„Drungilas er gríðarlega heppinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2023 11:30 Adomas Drungilas skoraði níu stig og tók átta fráköst í leiknum gegn Val á laugardaginn. vísir/bára Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu svo Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og spilar annan leikinn gegn Val í kvöld. Guðjón Guðmundsson ræddi við Teit um leikinn á Sauðárkróki í kvöld og stöðu Drungilas. „Ég veit ekki hvort þetta efli Valsmenn, það gæti vel farið svo. Drungilas hlýtur að líða svolítið skringilega, að skauta svona í gegnum þetta. Hann er ansi heppinn. Ég held að allir séu sammála um það,“ sagði Teitur. „Maður sér það líka í dómsorðinu að 23 af 24 FIBA-dómurum séu sammála íslensku dómurunum, að þetta hafi átt að vera brottrekstur. Dómarar leiksins gerðu greinilega einhver mistök en Drungilas er gríðarlega heppinn. Það munaði svo litlu að hann hefði ekki spilað seinni hálfleikinn í fyrsta leik og í leikbanni í næstu tveimur. En hann nær að spila 27-28 mínútur í fyrsta leik og verður bara með eins og ekkert hafi í skorist. Þeir eru gríðarlega heppnir.“ Farið var vandlega yfir atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn á laugardaginn eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Tindastóll vann leikinn með eins stigs mun, 82-83, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Þessi lið mættust einnig í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Valur hafði betur, 3-2. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Sjá meira
Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi og gáfu svo Drungilas óíþróttamannslega villu. Dómaranefnd KKÍ vísaði atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem ákvað að aðhafast ekkert í málinu. Drungilas slapp því við bann og spilar annan leikinn gegn Val í kvöld. Guðjón Guðmundsson ræddi við Teit um leikinn á Sauðárkróki í kvöld og stöðu Drungilas. „Ég veit ekki hvort þetta efli Valsmenn, það gæti vel farið svo. Drungilas hlýtur að líða svolítið skringilega, að skauta svona í gegnum þetta. Hann er ansi heppinn. Ég held að allir séu sammála um það,“ sagði Teitur. „Maður sér það líka í dómsorðinu að 23 af 24 FIBA-dómurum séu sammála íslensku dómurunum, að þetta hafi átt að vera brottrekstur. Dómarar leiksins gerðu greinilega einhver mistök en Drungilas er gríðarlega heppinn. Það munaði svo litlu að hann hefði ekki spilað seinni hálfleikinn í fyrsta leik og í leikbanni í næstu tveimur. En hann nær að spila 27-28 mínútur í fyrsta leik og verður bara með eins og ekkert hafi í skorist. Þeir eru gríðarlega heppnir.“ Farið var vandlega yfir atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn á laugardaginn eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Tindastóll vann leikinn með eins stigs mun, 82-83, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Þessi lið mættust einnig í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Valur hafði betur, 3-2. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 18:30.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Sjá meira
Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01