Það er vegið að bændum þessa lands Anton Guðmundsson skrifar 13. maí 2023 11:00 Öll þekkjum við til íslenskra matarhefða sem fylgt hafa okkur í gegnum tíðina og þjóð okkar í áratugi, eitt það besta sem hægt er að bera á borð á íslenskum heimilum eru íslenskar hreinar afurðir sem aldar eru okkar einstaka landi, þar má nefna sjávarafurðir og afurðir landbúnaðarins. Flestir vita að notkun sýklalyfja í íslenskum landbúnaði er ein sú minnsta sem gerist í heiminum, sauðkindin drekkur tært lindarvatn og bítur gras við jökulrönd, heilnæmi íslenskra afurða er einstakur á heimsvísu. Á þeim tímum sem við lifum nú í dag á landbúnaðurinn á íslandi undir högg að sækja, það er sótt að íslenskum bændum víðast hvar, að mínu mati þurfum við að styðja betur við íslenska bændur og auka greiðslur til þeirra í gegnum búvörusamninga. En hver er í raun stefna Matvælaráðherra í þessum efnum ? ætlar ráðherra að auka en frekar á innflutning á erlendu lambakjöti? Fjögur fyrirtæki skiptu með sér tollkvóta fyrir innflutning á 345.000 kg af kinda- eða geita- kjöti á tímabilinu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Á tímabilinu frá júlí 2022 til og með febrúar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geitakjöti verið flutt hingað til lands, langmest, eða 14.209 kg, frá Spáni. Nú ryðjast þessir innflutningsaðilar með spænskar lambaafurðir inn í matvöruverslanir og á stóreldhúsamarkað með aðeins einu markmiði að undirbjóða afurðir íslenskra bænda, það er vegið að fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar með þessari framgöngu. Því eitt er víst ef við höldum áfram að flytja inn landbúnaðarafurðir á verði sem er ekki samkeppnishæft fyrir íslenska bændur þá mun þetta bara enda á einn veg. Þetta er ekki það sem íslenskir bændur þurfa á að halda á krefjandi tímum. Styðjum við bændur þessa lands og veljum íslenskt. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Öll þekkjum við til íslenskra matarhefða sem fylgt hafa okkur í gegnum tíðina og þjóð okkar í áratugi, eitt það besta sem hægt er að bera á borð á íslenskum heimilum eru íslenskar hreinar afurðir sem aldar eru okkar einstaka landi, þar má nefna sjávarafurðir og afurðir landbúnaðarins. Flestir vita að notkun sýklalyfja í íslenskum landbúnaði er ein sú minnsta sem gerist í heiminum, sauðkindin drekkur tært lindarvatn og bítur gras við jökulrönd, heilnæmi íslenskra afurða er einstakur á heimsvísu. Á þeim tímum sem við lifum nú í dag á landbúnaðurinn á íslandi undir högg að sækja, það er sótt að íslenskum bændum víðast hvar, að mínu mati þurfum við að styðja betur við íslenska bændur og auka greiðslur til þeirra í gegnum búvörusamninga. En hver er í raun stefna Matvælaráðherra í þessum efnum ? ætlar ráðherra að auka en frekar á innflutning á erlendu lambakjöti? Fjögur fyrirtæki skiptu með sér tollkvóta fyrir innflutning á 345.000 kg af kinda- eða geita- kjöti á tímabilinu 1. júlí 2022 til 30. júní 2023. Á tímabilinu frá júlí 2022 til og með febrúar 2023 hafa 14.606 kg af kinda- eða geitakjöti verið flutt hingað til lands, langmest, eða 14.209 kg, frá Spáni. Nú ryðjast þessir innflutningsaðilar með spænskar lambaafurðir inn í matvöruverslanir og á stóreldhúsamarkað með aðeins einu markmiði að undirbjóða afurðir íslenskra bænda, það er vegið að fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar með þessari framgöngu. Því eitt er víst ef við höldum áfram að flytja inn landbúnaðarafurðir á verði sem er ekki samkeppnishæft fyrir íslenska bændur þá mun þetta bara enda á einn veg. Þetta er ekki það sem íslenskir bændur þurfa á að halda á krefjandi tímum. Styðjum við bændur þessa lands og veljum íslenskt. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar