Útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum? Magnús Jóhannesson skrifar 11. maí 2023 16:01 Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála. Fram hefur komið að ef Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum þá þarf Íslands að greiða allt að 10 milljarða á ári í sektir. Einnig hefur komið fram að útilokað er að ná þessum markmiðum nema með byggingu fjölda nýrra grænna raforkuverkefna. Met leyfisveitingatími Á sama tíma þarf endurnýjanleg orka að sæta met leyfisveitingatíma. Leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar raforku er eitt lengsta leyfisveitingaferli sem um getur á Íslandi. Dæmi eru um að 9 verkefni sem loks fengu afgreiðslu í ramma 3 (R3) hafi verið í umfjöllun rammaáætlunar í 23 ár. Við það bætast skipulagsbreytingar, rannsóknir og umsókn um önnur leyfi sem tekið geta 4-8 ár. Það getur því tekið allt að 30 ár að fá leyfi hins opinbera fyrir byggingu endurnýjanlegrar raforku á Íslandi. Dæmið hér að ofan er ýktasta dæmið sem hægt er að benda á, en er raunverulegt dæmi þó, en mikilvægt er einnig að segja frá því að meðalafgreiðsluhraði verkefna í rammaáætlun er 16 ár. Til samanburðar má benda á að leyfisveitingaferlið fyrir díselrafstöðvar er einungis brot af þeim tíma sem tekur að fá leyfi fyrir græna orku. Hér er ekki verið að leita að sökudólgum heldur benda á óeðlilega langt leyfisveitingaferli sem í raun er skaðlegt hagsmunum landsins. Endurnýjanleg raforka er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu laga- og reglugerðar umhverfi þegar kemur að leyfisveitingum, fyrst rammaáætlun og svo að þeim tíma liðnum um 37 önnur lög og reglugerðir (heimild: Vindorka, valkosti rog greining. Apríl 2023), m.a. mat á umhverfisáhrifum (MÁU), skipulagsbreytingar, o.s.frv. Við skoðun virðist rammaáætlun yfirborðskennd skoðun sem bætir litlu við enda sögð vera „fyrst sía“. Önnur lög og reglugerðir, 37 talsins, tryggja gæði raforkuverkefna m.a. út frá umhverfissjónarmiðum enda verða orkufyrirtækin að fara í margra ára skipulagsbreytingar og rannsóknir á áhrifum verkefnanna undir MÁU og setja fram áætlun um hvernig milda skal áhrifin ef einhver eru. Fella vindorku undir rammaáætlun Skiptar skoðanir eru á því hvort vindorka heyri undir rammaáætlun í dag. Storm Orka er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og færir fyrir því rök sem eru m.a. þessi: 1.Nefnd á vegum fyrrum umhverfisráðherra skilaði skýrslu og drögum af lagafrumvarpi sem fanga átti vindinn undir rammaáætlun.Frumvarpið varð ekki að lögum. 2.Sú skoðun að vindorka falli undir rammaáætlun byggir á lagaáliti frá Landslögum frá 2015. Síðan þá hafa komið fram önnur álit, m.a. frá Orkustofnun og LOGOS lögfræðistofu sem benda á að lagaálit Landslaga sé í besta falli veikt og dugi alls ekki til enda þurfi mun skýrari lagaheimildir til að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti. 3.Fyrir liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ekki er tekið undir það sjónarmið að vindorkan falli undir rammaáætlun. Fleiri rök og lagatæknilegar skýringar liggja að baki sem of langt mál er að fara í hér. En af hverju skiptir þetta máli? Ástæðan er sú að það er til mikils að vinna að halda vindorku utan við rammaáætlun vegna þess viðbótartíma sem bætist við leyfisveitingaferilinn, eins og fram kemur hér að framan. Auk þess gilda önnur lögmál um vind enda er hann ekki staðbundinn líkt og vatnsafl eða jarðvarmi og vandséð hvernig hægt er að láta rammaáætlun ná utan um vindorku því vind er að finna allsstaðar. Lokaorð Af þessu að dæma þá er hægt að spyrja, fara hljóð og mynd saman í þessu máli? Mun Ísland ná markmiðum sínum í loftslagsmálum miðað við þann óeðlilega langa leyfisveitingaferil sem endurnýjanleg orka þarf að sæta? Hvers vegna þarf að fanga vind undir rammaáætlun með tilheyrandi auknum leyfisveitingatíma? Miðað við mjög svo óeðlilega langt leyfisveitingaferli grænnar raforku þá verður að spyrja, er möguleiki á að ná þessum markmiðum nema með gagngerum breytingum á leyfisveitingaferlinu, t.d. með því að leggja niður rammaáætlun og láta önnur lög s.s. MÁU duga enda skila þau mun nákvæmari niðurstöðu? Er það ásættanlegt að Ísland greiði allt að 10 milljarða á ári í sektir því ekki má hrófla við óeðlilega löngu leyfisveitingaferli grænnar orku sem kemur í veg fyrir að markmiðum sé náð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála. Fram hefur komið að ef Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum þá þarf Íslands að greiða allt að 10 milljarða á ári í sektir. Einnig hefur komið fram að útilokað er að ná þessum markmiðum nema með byggingu fjölda nýrra grænna raforkuverkefna. Met leyfisveitingatími Á sama tíma þarf endurnýjanleg orka að sæta met leyfisveitingatíma. Leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar raforku er eitt lengsta leyfisveitingaferli sem um getur á Íslandi. Dæmi eru um að 9 verkefni sem loks fengu afgreiðslu í ramma 3 (R3) hafi verið í umfjöllun rammaáætlunar í 23 ár. Við það bætast skipulagsbreytingar, rannsóknir og umsókn um önnur leyfi sem tekið geta 4-8 ár. Það getur því tekið allt að 30 ár að fá leyfi hins opinbera fyrir byggingu endurnýjanlegrar raforku á Íslandi. Dæmið hér að ofan er ýktasta dæmið sem hægt er að benda á, en er raunverulegt dæmi þó, en mikilvægt er einnig að segja frá því að meðalafgreiðsluhraði verkefna í rammaáætlun er 16 ár. Til samanburðar má benda á að leyfisveitingaferlið fyrir díselrafstöðvar er einungis brot af þeim tíma sem tekur að fá leyfi fyrir græna orku. Hér er ekki verið að leita að sökudólgum heldur benda á óeðlilega langt leyfisveitingaferli sem í raun er skaðlegt hagsmunum landsins. Endurnýjanleg raforka er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu laga- og reglugerðar umhverfi þegar kemur að leyfisveitingum, fyrst rammaáætlun og svo að þeim tíma liðnum um 37 önnur lög og reglugerðir (heimild: Vindorka, valkosti rog greining. Apríl 2023), m.a. mat á umhverfisáhrifum (MÁU), skipulagsbreytingar, o.s.frv. Við skoðun virðist rammaáætlun yfirborðskennd skoðun sem bætir litlu við enda sögð vera „fyrst sía“. Önnur lög og reglugerðir, 37 talsins, tryggja gæði raforkuverkefna m.a. út frá umhverfissjónarmiðum enda verða orkufyrirtækin að fara í margra ára skipulagsbreytingar og rannsóknir á áhrifum verkefnanna undir MÁU og setja fram áætlun um hvernig milda skal áhrifin ef einhver eru. Fella vindorku undir rammaáætlun Skiptar skoðanir eru á því hvort vindorka heyri undir rammaáætlun í dag. Storm Orka er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og færir fyrir því rök sem eru m.a. þessi: 1.Nefnd á vegum fyrrum umhverfisráðherra skilaði skýrslu og drögum af lagafrumvarpi sem fanga átti vindinn undir rammaáætlun.Frumvarpið varð ekki að lögum. 2.Sú skoðun að vindorka falli undir rammaáætlun byggir á lagaáliti frá Landslögum frá 2015. Síðan þá hafa komið fram önnur álit, m.a. frá Orkustofnun og LOGOS lögfræðistofu sem benda á að lagaálit Landslaga sé í besta falli veikt og dugi alls ekki til enda þurfi mun skýrari lagaheimildir til að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti. 3.Fyrir liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ekki er tekið undir það sjónarmið að vindorkan falli undir rammaáætlun. Fleiri rök og lagatæknilegar skýringar liggja að baki sem of langt mál er að fara í hér. En af hverju skiptir þetta máli? Ástæðan er sú að það er til mikils að vinna að halda vindorku utan við rammaáætlun vegna þess viðbótartíma sem bætist við leyfisveitingaferilinn, eins og fram kemur hér að framan. Auk þess gilda önnur lögmál um vind enda er hann ekki staðbundinn líkt og vatnsafl eða jarðvarmi og vandséð hvernig hægt er að láta rammaáætlun ná utan um vindorku því vind er að finna allsstaðar. Lokaorð Af þessu að dæma þá er hægt að spyrja, fara hljóð og mynd saman í þessu máli? Mun Ísland ná markmiðum sínum í loftslagsmálum miðað við þann óeðlilega langa leyfisveitingaferil sem endurnýjanleg orka þarf að sæta? Hvers vegna þarf að fanga vind undir rammaáætlun með tilheyrandi auknum leyfisveitingatíma? Miðað við mjög svo óeðlilega langt leyfisveitingaferli grænnar raforku þá verður að spyrja, er möguleiki á að ná þessum markmiðum nema með gagngerum breytingum á leyfisveitingaferlinu, t.d. með því að leggja niður rammaáætlun og láta önnur lög s.s. MÁU duga enda skila þau mun nákvæmari niðurstöðu? Er það ásættanlegt að Ísland greiði allt að 10 milljarða á ári í sektir því ekki má hrófla við óeðlilega löngu leyfisveitingaferli grænnar orku sem kemur í veg fyrir að markmiðum sé náð?
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun