Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi Aron Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 14:00 Mercedes hefur ekki riðið feitum hesti í upphafi tímabils Formúlu 1 Vísir/Getty Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. Búist er við mikið uppfærðum Mercedes bíl við fyrstu æfingar komandi keppnishelgar á Imola á föstudaginn. Eftir afar dapra byrjun, þar sem Mercedes hefur verið ljósárum á eftir Red Bull Racing, standa vonir til þess að þýski risinn muni geta slegið frá sér eftir því sem líður á tímabilið. Það var í byrjun tímabils, eftir fyrstu keppnishelgina í Barein, sem forráðamenn Mercedes áttuðu sig á því að stór mistök höfðu verið gerð í þróun keppnisbíls liðsins. Mercedes hafði í stórum dráttum haldið sig við sömu hönnun og tímabilið á undan. Þetta rótgróna þýska Formúlu 1 lið, sem hafði ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 átta ár í röð í heimsmeistarakeppni bílasmiða fyrir sigur Red Bull Racing á síðasta tímabili, hefur þurft að grafa djúpt í reynslubankann undanfarið. „Ef við horfum alveg aftur til prófana og keppnishelgarinnar í Barein í upphafi tímabils, þá var það þá sem við áttuðum okkur á því að við værum með bíl í höndunum sem myndi ekki geta fært okkur heimsmeistaratitil,“ sagði Andrew Shovlin, verkfræðistjóri Mercedes í samtali við Sky Sports. Liðið hafi ekki getað sætt sig við þá vegferð og því hafi þurft að grípa til drastískra aðgerða. „Við þurftum að hugsa upp á nýtt grundvallar hluti í bílnum og það sem við mætum með til leiks á Imola er fyrsti vísirinn af þeirri vinnu.“ Tengdar fréttir Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30 Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00 Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Búist er við mikið uppfærðum Mercedes bíl við fyrstu æfingar komandi keppnishelgar á Imola á föstudaginn. Eftir afar dapra byrjun, þar sem Mercedes hefur verið ljósárum á eftir Red Bull Racing, standa vonir til þess að þýski risinn muni geta slegið frá sér eftir því sem líður á tímabilið. Það var í byrjun tímabils, eftir fyrstu keppnishelgina í Barein, sem forráðamenn Mercedes áttuðu sig á því að stór mistök höfðu verið gerð í þróun keppnisbíls liðsins. Mercedes hafði í stórum dráttum haldið sig við sömu hönnun og tímabilið á undan. Þetta rótgróna þýska Formúlu 1 lið, sem hafði ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 átta ár í röð í heimsmeistarakeppni bílasmiða fyrir sigur Red Bull Racing á síðasta tímabili, hefur þurft að grafa djúpt í reynslubankann undanfarið. „Ef við horfum alveg aftur til prófana og keppnishelgarinnar í Barein í upphafi tímabils, þá var það þá sem við áttuðum okkur á því að við værum með bíl í höndunum sem myndi ekki geta fært okkur heimsmeistaratitil,“ sagði Andrew Shovlin, verkfræðistjóri Mercedes í samtali við Sky Sports. Liðið hafi ekki getað sætt sig við þá vegferð og því hafi þurft að grípa til drastískra aðgerða. „Við þurftum að hugsa upp á nýtt grundvallar hluti í bílnum og það sem við mætum með til leiks á Imola er fyrsti vísirinn af þeirri vinnu.“
Tengdar fréttir Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30 Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00 Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30
Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00
Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti