forráðamenn Mercedes áttuðu sig á því að stór mistök höfðu verið gerð í þróun keppnisbíls liðsins. Mercedes hafði í stórum dráttum haldið sig við sömu hönnun og tímabilið á undan. Þetta rótgróna þýska Formúlu 1 lið, sem hafði ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 átta ár í röð í heimsmeistarakeppni bílasmiða fyrir sigur Red Bull Racing á síðasta tímabili, hefur þurft að grafa djúpt í reynslubankann undanfarið. „Ef við horfum alveg aftur til prófana og keppnishelgarinnar í Barein í upphafi tímabils, þá var það þá sem við áttuðum okkur á því að við værum með bíl í höndunum sem myndi ekki geta fært okkur heimsmeistaratitil,“ sagði Andrew Shovlin, verkfræðistjóri Mercedes í samtali við Sky Sports. Liðið hafi ekki getað sætt sig við þá vegferð og því hafi þurft að grípa til drastískra aðgerða. „Við þurftum að hugsa upp á nýtt grundvallar hluti í bílnum og það sem við mætum með til leiks á Imola er fyrsti vísirinn af þeirri vinnu.“ Tengdar fréttir Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30 Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00 Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Búist er við mikið uppfærðum Mercedes bíl við fyrstu æfingar komandi keppnishelgar á Imola á föstudaginn. Eftir afar dapra byrjun, þar sem Mercedes hefur verið ljósárum á eftir Red Bull Racing, standa vonir til þess að þýski risinn muni geta slegið frá sér eftir því sem líður á tímabilið. Það var í byrjun tímabils, eftir fyrstu keppnishelgina í Barein, sem forráðamenn Mercedes áttuðu sig á því að stór mistök höfðu verið gerð í þróun keppnisbíls liðsins. Mercedes hafði í stórum dráttum haldið sig við sömu hönnun og tímabilið á undan. Þetta rótgróna þýska Formúlu 1 lið, sem hafði ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 átta ár í röð í heimsmeistarakeppni bílasmiða fyrir sigur Red Bull Racing á síðasta tímabili, hefur þurft að grafa djúpt í reynslubankann undanfarið. „Ef við horfum alveg aftur til prófana og keppnishelgarinnar í Barein í upphafi tímabils, þá var það þá sem við áttuðum okkur á því að við værum með bíl í höndunum sem myndi ekki geta fært okkur heimsmeistaratitil,“ sagði Andrew Shovlin, verkfræðistjóri Mercedes í samtali við Sky Sports. Liðið hafi ekki getað sætt sig við þá vegferð og því hafi þurft að grípa til drastískra aðgerða. „Við þurftum að hugsa upp á nýtt grundvallar hluti í bílnum og það sem við mætum með til leiks á Imola er fyrsti vísirinn af þeirri vinnu.“
Tengdar fréttir Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30 Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00 Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30
Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00
Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31