Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arctic Adventures. Ekki kemur fram til hvaða verkefna Gréta María hverfur en segja má að hún hafi verið á töluverðu flakki í viðskiptalífinu undanfarin ár.
Hún sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar í maí 2020 eftir framgöngu Festesmanna í hlutabótaumræðunni. Félagið þáði bætur frá ríkinu þrátt fyrir að sjá fram á milljarða hagnað. Það fannst henni ganga gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem Gréta vildi sýna.
Níu mánuðum síðar tók hún við starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsrisanum Brimi. Rúmu hálfi áru síðar hafði Gréta María söðlað um en þá tók hún við starfi forstjóra Arctic Adventures sem hún hefur stýrt til dagsins í dag.
Í tilkynningunni frá Arctic adventus segir að nýi forstjórinn Ásgeir hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu bæði sem stjórnandi, ráðgjafi, fjárfestingastjóri og stjórnarmaður.
„Hann hefur m.a. verið forstjóri VÍS, fjárfestingarstjóri TM, forstöðumaður í fyrirtækjaráðgjöf Kviku og forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Kviku.

Stjórn Arctic Adventures þakkar Grétu Maríu fyrir hennar mikilvæga framlag fyrir félagið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ásgeir hefur störf á næstu dögum.
Um Arctic Adventures:
Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Arctic Adventures skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar um allt land. Ársvelta félagsins var um 5,2 milljarðar króna í fyrra. Helstu dótturfélög Arctic Adventures eru Into the Glacier, Lava Tunnel og Your Day Tours. Stærstu hluthafar Arctic Adventures eru fjárfestingafélagið Stoðir með 35% hlut, Icelandic Tourism Fund, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, með 20% hlut og Freyja, framtakssjóður á vegum Kviku eignastýringar, með 16% hlut.“