Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Jón Björnsson, forstjóri Festar. Fréttablaðið/Eyþór Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. Við stofnun Festar, sem hefur meðal annars rekið verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, árið 2014 voru lykilstjórnendum og forstjóra veittir kaupréttir á allt að 22,4 milljónum hluta í smásölukeðjunni. Var gert ráð fyrir að kaupréttur hvers og eins stjórnanda áynnist í nokkrum áföngum á fjögurra ára tímabili en að kaupréttirnir yrðu gerðir upp ef það kæmi til sölu á félaginu. Í ársreikningi Festar fyrir síðasta rekstrarár, sem lauk í febrúar á þessu ári, kemur fram að kaupréttarsamningarnir hafi verið gerðir upp í lok tímabilsins með fyrirvara um endanlega sölu á keðjunni. Var virði kaupréttargreiðslnanna 344,5 milljónir króna en umrædd fjárhæð var gjaldfærð í rekstrarreikningi smásölukeðjunnar á rekstrarárinu. Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er kaup N1 á Festi í lok júlímánaðar gegn skilyrðum en sameinuðu félagi N1 og Festi ber meðal annars að selja frá sér fimm eldsneytisstöðvar, þar af þrjár stöðvar undir merkjum Dælunnar, og eina dagvöruverslun á Hellu. Auk Jóns eru helstu stjórnendur Festar meðal annars Gréta María Grétarsdóttir fjármálastjóri, Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs, Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO, og Viðar Örn Hauksson, framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels. Alls námu laun, hlunnindi, kaupaukagreiðslur og greiðslur vegna kauprétta til stjórnar, forstjóra og annarra lykilstjórnenda Festar um 721 milljón króna á síðasta rekstrarári borið saman við 340 milljónir króna á fyrra rekstrarári, að því er fram kemur í ársreikningnum. Eggert Þór Kristófersson, sem hefur starfað sem forstjóri N1 frá byrjun árs 2015, verður forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar en Jón Björnsson mun gegna starfi framkvæmdastjóra Krónunnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30 Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. Við stofnun Festar, sem hefur meðal annars rekið verslanir undir merkjum Krónunnar og ELKO, árið 2014 voru lykilstjórnendum og forstjóra veittir kaupréttir á allt að 22,4 milljónum hluta í smásölukeðjunni. Var gert ráð fyrir að kaupréttur hvers og eins stjórnanda áynnist í nokkrum áföngum á fjögurra ára tímabili en að kaupréttirnir yrðu gerðir upp ef það kæmi til sölu á félaginu. Í ársreikningi Festar fyrir síðasta rekstrarár, sem lauk í febrúar á þessu ári, kemur fram að kaupréttarsamningarnir hafi verið gerðir upp í lok tímabilsins með fyrirvara um endanlega sölu á keðjunni. Var virði kaupréttargreiðslnanna 344,5 milljónir króna en umrædd fjárhæð var gjaldfærð í rekstrarreikningi smásölukeðjunnar á rekstrarárinu. Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er kaup N1 á Festi í lok júlímánaðar gegn skilyrðum en sameinuðu félagi N1 og Festi ber meðal annars að selja frá sér fimm eldsneytisstöðvar, þar af þrjár stöðvar undir merkjum Dælunnar, og eina dagvöruverslun á Hellu. Auk Jóns eru helstu stjórnendur Festar meðal annars Gréta María Grétarsdóttir fjármálastjóri, Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs, Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO, og Viðar Örn Hauksson, framkvæmdastjóri Bakkans vöruhótels. Alls námu laun, hlunnindi, kaupaukagreiðslur og greiðslur vegna kauprétta til stjórnar, forstjóra og annarra lykilstjórnenda Festar um 721 milljón króna á síðasta rekstrarári borið saman við 340 milljónir króna á fyrra rekstrarári, að því er fram kemur í ársreikningnum. Eggert Þór Kristófersson, sem hefur starfað sem forstjóri N1 frá byrjun árs 2015, verður forstjóri sameinaðs félags N1 og Festar en Jón Björnsson mun gegna starfi framkvæmdastjóra Krónunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30 Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk. 31. júlí 2018 18:30
Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. 30. júlí 2018 21:52