Vaxtahækkanir og „viðkvæmu hóparnir“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 12. maí 2023 13:30 Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. Þar eru birt ráð til íslenskra stjórnvalda sem eiga nú í erfiðri baráttu við verðbólgudrauginn en jafnframt er lögð sérstök áhersla á að „viðkvæmum hópum” eins og segir í skýrslunni verði hlíft við afleiðingum aðhaldsaðgerða sem nauðsynlegar séu vegna lausataka í ríkisfjármálum. Hvernig skyldi ríkisstjórn Íslands bregðast við þessari falleinkunn sem fjármálastjórn hennar fær í skýrslunni þótt vitanlega sé hún sett fram með diplómatískum hætti? Verður gripið til sérstakra ráðstafana til að hlífa „viðkvæmum hópum” við afleiðingum verðbólgu, húsnæðisvanda og vaxtaákvarðana Seðlabankans og má ef til vill vænta þeirra fyrir næsta vaxtaákvörðunardag þann 24. þessa mánaðar? Ef marka má þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin að halda áfram á sömu braut, viðkvæmu hóparnir muni þurfa að bíða. Mannanna verk Í opinberri umræðu á það til að gleymast að verðbólga og vextir eru ekki fyrirbæri sem skyndilega og án viðvörunar steypast yfir fólkið í landinu. Þetta er ekki veðurfyrirbrigði. Margt tengt þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á síðustu misserum er beinlínis mannanna verk. Húsnæðisvandinn er afleiðing aðgerðarleysis stjórnmálamanna og megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára. Nærtækt er svo að minnast þeirrar makalausu ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækka skatta og þjónustugjöld um síðustu áramót en sú aðgerð ein og sér skilaði 1% hækkun vísitölu neysluverðs og fór sem eldur í sinu í gegnum verðtryggðar skuldir landsmanna. Þeir „viðkvæmu hópar” sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur svo mikilvægt að hlífa eru kaupendur fyrstu fasteignar, leigjendur, ungt fólk, einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur sem búa margir við neyðarástand sökum erfiðrar afkomu sem dýrtíð, verðbólga og vaxtahækkanir valda. Þessir hópar hafa svo sannarlega fengið að finna fyrir slakri stjórn efnahagsmála og forgangsröðun stjórnvalda að undanförnu. Stjórnvöld hafa vanrækt stuðningskerfi þessara hópa og nú er hætta á að loforð um uppbyggingu húsnæðis verði ekki efnd. Örbirgð í heilsuspillandi húsnæði Nú berast af því fréttir að sífellt fleiri velji að leita skjóls undan linnulausum vaxtahækkunum Seðlabankans með því að færa sig yfir í verðtryggð húsnæðislán, Íslandslánin svonefndu, með tilheyrandi skuldafjötrum og eignaupptöku. Leigjendur og láglaunafólk finna svo sannarlega fyrir verðbólgunni og vöxtunum í hækkandi húsnæðiskostnaði sem veldur því að sífellt fleiri búa við þröngbýli og örbirgð og verða að gera sér að góðu hættulegt og heilsuspillandi húsnæði. Nú fylgist þessi hluti þjóðarinnar fullur angistar með því hvort Seðlabankinn hyggist enn hækka vextina þann 24. þessa mánaðar. Hærri vextir auka vaxtakostnað fyrirtækja. Með því verður afkoma þeirra verri. Fyrirtækin hafa ekki lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn verðbólgu, varið hagnað með því að þrýsta kostnaði beint í verðlag. Sú hækkun veldur hækkun vísitölu neysluverðs og þar með verðbólgu sem Seðlabankinn bregst við með stýrivaxtahækkunum. Þetta er vítahringur sem stjórnvöld næra með hækkunum skatta og gjalda og Seðlabankinn með hækkunum vaxta. Þetta eru mannanna verk Og þá vaknar spurningin hvort og hvernig „viðkvæmu hópunum” verði hlíft telji Seðlabankinn enn þörf á að hækka vexti til að sigrast á verðbólgunni sem hann nærir með sömu vaxtahækkunum. Og hvernig skyldu stjórnvöld ætla að standa við fyrirheit sín um að koma „viðkvæmum hópum” til aðstoðar á sviði húsnæðismála á sama tíma og þau kynda undir verðbólguna sem eykur fjármagnskostnaðinn og dregur þrótt úr byggingariðnaðinum? Er að undra að sífellt fleiri haldi því fram að sinnuleysi um afkomu almennings einkenni núverandi ríkisstjórn? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslensk efnahagsmál er að finna kurteisislega en um leið beinskeytta gagnrýni á stjórn ríkisfjármála. Þar eru birt ráð til íslenskra stjórnvalda sem eiga nú í erfiðri baráttu við verðbólgudrauginn en jafnframt er lögð sérstök áhersla á að „viðkvæmum hópum” eins og segir í skýrslunni verði hlíft við afleiðingum aðhaldsaðgerða sem nauðsynlegar séu vegna lausataka í ríkisfjármálum. Hvernig skyldi ríkisstjórn Íslands bregðast við þessari falleinkunn sem fjármálastjórn hennar fær í skýrslunni þótt vitanlega sé hún sett fram með diplómatískum hætti? Verður gripið til sérstakra ráðstafana til að hlífa „viðkvæmum hópum” við afleiðingum verðbólgu, húsnæðisvanda og vaxtaákvarðana Seðlabankans og má ef til vill vænta þeirra fyrir næsta vaxtaákvörðunardag þann 24. þessa mánaðar? Ef marka má þá fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlunin að halda áfram á sömu braut, viðkvæmu hóparnir muni þurfa að bíða. Mannanna verk Í opinberri umræðu á það til að gleymast að verðbólga og vextir eru ekki fyrirbæri sem skyndilega og án viðvörunar steypast yfir fólkið í landinu. Þetta er ekki veðurfyrirbrigði. Margt tengt þeirri óheillaþróun sem orðið hefur á síðustu misserum er beinlínis mannanna verk. Húsnæðisvandinn er afleiðing aðgerðarleysis stjórnmálamanna og megindrifkraftur verðbólgu síðustu ára. Nærtækt er svo að minnast þeirrar makalausu ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hækka skatta og þjónustugjöld um síðustu áramót en sú aðgerð ein og sér skilaði 1% hækkun vísitölu neysluverðs og fór sem eldur í sinu í gegnum verðtryggðar skuldir landsmanna. Þeir „viðkvæmu hópar” sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur svo mikilvægt að hlífa eru kaupendur fyrstu fasteignar, leigjendur, ungt fólk, einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur sem búa margir við neyðarástand sökum erfiðrar afkomu sem dýrtíð, verðbólga og vaxtahækkanir valda. Þessir hópar hafa svo sannarlega fengið að finna fyrir slakri stjórn efnahagsmála og forgangsröðun stjórnvalda að undanförnu. Stjórnvöld hafa vanrækt stuðningskerfi þessara hópa og nú er hætta á að loforð um uppbyggingu húsnæðis verði ekki efnd. Örbirgð í heilsuspillandi húsnæði Nú berast af því fréttir að sífellt fleiri velji að leita skjóls undan linnulausum vaxtahækkunum Seðlabankans með því að færa sig yfir í verðtryggð húsnæðislán, Íslandslánin svonefndu, með tilheyrandi skuldafjötrum og eignaupptöku. Leigjendur og láglaunafólk finna svo sannarlega fyrir verðbólgunni og vöxtunum í hækkandi húsnæðiskostnaði sem veldur því að sífellt fleiri búa við þröngbýli og örbirgð og verða að gera sér að góðu hættulegt og heilsuspillandi húsnæði. Nú fylgist þessi hluti þjóðarinnar fullur angistar með því hvort Seðlabankinn hyggist enn hækka vextina þann 24. þessa mánaðar. Hærri vextir auka vaxtakostnað fyrirtækja. Með því verður afkoma þeirra verri. Fyrirtækin hafa ekki lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn verðbólgu, varið hagnað með því að þrýsta kostnaði beint í verðlag. Sú hækkun veldur hækkun vísitölu neysluverðs og þar með verðbólgu sem Seðlabankinn bregst við með stýrivaxtahækkunum. Þetta er vítahringur sem stjórnvöld næra með hækkunum skatta og gjalda og Seðlabankinn með hækkunum vaxta. Þetta eru mannanna verk Og þá vaknar spurningin hvort og hvernig „viðkvæmu hópunum” verði hlíft telji Seðlabankinn enn þörf á að hækka vexti til að sigrast á verðbólgunni sem hann nærir með sömu vaxtahækkunum. Og hvernig skyldu stjórnvöld ætla að standa við fyrirheit sín um að koma „viðkvæmum hópum” til aðstoðar á sviði húsnæðismála á sama tíma og þau kynda undir verðbólguna sem eykur fjármagnskostnaðinn og dregur þrótt úr byggingariðnaðinum? Er að undra að sífellt fleiri haldi því fram að sinnuleysi um afkomu almennings einkenni núverandi ríkisstjórn? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar